Hversu langt getur fugl flogið án þess að lenda?

Sumir fuglar geta flogið ótrúlega langt án þess að lenda. Hvað er metið?

BIRT: 20/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Lappjaðrakan (Limosa lapponica baueri) hefur flogið samfellt í 11 daga og ferðast 13.560 kílómetra  – 510 km lengra en fyrra met. Vísindamenn fylgdu leið og hraða fuglsins af mikilli nákvæmni í gegnum gervihnattasendi.

 

Fuglinn, sem var aðeins fimm mánaða gamall, yfirgaf fæðingarstað sinn í Alaska, flaug suður yfir Kyrrahafið og lenti í Tasmaníu þann 24. október 2022.

 

Til að undirbúa sig  fyrir svona krefjandi ferð borða farfuglarnir mikið magn fæðu vikurnar fyrir brottför. Reyndar taka ungarnir ekki flugið fyrr 4-6 vikum á eftir fullorðnum til að hafa meiri tíma til að vaxa og bæta á fitubirgðir.

 

Stuttu fyrir brottför þrengjast jafnvel ákveðin líffæri þannig að hægt sé að bæta enn frekar á fitubirgðir. Tveimur til fjórum vikum áður en ferðin hefst er fitan aðeins 17 prósent af þyngd fuglsins en það hlutfall fer upp í 58 prósent við brottför. Vísindamenn áætla að þegar fuglinn er loksins kominn á áfangastað hafi hann misst um það bil helming þyngdar sinnar.

 

Albatrossar beisla vindorku

Aðrir fuglar geta líka verið lengi á flugi – albatrossar fljúga t.d. um suðurhvel jarðar og geta farið 22.000 km á 46 dögum.

 

En ólíkt Lappjaðrakanum svífur albatrossinn stóran hluta flugsins. Til þess nýta þeir sér risastóra vængi sína og notar loftstrauma til að halda sér á lofti.

 

Auk þess getur albatrossinn lent á vatni og hvílt sig. Lappjaðrakaninn verður hins vegar að vera stöðugt á flugi því hann er ófær um að lyfta sér til flugs aftur ef hann lendir á vatni.

13.560 kílómetrar – svona langt getur lappjaðrakaninn flogið án þess að taka sér hvíld.

BIRT: 20/12/2022

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is