Maðurinn

Íbúum jarðar fer að fækka eftir aðeins 40 ár

Íbúum jarðar mun ekki fjölga um ókomna framtíð. Ef marka má nýlegar rannsóknir verða íbúar jarðar umtalsvert færri árið 2100 en áður hafði verið talið.

BIRT: 20/02/2023

 

Útlit er fyrir að íbúafjöldinn fari minnkandi strax upp úr miðri þessari öld. Þetta eru óvæntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var við Washington-háskóla í Bandaríkjunum.

 

Vísindamennirnir að baki nýju spánni gera því skóna að fólksfjölgunarkúrfan fari að sveigjast niður á við strax árið 2064 en þá er gert ráð fyrir að íbúafjöldi jarðar muni nema 9,7 milljörðum. Eftir það muni kúrfan fara lækkandi og um aldamótin 2100 er búist við að jarðarbúar verði aðeins 8,8 milljarðar.

 

Þetta er töluvert minni fjöldi en fyrri spár Sameinuðu þjóðanna gerðu ráð fyrir en þeir óttuðust að fólksmergðin yrði komin upp í 10,9 milljarða árið 2100.

 

Samkvæmt nýlegri spá (rauð lína) mun jarðarbúum fækka frá og með árinu 2064, þannig að árið 2100 verði þeir aðeins 8,8 milljarðar - á móti um 11 milljörðum samkvæmt fyrri spám (blá lína).

Þvert á öll lönd heims er greinilegt samhengi milli aðgengis kvenna að menntun og getnaðarvörnum annars vegar og fjölda fæddra barna hins vegar. Því hærra sem menntunarstigið er, þeim mun færri börn eignast konurnar.

 

Börnum fækkar

Í flestum löndum eignast konur innan við tvö börn að meðaltali og fyrir vikið mun fækka í þeim sömu löndum. Alvarlegust er þróunin í Portúgal, Japan, Spáni, Tælandi, Ítalíu og Suður-Kóreu en í þessum löndum er gert ráð fyrir helmingsfækkun íbúa árið 2100.

 

Íbúum mun þó halda áfram að fjölga í einstöku svæðum heims, m.a. í Miðausturlöndum og Afríku en gert er ráð fyrir mestri fjölgun fyrir sunnan Sahara.

 

Íbúarnir eldast

Þegar á heildina er litið er búist við breyttri samsetningu íbúahópanna og eldri hópar eru taldir munu ráða ríkjum.

 

Árið 2100 munu 2,3 milljarðar vera eldri en 65 ára en aðeins 1,7 milljarður undir tvítugu. Fjöldi íbúa yfir áttræðu mun aukast í 866 milljónir, miðað við þá 141 milljón sem fyllir þann aldurshóp í dag.

3 staðreyndir um íbúafjölda framtíðarinnar

Mesta fækkun: Alls 57% fækkun Portúgala. Þeim mun fækka úr 10,68 milljónum (2017) niður í 4,5 milljónir um aldamótin 2100.

 

Mesta fjölgun: Íbúum í Níger mun fjölga úr 21,38 milljón (2017) upp í 185 milljónir um aldamótin 2100, fjölgun sem nemur 780 prósentum.

 

Ísland: Hér á landi er gert ráð fyrir eilítilli fjölgun úr u.þ.b. 340.000 (2017) upp í u.þ.b. 380.000 um aldamótin. 

Þegar á heildina er litið mun þróunin hafa það í för með sér að vinnuaflið mun verða minna hlutfall íbúanna en verið hefur. Fyrir vikið munu mörg lönd, ekki hvað síst þau sem teljast vera hvað ríkust í dag, verða háð innfluttu vinnuafli eigi efnahagsvöxtur að vera viðvarandi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JENS MATTHIESEN

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

Tækni

Hvers vegna sofum við?

Heilsa

Létt þjálfun er áhrifaríkari

Maðurinn

Fimm hollráð vísindamanna: Þannig má breyta leiða í styrk

Tækni

Sólarsellur flytja út í geim 

Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Maðurinn

Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is