Hver kom upp um felustað Önnu Frank?

Þegar Anna Frank og sjö aðrir höfðu verið í felum í tvö ár fundu Þjóðverjar þau skyndilega. Sveik þau einhver eða var um tilviljun að ræða?

BIRT: 05/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Hinn 4. ágúst árið 1944 ruddist þýska öryggislögreglan inn í bakhús í Amsterdam, þar sem átta gyðingar höfðu farið huldu höfði í rúmlega tvö ár.

 

Meðal hinna handteknu sem höfðu falið sig fyrir nasistunum var unglingsstúlkan Anna Frank. Hún lét lífið í útrýmingarbúðum ári síðar en dagbækur hennar frá árum hennar í felum gerðu hana heimsfræga eftir seinni heimsstyrjöld.

 

Allar götur síðan hinn örlagaríka ágústdag árið 1944 hafa sagnfræðingar velt vöngum yfir því hver hafi gefið nasistunum upp felustað Önnu Frank.

Anna lést úr taugaveiki í útrýmingarbúðunum í Bergen-Belsen aðeins fimmtán ára að aldri.

Meira en 30 manns hafa legið undir grun

Bent hefur verið á meira en 30 mögulega sökudólga í ýmsum rannsóknum í gegnum tíðina en enn sem komið er hefur ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti hver átti í hlut.

 

Meðal þeirra sem beinast hefur legið við að benda á eru birgðageymslustarfsmaður og þvottakona sem störfuðu hjá fyrirtækinu sem átti bakhúsið sem Anna duldist í.

 

Rannsóknir og viðtöl hafa þó ekki nægt til að færa sönnur á sekt þeirra.

 

Sumir sagnfræðingar álíta að enginn hafi komið upp um Önnu og felustað hennar, heldur hafi verið tilviljun að hún fannst.

 

Ef marka má hollenska rannsókn er hugsanlegt að lögreglan hafi verið að rannsaka mál sem tengdist fölsun skömmtunarseðla þegar gyðingarnir átta fundust fyrir tilviljun.

 

Óvíst er hvort nokkurn tímann tekst að hafa hendur í hári þess sem kom upp um Önnu Frank.

 

Engin skjöl fyrirfinnast um handtökurnar og flest vitnin eru látin núna.

BIRT: 05/09/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Imageselect

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is