Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

Ég tek eftir því að öðru fólki finnst vera svitalykt af mér. En af hverju myndast svitalykt og er hægt að losna við hana?

BIRT: 17/01/2024

Reyndar er það ekki svitinn sem veldur lyktinni, heldur bakteríur sem lifa á húðinni. Þegar ákveðnir svitakirtlar losa svita með fitu og úrgangsefnum brjóta þessar bakteríur niður seytið eða vökvann.

 

Lífefnafræðin hér að baki er ekki að fullu ljós. Þó er vitað að lífefnasambönd, svo sem fitusýrur og svonefnd þíólefni eiga hlut að máli.

 

Svitakirtlarnir, svonefndir fráseytikirtlar, eru í hársekkjum undir höndunum, í nára og höfuðsverði, kringum naflann og endaþarminn og á skapabörmum kvenna og pungi karla.

 

Þessir kirtlar verða ekki virkir fyrr en við kynþroska og þess vegna myndast ekki svitalykt af börnum, alveg sama hve mikið þau hamast.

 

Gen, matur og sápa stjórna svitalyktinni

Svitalykt er nokkuð einstaklingsbundin og nokkuð öruggt er talið að hún tengist erfðum að einhverju leyti.

 

En hafir þú þvegið þér vel og notað bakteríudrepandi sápu við fráseytikirtlana líða margir klukkutímar og oft hálfur sólarhringur áður en fólk í nánd við þig finnur nokkra svitalykt.

 

Vísindamenn telja að ýmsar fæðutegundir valdi sterkari svitalykt, m.a. laukur, hvítlaukur, kál, spergilkál, rautt kjöt og sterkkryddaður matur.

 

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að næstum allir ávextir, sumt grænmeti og egg valdi því að svitinn lykti betur.

 

Verði svitalyktin skyndilega sterkari en áður, getur það verið til merkis um streitu eða sjúkdóm.

4 L af svita geta myndast á klukkutíma við erfiðisvinnu í miklum hita.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is