Hvernig voru skildir víkinga?

Endurgerðir á víkingaskjöldum sýna að klæðning með skinnum dýra gerði þá mun traustari.

BIRT: 27/10/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

 

Fornleifafræðingar hafa fundið afar fáa skildi frá víkingatímanum vegna þess að skildir þess tíma hafa jafnan morknað í sundur eftir skamman tíma í jarðveginum.

 

Þeir skildir sem hafa lifað af tímans tönn sýna að víkingar voru með einfalda hringlaga viðarskildi sem voru yfirleitt 75 – 90 cm í þvermál.

 

Skildirnir voru smíðaðir úr þunnum viðarborðum frá ýmsum trjátegundum og rannsóknir hafa sýnt að þeir klofnuðu auðveldlega undan vænu höggi frá öxi eða sverði. Til þess að styrkja skildina betur þöktu víkingar þá með blautum húðum dýra.

 

Þegar húðin þornaði herptist hún saman og styrkti skildina til muna.

 

Rannsóknir sérfræðinga við háskólann í Árhúsum sýna að jafna hafi verið notaðar húðir kinda eða hjartategunda á báðum hliðum skjaldarins. Brúnin var stundum styrkt enn frekar með þykku nautaleðri sem veitti ennþá betri vörn.

 

Á sumum skjaldanna hafa fundist málningarleifar sem benda til að skildirnir hafi verið málaðir. Úthoggnir steinar frá víkingatímanum sem lýsa ýmsum bardögum, renna stoðum undir þessa ályktun.

 

Miðað við skrautgirni víkinga má ætla að skildirnir hafi ekki endilega verið einlitir.

 

Vopn víkinga:

– Spjótið var helsta vopnið í stríði og var notað sem bæði stungu- og kastvopn.

 

– Sverðið var dýrt í smíðum og tilheyrði því einkum höfðingjum. Sverð gátu verið allt að 90 cm löng.

 

– Öxin var vinsæl meðal víkinga. Það þurfti báðar hendur til að höggva með stærstu stríðsöxunum.

BIRT: 27/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is