Spurningar og svör

Hvenær framkvæmdu vísindamenn fyrstu ískjarnaborunina? 

Árin 1840-1841 boraði jarðfræðingur nokkur margar holur í ísinn í svissnesku Ölpunum. Þetta reyndist upphafið að nýrri vísindagrein sem gerir okkur kleift að sjá milljónir ára aftur í tímann.

BIRT: 11/07/2022

Fyrsta manneskjan sem boraði í ís í vísindaskyni var svissnesk-ameríski jarðfræðingurinn Louis Agassiz. Hann boraði margar holur á árunum 1840-1841 í jökul í svissnesku Ölpunum til að skrásetja hvort ísinn hreyfðist niður fjallið. 

Með því að greina ískjarna geta vísindamenn opnað lítinn glugga inn í fortíðina.

Kenningin um skriðjökla niður fjöll var ný og umdeild og Agassiz boraði röð djúpra hola í ísinn þar sem hann kom fyrir stikum. 

 

Þegar hann sneri til baka á næstu árum gat hann sannreynt að stikurnar höfðu færst til sem sannaði að jökullinn hafði skriðið fram. Sjálf borunin var framkvæmd með handafli og náði 60 metra niður í ísinn. 

 

Danir þróuðu nútímagreiningar

Ríflega einni öld síðar gerði danski loftslagsfræðingurinn Willi Dansgaard merkilega uppgötvun: Ískjarnaboranir mátti nota til að rannsaka loftslag fortíðar. Dansgaard fann upp úr 1950 að mælingar á tilteknum súrefnis- og vetnissamsætum – sem voru innilokaðar í ísnum – afhjúpuðu hvernig loftslagið hafði verið á fyrri tímum. 

Með því að greina ískjarna geta vísindamenn opnað lítinn glugga inn í fortíðina.

Þetta geta ískjarnarnir sagt okkur

Greiningar á ískjörnum geta veitt vísindamönnum margvíslegar mikilvægar upplýsingar. Kjarnana má meðal annars nota til að greina hitastig fyrir mörg hundruð þúsund árum síðan. 

Form íssins og -hreyfing

Ís samanstendur af ískristöllum með mismunandi eiginleika. Þegar ísinn hreyfist breytist formgerð ískristallanna. Þannig getur greining á ískristöllum afhjúpað hvort ísinn hafði hreyfst við mismunandi loftslagsaðstæður – og hvernig ísinn muni bregðast við hnattrænni hlýnun. 

Aldursgreining íssins

Ís úr jöklum inniheldur lög sem eru mynduð úr ryki og öðrum óhreinindum. Vísindamenn geta notað þessi lög til að aldursgreina ísinn og finna merki um eldgos fortíðar. Greiningin er gerð með apparati sem hreinsar og slípar ískjarnana áður en lögin eru mæld og skrásett. 

Samsetning lofthjúpsins

Jöklaís inniheldur lítið magn af lofti sem er fangað í litlum loftbólum og myndast þegar snjórinn þjappast saman í ís. Með því að bræða ísinn geta vísindamenn losað um og greint loftið. Þannig geta þeir ákvarðað samsetningu lofthjúpsins fyrir mörg hundruð þúsund árum síðan. 

Hitastig fortíðar

Ísinn í stóru íshellunum samanstendur af mismunandi afbrigðum vatnssameinda. Samsetning sameindanna getur sagt okkur hvenær vatnið gufaði upp fyrir löngu síðan og kólnaði síðan og varð að ís. Þannig geta vísindamenn skapað mynd af veðurfari fortíðar.

Vopnaður þessari nýju þekkingu framkvæmdi Dansgaard margar ískjarnaboranir á innlandsís Grænlands. Dýpsta ískjarnaborun sem hefur verið framkvæmd í sögunni var gerð árið 1998 á Suðurskautslandinu í samvinnu milli Rússlands, Frakklands og BNA og náði heila 3.623 metra niður í ísinn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Dargaud. © CSIRO

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Merkúr: Plánetan án árstíða 

Náttúran

Topp 5 – Hvaða dýr hafa lengstar tennur?

Dýr

Svarta ekkjan deyðir með afar sterku ofureitri

Náttúran

Tilheyra dýr ólíkum blóðflokkum, líkt og menn?

Maðurinn

Er það virkilega rétt … að hægt sé að brjóta gler með röddinni?

Náttúran

Hvað verður um mann í lofttómu rúmi?

Maðurinn

Vísindamenn slá því föstu: Seigla er lykillinn að velgengni barna

Lifandi Saga

Kortagerðarmaður gerði jörðina flata – aftur

Lifandi Saga

Japanska Titanic gleymdist

Maðurinn

Vísindamenn kynna: Þessi einfaldi siður getur gert okkur hamingjusamari

Maðurinn

Stór rannsókn: Bresk fyrirtæki taka vel í fjögurra daga vinnuviku.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is