Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Á sumrin leggst volga vatnið á yfirborðið og sömu sögu er að segja af ís á veturna. Ætti ísinn öllu samkvæmt ekki að sökkva til botns?

BIRT: 10/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Skýringin er sú að vatn hegðar sér ólíkt nánast öllum öðrum þekktum efnum.

 

Langflest efni þéttast og þyngjast þegar þau kólna. Vatn hins vegar þéttist aðeins þar til það nær 4 gráðu hita.

 

Síðan þenst það út aftur og léttist. Þar sem hitastig íss nemur yfirleitt núll gráðum er hann léttari en vatnið umhverfis sem er rétt yfir frostmarki og fyrir vikið flýtur ísinn ofan á.

 

Það að vatn hegðar sér með sérstöku móti í kringum frostmark gerir það enn fremur að verkum að íslag yfirborðsins gegnir hlutverki eins konar einangrunarefnis gagnvart vatninu undir.

 

Þetta leiðir til þess að íslag verður að öllu jöfnu ekki þykkara en sem nemur einum metra og fyrir vikið geta dýr sem lifa í vatni lifað af afar kaldan og langan vetur.

 

Ef vatn byggi ekki yfir þessum eiginleikum myndi ísinn sökkva og stöðuvötn og höf myndu hægt og rólega frjósa alveg niður á botn og að endingu lægi aðeins grunnt vatn efst.

 

Gera má ráð fyrir að loftslag jarðar væri þá allt annað sem hefði örugglega haft áhrif á getu lífs til að þróast í vatni.

 

Hér er svo ekki úr vegi að nefna þá staðreynd að vatn þenst út þegar það kólnar og frýs en margir hafa orðið fyrir því að stinga gosflösku inn í ísskáp og koma að henni sprunginni, auk þess sem frosin vatnsrör eru vel þekkt fyrirbæri.

BIRT: 10/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is