Fimm ástæður þess að nasistar flúðu til Suður-Ameríku

Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar óttuðust háttsettir nasistar að þurfa að svara fyrir glæpi sína. Því voru margir þeirra með leynilegar flóttaáætlanir.

BIRT: 27/07/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar voru nasistar í mikilli klípu. 9.000 þeirra reyndu að forðast dómstóla með því að flýja til Suður-Ameríku.

 

Argentína tók við flestum eða 5.000 nasistum en Brasilía, Chile og Bolivía tóku einnig opnum örmum á móti flýjandi þýskum stríðsglæpamönnum.

 

Þótt að margir þeirra hefðu verið fangaðir og þurft að standa reikningsskil gjörða sinna, tókst öðrum að hverfa inn í fjöldann og lifa nýju lífi með fölskum skilríkjum.

 

1. Fjöldi landflótta Þjóðverja í Suður-Ameríka

Húsin í mörgum argentískum bæjum bera svip af húsum Þjóðverja.

Tugþúsundir Þjóðverja fluttu á 19. öld til Suður-Ameríku.

 

Margir nýbúanna voru svonefndir volguþjóðverjar sem á 18. öld hafði verið boðið til Rússlands með sérstökum forréttindum.

 

Þegar slík forréttindi voru dregin til baka á síðari hluta 19. aldar fóru margir volguþjóðverjar einkum til Argentínu sem þýska keisaraveldið tengdist sterkum böndum.

 

Á árunum fram að síðari heimsstyrjöldinni safnaði þýski sendiherrann í Argentínu saman stórum kjarna nasista sem voru tilbúnir að hjálpa félögum sínum.

 

2. Vatíkanið hjálpaði stríðsglæpamönnum á flótta

Vatíkanið kom skjótt á flóttaleiðum fyrir nasista sem höfðu framið stríðsglæpi. Frá Þýskalandi (1) lá leiðin til Austurríkis (2) þar sem flóttamennirnir fengu húsaskjól í klaustrum. Á meðan lét Vatikanið (3) falsa pappíra sem gerði nasistum kleift að komast undan t.d. frá Genóva (4).

Valdamiklir menn innan kaþólsku kirkjunnar höfðu margir samúð með nasistum og hjálpuðu þeim á flóttanum.

 

Prestar með austurríska biskupinn Alois Hudal í fararbroddi skipulögðu flugferðir frá Þýskalandi en aðallega frá Genóva á Ítalíu.

 

Kirkjunnar menn útveguðu á leiðinni flóttamönnunum húsaskjól í klaustrum og létu falsa pappíra sem nasistar gátu síðan nýtt til að fá raunveruleg skjöl frá Rauða krossinum.

 

Meðal stríðsglæpamanna sem flúðu eftir þessari leið voru Adolf Eichmann og Joseph Mengele.

 

3. Tækniþekking veitti aðgang

Argentínska orrustuflugvélin Pulqui II var hönnuð af hinum þýska Kurt Tank og var í grunninn þróuð af Focke-Wulf verksmiðjunum.

Aukin verslun varð til þess að flest suður-amerísk lönd spjöruðu sig ágætlega í síðari heimsstyrjöldinni.

 

Löndin gátu þannig að stríði loknu fjárfest í m.a. hernaðartækni. Nauðsynlega þekkingu var að finna hjá þýskum vísindamönnum sem var boðið til Suður-Ameríku.

 

Meðal þeirra var flugverkfræðingurinn Kurt Tank sem á árunum 1931 til 1945 leiddi þróunardeild þýska flugvélaframleiðandans Focke-Wulf.

 

Tank var að stríði loknu ráðinn undir fölsku nafni hjá fremsta flugvélaframleiðanda Argentínu, núverandi FADEA.

 

4. Bragðarefir voru eftirsóttir

Skjöl sýna að CIA hélt hlífðarhendi yfir stríðsglæpamönnum nasista; m.a. leyndi CIA vitneskju um Adolf Eichmann sem að sögn var notaður sem uppljóstrari.

Þegar kalda stríðið tók við af heita stríðinu um miðja síðustu öld beindu bandarískar njósnastofnanir leitarljósinu að nasistum sem höfðu reynslu í ýmis konar lúalegum brögðum.

 

Nasistarnir voru ráðnir sem njósnarar eða til að herja á óvini BNA í Suður-Ameríku.

 

Meðal stríðsglæpamannanna var franski Gestapóforinginn Klaus Barbie.

 

Barbie settist að í Bolivíu, þar sem hann m.a. hjálpaði CIA að finna og drepa marxíska byltingarleiðtogann Che Guevara.

 

5. Fasismi var í tísku

Peron var kosinn vegna áætlunar hans sem m.a. gekk út á að iðnvæða Argentínu.

Margir í Suður-Ameríku höfðu ríka samúð með fasistum. Einkum var hið ítalska afbrigði Benito Mussolinis vinsælt.

 

Í Argentínu komst liðsforinginn Juan Peron til valda árið 1946. Peron þjónaði sem hernaðarráðgjafi á Ítalíu á fyrstu árum síðari heimsstyrjaldarinnar og við hann er kennd vinsæl hugmyndafræði fasisma sem er þekkt sem peronismi.

 

Peron hjálpaði, með aðstoð undirmanna sinna og rannsóknarlögreglu, mörgum nasistum við að flýja frá Þýskalandi til Argentínu, þar sem margir fengu störf í leyniþjónustu ríkisins.

Lestu meira um nasista í Suður-Ameríku

  • Gerald Steinacher: Nazis on the Run, Oxford, 2011
  • Neal Bascomb: Hunting Eichmann, Mariner Books, 2010

BIRT: 27/07/2022

HÖFUNDUR: Else Christensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © PD-AR-Photo, Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is