„Mér finnst ‘Casablanca’ lifa sínu eigin lífi. Það er eitthvað svo margslungið við hana því hún virðist hafa uppfyllt tiltekna þörf“.
Þetta hafði leikkonan Ingrid Bergman að segja um kvikmyndina „Casablanca“. Ingrid Bergman lék sjálf annað aðalhlutverkanna í „Casablanca“ og hlaut einkar lofsamlega dóma gesta kvikmyndahúsanna og gagnrýnenda, þegar myndin var frumsýnd haustið 1942, þó svo að ekki væru allir á einu máli um ágæti myndarinnar.
„Casablanca“ hefur hins vegar orðið sífellt vinsælli með árunum og í dag er hún sögð vera „besta Hollywood-kvikmynd allra tíma“, ef marka má kvikmyndasagnfræðinginn Leonard Maltin.
Myndband: Horfðu á upprunalegu stikluna fyrir Casablanca (1942)
Ein helsta ástæðan fyrir velgengni myndarinnar er að hún þykir afar fagmannlega unnin, auk þess sem erfitt virðist að staðsetja hana í neinum einum flokki kvikmynda, heldur virðist hún jöfnum höndum geta flokkast sem gamanleikur, ástarsaga og spennumynd.
„Til eru betri kvikmyndir. Myndir sem rista dýpra. Kvikmyndir sem fela í sér listrænni sýn, meiri listrænan frumleika og einnig stjórnmálalega merkingu. „Casablanca“ er hins vegar sú kvikmynd sem við kunnum hvað best að meta. Hún fer yfir hefðbundin mörk sem kvikmyndir eru flokkaðar eftir“, ritaði hinn þekkti kvikmyndagagnrýnandi Roger Ebert.
Myndband: Horfðu á nýja stiklu fyrir Casablanca
Bogart og Bergman fremstir í flokki
Auk þess myndar „Casablanca“ ramma utan um stórgóða leikræna tjáningu nokkurra albestu leikara þess tíma. Humphrey Bogart og Ingrid Bergman standa upp úr í kvikmyndinni sem annars hefur jafnframt yfir að ráða úrvalsliði leikara. Sérfræðingar segja sögu myndarinnar jafnframt vera samsetta úr nokkrum lögum.
„Það er ekki ofsögum sagt að „Casablanca“ sé ein besta mynd allra tíma. Þeir sem horfa á hana í fyrsta sinn veita sennilega aðallega athygli yfirborðskenndri ástarsögunni á meðan dýpri boðskapur um samkennd og andeinangrunarstefnu kemur í ljós þegar horft er á myndina í annað, þriðja eða fjórða sinn“, kom fram á netmiðlinum „The Washington Free Beacon“ árið 2012.
Þó svo að „Casablanca“ hafi komið út á allt öðrum tíma, þ.e. á meðan seinni heimsstyrjöld geisaði, nýtur myndin enn mikilla vinsælda meðal kvikmyndaáhugafólks í dag.
Dauðinn var aldrei langt undan þegar Edgar Allan Poe átti í hlut. Þessi bandaríski sakamála- og hrollvekjuhöfundur fann upp hryllingssögu nútímans, jafnframt því sem hann missti alla þá sem voru honum kærir.