Árið 1989 var Ministerium für Staatssicherheit (Stasi) með 80.000 opinbera starfsmenn í fullri vinnu.
Verkefni Stasi fólst í að finna, rannsaka, handtaka og yfirheyra alla þá borgara sem þóttu ógna Austurþýska lýðveldinu.
Helsta verkfæri Stasi fólst í 175.000 uppljóstrurum sem fylgdust grannt með mögulegum sem ómögulegum óvinum ríkisins.
Árið 1989 tengdust 5 af hverjum 1.000 borgurum Austur-Þýskalands Stasi með einum eða öðrum hætti. Í Sovétríkjunum var sambærileg tala einungis 1 af hverjum 1.000.
Stasi var því umfangsmesta og skilvirkasta leyniþjónusta heimsins. Fylgst var með nánast öllum borgurum með hljóðnemum, myndavélum eða hlerunum.
Stasi safnaði m.a.s. líkamslykt þegnanna ef mögulega þyrfti að nýta sporhunda í leit að þeim.
Eftir uppreisnina árið 1989 var Stasi-leyniþjónustan leyst upp þann 13. apríl í janúar 1990.
Starfsmenn reyndu í örvæntingu að eyðileggja um einn milljarð skjala sem stofnunin var með um borgarana.
Pappírstætararnir brunnu yfir undan álaginu og þegar ráðist var inn í aðalstöðvar Stasi þann 15. janúar hafði starfsmönnunum einungis tekist að eyðileggja um 5% af skjölunum.