Náttúran

Hver andardráttur sogar örplast í líkamann

Örplast hefur lagt undir sig heiminn – líka loftið sem þú andar að þér. Nú hafa vísindamenn fundið örplast inni í líffærunum. Hér sérðu hvaðan allt þetta plast kemur og hvernig við getum losnað við það.

BIRT: 26/11/2023

Þegar lífefnafræðingurinn Janice Brahney safnar upp ryki á afskekktum stað í eyðimörk í vesturhluta Bandaríkjanna er hún í rauninni að leita svara við því hvort fosfór geti breiðst út með lofti. En þegar hún fer að skoða sýnin í rannsóknastofunni, blasir allt annað við.

 

Í smásjánni kemur í ljós að í rykinu er gríðarmikið af plasteindum – kúlum, stubbum og trefjaþráðum í öllum regnbogans litum. Brahney fyllist hryllingi og ákveður að finna skýringuna. Hvernig getur afskekkt og ósnortin eyðimörk verið alþakin plasti?

 

Svarið finnur hún þremur árum síðar, árið 2020, á svipuðum tíma og aðrir vísindamenn rekast á platsttrefjar bæði hátt uppi í Pýreneafjöllum, syðst í Frakklandi og í heimskautasnjó á norðurslóðum.

 

Niðurstöður hennar afhjúpa hrollvekju sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi hnattarins – og heilbrigði mannfólksins.

 

Plastið bjargaði fílunum

Um miðja nítjándu öld stóðu menn frammi fyrir vandamáli. Fílabein sem fengið er úr skögultönnum fíla, var svo eftirsótt til framleiðslu á fjölmörgum vörum, allt frá billjarðkúlum til nótna á píanói, að fílar voru í útrýmingarhættu. Árið 1862 fann breski efnafræðingurinn Alexander Parkes upp gerviefni sem nota mátti í stað fílabeins. Þar með var plastöldin gengin í garð.

 

Nú er plast nánast ómissandi hluti af tilveru okkar. Áratugum saman hefur plast verið notað í nánast allt – og þessi mikla útbreiðsla hefur afleiðingar. Öfugt við náttúruleg hráefni, rotnar plast ekki. Þess í stað brotnar það niður í æ smærri einingar og myndar á endanum þessar örsmáu örður sem nú kallast örplast eða „míkróplast“.

 

Örplastið er skilgreint sem plasteiningar, minni en 5 mm í þvermál og því er skipt í tvo flokka. Annars vegar er svokallað frumplast sem frá upphafi er örsmátt og er ættað úr t.d. fegrunarvörum og fatatrefjum, hins vegar er niðurbrotið plast, ættað úr stærri plasthlutum, svo sem vatnsflöskum, fiskinetum eða bíldekkjum.

Plast frá bílum og vegum er nú talið ein af stærstu uppsprettum örplasts í náttúrunni.

Vísindamenn finna örplast hvar sem þeir leita: Allt frá tindi Everestfjalls niður í dýpstu gjár á sjávarbotni og allt frá skógartjörnum til íssins á heimskautunum.

 

Og plastvandamálið á enn eftir að versna. Samkvæmt spám eykst magn örplasts hratt og í takti við vaxandi plastnotkun.

 

Berst upp í gufuhvolfið

Rannsóknir á þeim plastörðum sem Janice Brahney fann í eyðimörkinni, sýndu að þetta plast hafði borist um langan veg. Nánari greiningar sem Brahney gerði leiddu í ljós að meirihluti örplastsins í vesturhluta Bandaríkjanna var ættaður af vegunum.

 

Við akstur slitna dekkin, vegamálning brotnar niður og plastið í henni leysist upp. Útreikningar Brahneys sýndu að plasteindir af vegunum berast upp í háloftin og að lokum aftur til jarðar í tengslum við regn eða snjó. Meira en þúsund tonn af örplasti berast árlega á friðuð svæði í Bandaríkjunum á þennan hátt.

Plastinu rignir niður

Árið 2020 uppgötvuðu bandarískir vísindamenn að örplast getur borist um langan veg í gufuhvolfinu og borist aftur til jarðar með snjó eða regni.

 

  • 1. Plastið þyrlast frá bílunum

Meira en milljarður bíla fer um vegi hnattarins – langflestir á norðurhveli – og slíta bæði dekkjum og öðru sem í er nokkuð af plasti. Þeir slíta líka vegunum í slitlaginu er líka stundum eitthvað af plasti.

 

  • 2. Vindurinn lyftir plastinu hátt upp

Bílhjólin þeyta þessu plasti upp í loftið þar sem vindurinn tekur við. Sumar örplastflögurnar berast hátt upp með hlýju lofti og dreifast yfir þéttbýl svæði jafnt sem eyðimerkur, m.a. mjög langt til norðurs.

 

  • 3. Plastinu rignir niður yfir okkur

Örplasteindir í loftinu draga til sína raka sem að lokum þéttist nægilega til að mynda regndropa eða snjóflygsur sem falla til jarðar þar sem plastið ratar inn í plöntur, dýr og mannfólk.

Örplast hefur vafalaust verið á ferli í gufuhvolfinu um áratugaskeið. Rannsóknir á plöntum sem fá alla næringu og vökvun úr loftinu, hafa leitt í ljós plastagnir sem áttu uppruna sinn alveg aftur á sjöunda áratug 20. aldar.

 

Auk vegakerfisins á örplastið uppruna sinn m.a. í flöskum, málningu, fiskinetum og pokum sem veðrun, sólskin og vindar leysa upp og berast út á haf með ám og fljótum. Í sjónum heldur plastið áfram að sundrast og berast upp í loftið þegar bylgjur brotna á strönd eða skeri.

Þannig dregur þú úr sorpinu

 

 

Matur, föt og byggingarefni eru meðal þess sem mest áhrif hafa á loftslagið. Skoðaðu þær fjórar gerðir sorps sem losa mestan koltvísýring og hvernig þú getur dregið úr því sorpi sem berst frá þér.

 

 

 

 

 

Lestu meira:

Við losum líka mikið af örplasti í okkar daglegu athöfnum, Þegar þú hristir flíspeysu eða skrúfar lokið á plastflösku losar þú dálítið af örplasti.

 

Vísindamaður einn tók sér fyrir hendur að rannsaka örplast í lofti á heimili töframanns og komst að því að magn örplasts í andrúmsloftinu jókst við það eitt að töframaðurinn stokkaði spilin sín – plastagnir úr spilunum dreifðust einfaldlega út í loftið.

 

Skolpvatnið þitt er líka fullt af örplasti. Örðurnar koma m.a. úr þvottavélinni en föt slitna mikið í þvotti. Og það er mikið af plasti í fötunum þínum – það er eitthvert plast í meira en 60% af öllum textílefnum. Hreinsunarstöðvar ná að fjarlægja um 60% af örðum úr skolpinu en afgangurinn berst út í náttúruna.

 

Plast kæfir hvalina

Enn hafa vísindamenn enga heildaryfirsýn yfir afleiðingarnar af þessari ofboðslegu losun örplasts.

 

Þó er vitað að örplastið hafnar í lífverum, allt frá einfrumum upp í stórhveli. Samkvæmt niðurstöðum einnar af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið innbyrða steypireyðar meira en 40 kg af örplasti á dag.

 

Þegar mikið magn af plasti safnast upp í maga dýranna, getur það endað með því að þau hætti að éta. Þeim finnst þau vera södd, þótt plastið veiti auðvitað enga næringu.

Á hverju einasta ári berast 8-10 milljónir tonna af plasti út í heimshöfin og talan mun vafalaust fara hækkandi á komandi árum.

Áhrif örplasts á loftslagið koma meira á óvart. Þessar fíngerðu plastagnir í loftinu geta t.d. stuðlað að aukinni skýjamyndun, rétt eins og aðrar örður í lofti gera. Skýin stuðla að hlýnun á hnettinum með því að halda varmanum inni.

 

En í öðrum tilvikum getur örplastið reyndar haft kæliáhrif. Það fer allt eftir því hvar í gufuhvolfinu það er.

 

Að samanlögðu eru langtímaáhrif örplasts enn óljós. Eitt er þó víst: Örplastið safnast upp í náttúrunni og það eitt út af fyrir sig skapar vandamál, því án tillits til þess hvort það er hættulegt eða ekki, er ógerningur að fjarlægja það.

 

Safnast líka fyrir í okkur

Örplastið er alls staðar í náttúrunni – og þar með er það að sjálfsögðu líka að finna í líkömum okkar sjálfra. Það er líka örplast í þeim mat og drykkjum sem við látum ofan í okkur og það safnast upp. Breskir vísindamenn komust þó að raun um að við fáum í okkur meira plast úr fötum, teppum og veggfóðri en úr grænmeti, fiski og skelfiski sem við neytum.

 

Flestar plasteindirnar skila sér þó sem betur fer á endanum út með saurnum en dágóður slatti verður eftir. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að örplast er að finna víðast í líkamanum, t.d. bæði lifur og lungum.

 

Nokkuð umdeildar niðurstöður rannsóknar frá 2022 sýndu til viðbótar að átta af hverjum tíu þátttakendum í rannsókn höfðu plastsambönd – svonefnda pólýmera – í blóðinu. Sumir vísindamenn gera því skóna að þetta plast gæti verið komið úr rannsóknatækjunum sjálfum.

 

Það vekur óneitanlega enn meiri hroll að svo virðist sem örplast geti borist úr verðandi móður í fóstrið.

Plast hleðst upp í líffærum

Þú getur ekki forðast örplastið. Það er í matnum og loftinu sem þú andar að þér. Og örðurnar setjast jafnvel upp í líffærunum.

1. Við úðum í okkur plasti

Rannsóknir sýna að þú borðar og andar að þér um 50.000 plasteindum á ári. Plastið er yfir og allt um kring; í gólfteppum, fötum, tannburstanum, matarumbúðum og mörgu öðru.

2. Örplastið smýgur inn í líkamann

Innöndunarplast lendir í koki og lungum en það sem þú borðar fer í magann og þarmana. Megnið af því sem þú borðar skilar sér með saurnum en minnstu örðurnar verða eftir í líkamanum.

3. Plastið kemst inn í mikilvæg líffæri

Vísindamenn hafa fundið plast í lungum, lifur, milta, nýrum og jafnvel í fóstrum. Afleiðingarnar eru lítt þekktar en í sumu plasti eru hormónatruflandi eða krabbameinsvaldandi efni sem safnast upp.

Nákvæmlega hvaða áhrif örplastið hefur í líkamanum er enn óvíst. Sumar rannsóknir sýna að það geti skaðað frumurnar eða ögrað ónæmiskerfinu.

 

Í sumum plastefnum er svo líka að finna krabbameinsvalda eða hormónatruflandi efni. En hversu mikið er af þessum efnum eða hve mikla þýðingu þau gætu haft varðandi heilsufar er enn algerlega óvíst.

 

Getum ekki verið án plasts

En það skiptir líklega litlu hverjar afleiðingarnar reynast, því það verður ekki vinnandi vegur að útrýma þessu vandamáli. Ekki eru í sjónmáli neinar lausnir til að safna saman þeim ofboðslega aragrúa plastagna sem er að finna allt umhverfis okkur.

 

Við getum ekki dreift plasteyðandi ensímum yfir landið til að eyða plastinu, m.a. vegna þess að þau myndu líka eyða plasti sem enn er í notkun. Hið sama gildir um mölormana sem geta étið plast. Að auki þyrfti til þess svo ofboðslegan fjölda orma að bara af þeim sökum væri hugmyndin strax óraunhæf.

 

Það besta sem hægt er að gera nú er að reyna að koma í veg fyrir að meira plast berist út í náttúruna. En gallinn er sá að það er ekki mikið til af efnum sem geta komið í staðinn fyrir plast, þannig að við þurfum óhjákvæmilega að nota það áfram. Við getum hins vegar takmarkað notkun þess með meiri og samviskusamlegri endurvinnslu.

Hve mikið plast er endurnýtt?

 

 

Lestu meira

Við þurfum t.d. að takmarka notkun einnota plasts og við þurfum líka að endurhugsa alla plastnotkun þannig að auðvelt verði að endurvinna það plast sem við framleiðum. Það gildir að afar takmörkuðu leyti um það plast sem nú er framleitt.

 

Ein af lausnunum er áríðandi – og helst reyndar í hendur við annað stórt vandamál, sem sé loftslagsvána. Plast er sem sé framleitt úr olíu, jarðefnaeldsneyti sem við getum ekki lengur leyft okkur að nota. Að því leyti má segja að við séum að slá tvær flugur í einu höggi.

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.