Læknisfræði

Hver fann upp blekklessuprófið?

Við störf sín á geðsjúkrahúsi uppgötvar Hermann Rorschach að sjúklingarnir bregðast misjafnlega við blekklessum. Uppgötvunin kveikir honum hugmynd sem á eftir að hafa mikil áhrif á geðlæknisfræðina.

BIRT: 24/01/2024

Strax á barnsaldri gat Svisslendingurinn Hermann Rorschach gleymt bæði stað og stund í Klexógrafíu – leik sem gekk út á að hella blekdropa á pappír og brjóta pappírinn svo saman.

 

Þegar örkin var opnuð aftur hafði blekið myndað ýmis konar mynstur sem hann gat notað sem grunn fyrir teikningu eða orðið innblástur að lítilli sögu. Rorschach litli hafði svo mikla ánægju af þessu að félagar hans gáfu honum viðurnefnið Klechs sem er þýska orðið yfir klessu.

 

Hrifningin á blekklessunum fylgdi Rorschach áfram þegar hann hóf nám í læknisfræði og fékk vinnu á geðsjúkrahúsi í Bern.

 

Þarna byrjaði Rorschach að gera tilraunir með þennan bernskuleik og rannsaka hvers vegna fólk sá mismunandi myndir í blekklessunum; t.d. uppgötvaði hann að skítsófreníusjúklingar brugðust öðruvísi við klessunum en aðrir sjúklingar.

Samkvæmt kenningu Rorschachs getur túlkun blekklessu dugað til að greina persónugerð.

Blettirnir lifðu áfram

Eftir að hafa greint um 300 geðsjúklinga gaf Rorschach út bókina „Psychodiagnostic“ (Geðgreining) árið 1921. Þar setti hann fram þá kenningu að sérvalin blekmynstur megi nota til að greina persónuleika og geðraskanir.

 

Rorschach náði ekki sjálfur að sjá áhrifin af þessari nýju kenningu á sálgreiningar. Árið eftir lést hann úr lífhimnubólgu aðeins 37 ára að aldri.

 

Nú er prófið notað m.a. í Bandaríkjunum og Japan, þrátt fyrir að prófið hafi oft verið gagnrýnt og kallað sýndarpróf eða beinlínis falskt.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Hermann Rorschach

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Kortagerðarmaður gerði jörðina flata – aftur

Lifandi Saga

Japanska Titanic gleymdist

Maðurinn

Vísindamenn kynna: Þessi einfaldi siður getur gert okkur hamingjusamari

Maðurinn

Stór rannsókn: Bresk fyrirtæki taka vel í fjögurra daga vinnuviku.

Læknisfræði

Vísindamenn útbjuggu blöndu af manni og grís

Maðurinn

Vísindamenn: Hér er efnið sem kveikti líf á jörðinni

Menning og saga

Steinaldarkonur veiddu stór dýr

Lifandi Saga

Gallerí: Hver er einræðisherrann?

Heilsa

Árið 2024 er horfið í aldanna skaut: Hér gefur að líta helstu stórviðburði ársins á sviði vísinda

Náttúran

Topp 5: Hve stórir geta mannapar orðið?

Lifandi Saga

5 ástæður fyrir framgangi íslams

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is