Lifandi Saga

Hver kom upp um felustað Önnu Frank?

Þegar Anna Frank og sjö aðrir höfðu verið í felum í tvö ár fundu Þjóðverjar þau skyndilega. Sveik þau einhver eða var um tilviljun að ræða?

BIRT: 05/09/2022

Hinn 4. ágúst árið 1944 ruddist þýska öryggislögreglan inn í bakhús í Amsterdam, þar sem átta gyðingar höfðu farið huldu höfði í rúmlega tvö ár.

 

Meðal hinna handteknu sem höfðu falið sig fyrir nasistunum var unglingsstúlkan Anna Frank. Hún lét lífið í útrýmingarbúðum ári síðar en dagbækur hennar frá árum hennar í felum gerðu hana heimsfræga eftir seinni heimsstyrjöld.

 

Allar götur síðan hinn örlagaríka ágústdag árið 1944 hafa sagnfræðingar velt vöngum yfir því hver hafi gefið nasistunum upp felustað Önnu Frank.

Anna lést úr taugaveiki í útrýmingarbúðunum í Bergen-Belsen aðeins fimmtán ára að aldri.

Meira en 30 manns hafa legið undir grun

Bent hefur verið á meira en 30 mögulega sökudólga í ýmsum rannsóknum í gegnum tíðina en enn sem komið er hefur ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti hver átti í hlut.

 

Meðal þeirra sem beinast hefur legið við að benda á eru birgðageymslustarfsmaður og þvottakona sem störfuðu hjá fyrirtækinu sem átti bakhúsið sem Anna duldist í.

 

Rannsóknir og viðtöl hafa þó ekki nægt til að færa sönnur á sekt þeirra.

 

Sumir sagnfræðingar álíta að enginn hafi komið upp um Önnu og felustað hennar, heldur hafi verið tilviljun að hún fannst.

 

Ef marka má hollenska rannsókn er hugsanlegt að lögreglan hafi verið að rannsaka mál sem tengdist fölsun skömmtunarseðla þegar gyðingarnir átta fundust fyrir tilviljun.

 

Óvíst er hvort nokkurn tímann tekst að hafa hendur í hári þess sem kom upp um Önnu Frank.

 

Engin skjöl fyrirfinnast um handtökurnar og flest vitnin eru látin núna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

Shutterstock, © Imageselect

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is