Náttúran

Hver andardráttur sogar örplast í líkamann

Örplast hefur lagt undir sig heiminn – líka loftið sem þú andar að þér. Nú hafa vísindamenn fundið örplast inni í líffærunum. Hér sérðu hvaðan allt þetta plast kemur og hvernig við getum losnað við það.

BIRT: 26/11/2023

Þegar lífefnafræðingurinn Janice Brahney safnar upp ryki á afskekktum stað í eyðimörk í vesturhluta Bandaríkjanna er hún í rauninni að leita svara við því hvort fosfór geti breiðst út með lofti. En þegar hún fer að skoða sýnin í rannsóknastofunni, blasir allt annað við.

 

Í smásjánni kemur í ljós að í rykinu er gríðarmikið af plasteindum – kúlum, stubbum og trefjaþráðum í öllum regnbogans litum. Brahney fyllist hryllingi og ákveður að finna skýringuna. Hvernig getur afskekkt og ósnortin eyðimörk verið alþakin plasti?

 

Svarið finnur hún þremur árum síðar, árið 2020, á svipuðum tíma og aðrir vísindamenn rekast á platsttrefjar bæði hátt uppi í Pýreneafjöllum, syðst í Frakklandi og í heimskautasnjó á norðurslóðum.

 

Niðurstöður hennar afhjúpa hrollvekju sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi hnattarins – og heilbrigði mannfólksins.

 

Plastið bjargaði fílunum

Um miðja nítjándu öld stóðu menn frammi fyrir vandamáli. Fílabein sem fengið er úr skögultönnum fíla, var svo eftirsótt til framleiðslu á fjölmörgum vörum, allt frá billjarðkúlum til nótna á píanói, að fílar voru í útrýmingarhættu. Árið 1862 fann breski efnafræðingurinn Alexander Parkes upp gerviefni sem nota mátti í stað fílabeins. Þar með var plastöldin gengin í garð.

 

Nú er plast nánast ómissandi hluti af tilveru okkar. Áratugum saman hefur plast verið notað í nánast allt – og þessi mikla útbreiðsla hefur afleiðingar. Öfugt við náttúruleg hráefni, rotnar plast ekki. Þess í stað brotnar það niður í æ smærri einingar og myndar á endanum þessar örsmáu örður sem nú kallast örplast eða „míkróplast“.

 

Örplastið er skilgreint sem plasteiningar, minni en 5 mm í þvermál og því er skipt í tvo flokka. Annars vegar er svokallað frumplast sem frá upphafi er örsmátt og er ættað úr t.d. fegrunarvörum og fatatrefjum, hins vegar er niðurbrotið plast, ættað úr stærri plasthlutum, svo sem vatnsflöskum, fiskinetum eða bíldekkjum.

Plast frá bílum og vegum er nú talið ein af stærstu uppsprettum örplasts í náttúrunni.

Vísindamenn finna örplast hvar sem þeir leita: Allt frá tindi Everestfjalls niður í dýpstu gjár á sjávarbotni og allt frá skógartjörnum til íssins á heimskautunum.

 

Og plastvandamálið á enn eftir að versna. Samkvæmt spám eykst magn örplasts hratt og í takti við vaxandi plastnotkun.

 

Berst upp í gufuhvolfið

Rannsóknir á þeim plastörðum sem Janice Brahney fann í eyðimörkinni, sýndu að þetta plast hafði borist um langan veg. Nánari greiningar sem Brahney gerði leiddu í ljós að meirihluti örplastsins í vesturhluta Bandaríkjanna var ættaður af vegunum.

 

Við akstur slitna dekkin, vegamálning brotnar niður og plastið í henni leysist upp. Útreikningar Brahneys sýndu að plasteindir af vegunum berast upp í háloftin og að lokum aftur til jarðar í tengslum við regn eða snjó. Meira en þúsund tonn af örplasti berast árlega á friðuð svæði í Bandaríkjunum á þennan hátt.

Plastinu rignir niður

Árið 2020 uppgötvuðu bandarískir vísindamenn að örplast getur borist um langan veg í gufuhvolfinu og borist aftur til jarðar með snjó eða regni.

 

 • 1. Plastið þyrlast frá bílunum

Meira en milljarður bíla fer um vegi hnattarins – langflestir á norðurhveli – og slíta bæði dekkjum og öðru sem í er nokkuð af plasti. Þeir slíta líka vegunum í slitlaginu er líka stundum eitthvað af plasti.

 

 • 2. Vindurinn lyftir plastinu hátt upp

Bílhjólin þeyta þessu plasti upp í loftið þar sem vindurinn tekur við. Sumar örplastflögurnar berast hátt upp með hlýju lofti og dreifast yfir þéttbýl svæði jafnt sem eyðimerkur, m.a. mjög langt til norðurs.

 

 • 3. Plastinu rignir niður yfir okkur

Örplasteindir í loftinu draga til sína raka sem að lokum þéttist nægilega til að mynda regndropa eða snjóflygsur sem falla til jarðar þar sem plastið ratar inn í plöntur, dýr og mannfólk.

Örplast hefur vafalaust verið á ferli í gufuhvolfinu um áratugaskeið. Rannsóknir á plöntum sem fá alla næringu og vökvun úr loftinu, hafa leitt í ljós plastagnir sem áttu uppruna sinn alveg aftur á sjöunda áratug 20. aldar.

 

Auk vegakerfisins á örplastið uppruna sinn m.a. í flöskum, málningu, fiskinetum og pokum sem veðrun, sólskin og vindar leysa upp og berast út á haf með ám og fljótum. Í sjónum heldur plastið áfram að sundrast og berast upp í loftið þegar bylgjur brotna á strönd eða skeri.

Þannig dregur þú úr sorpinu

 

 

Matur, föt og byggingarefni eru meðal þess sem mest áhrif hafa á loftslagið. Skoðaðu þær fjórar gerðir sorps sem losa mestan koltvísýring og hvernig þú getur dregið úr því sorpi sem berst frá þér.

 

 

 

 

 

Lestu meira:

Við losum líka mikið af örplasti í okkar daglegu athöfnum, Þegar þú hristir flíspeysu eða skrúfar lokið á plastflösku losar þú dálítið af örplasti.

 

Vísindamaður einn tók sér fyrir hendur að rannsaka örplast í lofti á heimili töframanns og komst að því að magn örplasts í andrúmsloftinu jókst við það eitt að töframaðurinn stokkaði spilin sín – plastagnir úr spilunum dreifðust einfaldlega út í loftið.

 

Skolpvatnið þitt er líka fullt af örplasti. Örðurnar koma m.a. úr þvottavélinni en föt slitna mikið í þvotti. Og það er mikið af plasti í fötunum þínum – það er eitthvert plast í meira en 60% af öllum textílefnum. Hreinsunarstöðvar ná að fjarlægja um 60% af örðum úr skolpinu en afgangurinn berst út í náttúruna.

 

Plast kæfir hvalina

Enn hafa vísindamenn enga heildaryfirsýn yfir afleiðingarnar af þessari ofboðslegu losun örplasts.

 

Þó er vitað að örplastið hafnar í lífverum, allt frá einfrumum upp í stórhveli. Samkvæmt niðurstöðum einnar af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið innbyrða steypireyðar meira en 40 kg af örplasti á dag.

 

Þegar mikið magn af plasti safnast upp í maga dýranna, getur það endað með því að þau hætti að éta. Þeim finnst þau vera södd, þótt plastið veiti auðvitað enga næringu.

Á hverju einasta ári berast 8-10 milljónir tonna af plasti út í heimshöfin og talan mun vafalaust fara hækkandi á komandi árum.

Áhrif örplasts á loftslagið koma meira á óvart. Þessar fíngerðu plastagnir í loftinu geta t.d. stuðlað að aukinni skýjamyndun, rétt eins og aðrar örður í lofti gera. Skýin stuðla að hlýnun á hnettinum með því að halda varmanum inni.

 

En í öðrum tilvikum getur örplastið reyndar haft kæliáhrif. Það fer allt eftir því hvar í gufuhvolfinu það er.

 

Að samanlögðu eru langtímaáhrif örplasts enn óljós. Eitt er þó víst: Örplastið safnast upp í náttúrunni og það eitt út af fyrir sig skapar vandamál, því án tillits til þess hvort það er hættulegt eða ekki, er ógerningur að fjarlægja það.

 

Safnast líka fyrir í okkur

Örplastið er alls staðar í náttúrunni – og þar með er það að sjálfsögðu líka að finna í líkömum okkar sjálfra. Það er líka örplast í þeim mat og drykkjum sem við látum ofan í okkur og það safnast upp. Breskir vísindamenn komust þó að raun um að við fáum í okkur meira plast úr fötum, teppum og veggfóðri en úr grænmeti, fiski og skelfiski sem við neytum.

 

Flestar plasteindirnar skila sér þó sem betur fer á endanum út með saurnum en dágóður slatti verður eftir. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að örplast er að finna víðast í líkamanum, t.d. bæði lifur og lungum.

 

Nokkuð umdeildar niðurstöður rannsóknar frá 2022 sýndu til viðbótar að átta af hverjum tíu þátttakendum í rannsókn höfðu plastsambönd – svonefnda pólýmera – í blóðinu. Sumir vísindamenn gera því skóna að þetta plast gæti verið komið úr rannsóknatækjunum sjálfum.

 

Það vekur óneitanlega enn meiri hroll að svo virðist sem örplast geti borist úr verðandi móður í fóstrið.

Plast hleðst upp í líffærum

Þú getur ekki forðast örplastið. Það er í matnum og loftinu sem þú andar að þér. Og örðurnar setjast jafnvel upp í líffærunum.

1. Við úðum í okkur plasti

Rannsóknir sýna að þú borðar og andar að þér um 50.000 plasteindum á ári. Plastið er yfir og allt um kring; í gólfteppum, fötum, tannburstanum, matarumbúðum og mörgu öðru.

2. Örplastið smýgur inn í líkamann

Innöndunarplast lendir í koki og lungum en það sem þú borðar fer í magann og þarmana. Megnið af því sem þú borðar skilar sér með saurnum en minnstu örðurnar verða eftir í líkamanum.

3. Plastið kemst inn í mikilvæg líffæri

Vísindamenn hafa fundið plast í lungum, lifur, milta, nýrum og jafnvel í fóstrum. Afleiðingarnar eru lítt þekktar en í sumu plasti eru hormónatruflandi eða krabbameinsvaldandi efni sem safnast upp.

Nákvæmlega hvaða áhrif örplastið hefur í líkamanum er enn óvíst. Sumar rannsóknir sýna að það geti skaðað frumurnar eða ögrað ónæmiskerfinu.

 

Í sumum plastefnum er svo líka að finna krabbameinsvalda eða hormónatruflandi efni. En hversu mikið er af þessum efnum eða hve mikla þýðingu þau gætu haft varðandi heilsufar er enn algerlega óvíst.

 

Getum ekki verið án plasts

En það skiptir líklega litlu hverjar afleiðingarnar reynast, því það verður ekki vinnandi vegur að útrýma þessu vandamáli. Ekki eru í sjónmáli neinar lausnir til að safna saman þeim ofboðslega aragrúa plastagna sem er að finna allt umhverfis okkur.

 

Við getum ekki dreift plasteyðandi ensímum yfir landið til að eyða plastinu, m.a. vegna þess að þau myndu líka eyða plasti sem enn er í notkun. Hið sama gildir um mölormana sem geta étið plast. Að auki þyrfti til þess svo ofboðslegan fjölda orma að bara af þeim sökum væri hugmyndin strax óraunhæf.

 

Það besta sem hægt er að gera nú er að reyna að koma í veg fyrir að meira plast berist út í náttúruna. En gallinn er sá að það er ekki mikið til af efnum sem geta komið í staðinn fyrir plast, þannig að við þurfum óhjákvæmilega að nota það áfram. Við getum hins vegar takmarkað notkun þess með meiri og samviskusamlegri endurvinnslu.

Hve mikið plast er endurnýtt?

 

 

Lestu meira

Við þurfum t.d. að takmarka notkun einnota plasts og við þurfum líka að endurhugsa alla plastnotkun þannig að auðvelt verði að endurvinna það plast sem við framleiðum. Það gildir að afar takmörkuðu leyti um það plast sem nú er framleitt.

 

Ein af lausnunum er áríðandi – og helst reyndar í hendur við annað stórt vandamál, sem sé loftslagsvána. Plast er sem sé framleitt úr olíu, jarðefnaeldsneyti sem við getum ekki lengur leyft okkur að nota. Að því leyti má segja að við séum að slá tvær flugur í einu höggi.

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Sérhæfð líkamsstarfsemi er í umsjá fjölmargra mismunandi líffæra. Hvert um sig sér aðeins um fáein afmörkuð verkefni. En oft mynda tvö eða fleiri líffæri samstarfskerfi til að annast mjög flókin verkefni.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is