Himinninn klofnar og þaðan birtast Múspellssynir, undir forystu jötunsins Surts sem er vopnaður sverði og eldi, á Vígríð. Aðrir jötnar koma úr öllum heimshornum fram á vígvöllinn Vígríða sem er hundrað rastir (mílur) hvern veg, til að berjast við goðin í lokaorrustunni, ragnarökum sem jafnframt táknar heimsendi.
Ásamt Loka og Heljarsinnum ráðast jötnarnir gegn her Óðins sem í eru aðrir guðir og allir einherjar.
Surtur fellir Frey en Óðinn heyr einvígi gegn Fenrisúlfi og Þór gegn Miðgarðsormi. Úlfurinn gleypir Óðinn en Þór drepur Miðgarðsorm en fellur sjálfur fyrir eitri hans. Í lok orrustunnar slengir Surtur eldi yfir heiminn og brennir hann allan til ösku.
Hugmyndir fólks um ragnarök og heimsendi er að finna í tveimur fornum kvæðum, Völuspá og Vafþrúðnismálum en Snorri Sturluson steypti þeim saman í heildstæða atburðarás í Eddu sinni.
Þó goð og jötnar væru þannig svarnir óvinir, virðist almennt ekki hafa verið litið á jötna sem illar verur sem þyrfti að útrýma.
Heimurinn skapaður úr Ými
Áður en kristnin kom til Norðurlanda stóð fólk í þeirri trú að goðin, ekki síst Óðinn, Þór og Freyr eða Freyja, hefðu afgerandi áhrif á hversdagslífið. En heimsmynd trúarbragðanna fólst líka í því að jörðin hefði verið sköpuð úr jötni.
Snorri Sturluson skrifaði Snorra-Eddu á fyrri hluta 13. aldar og felldi þar saman margvíslegar, gamlar goðsögur.
Upphaf heimsins var í tómarúmi sem kallaðist Ginnungagap. Þar mættust hrím að norðan og hiti úr suðri sem bræddi hrímið.
Úr dropunum kviknaði lífið bæði í formi jötunsins Ýmis og kýrinnar Auðhumlu en Ýmir nærðist á mjólkinni sem streymdi úr spenum hennar.
Af Ými voru allir aðrir jötnar komnir þannig að undir annarri hendi hans óx fram karl en kona undir hinni.
Auðhumla nærðist á því að sleikja salta steina. Þegar kýrin sleikti steinana kom fyrst úr þeim mannshár, síðan birtist mannshöfuð og loks maðurinn allur. Sonur hans gekk að eiga dóttur jötuns og synir þeirra voru Óðinn og bræður hans og voru goðin komin af þeim.
1) Yggdrasill 2) Ásgarður 3) Miðgarður 4) Úthafið 5) Útgarðar (heimkynni jötna)
Enginn veit nú með vissu hvernig menn sáu fyrir sér alheiminn og óvíst að allir hafi haft alveg sömu heimsmynd.
Skipting heimsins
Ásgarður var bústaður goða en Miðgarður manna. Heimkynni jötna voru handan úthafsins að sögn Snorra Sturlusonar sem taldi þó upp fleiri heima.
Í Snorra-Eddu segir m.a. frá því að Óðinn kastaði jötunmeynni Hel, dóttur Loka og Angurboðu til Niflheims og gaf henni þar vald yfir níu heimum.
Engin nánari lýsing er til á þessum undirheimum og flestir vísindamenn munu telja að heimsmynd manna hafi verið mismunandi eftir löndum og héruðum. Ásgarður hefur þó almennt verið talinn á himni og þangað lá brúin Bifröst sem menn sjá sem regnboga.
Sú skýring er útbreidd að alheimstréð Askur Yggdrasils hafi staðið í miðju alheims og kringum hann Ásgarður en Miðgarður, heimkynni manna, niðri á jörðu.
Að sögn Snorra voru jötunheimar yst, handan heimshafsins mikla. Aðrar sagnir sögðu jötna búa í fjöllum eða á afskekktum eyjum.
Þessir ættfeður goðanna tóku sig hins vegar til og drápu Ými, þrátt fyrir skyldleikann, fluttu hann út í mitt Ginnungagap og sköpuðu úr honum jörðina.
Sjó og vötn gerðu þeir úr blóðinu, skóga úr hárinu og björgin úr beinunum. Hausinn notuðu þeir í himinn sem þeir létu dvergana, Austra, Vestra, Suðra og Norðra halda uppi.
Jötnar voru samkvæmt þessu lífsnauðsynlegar verur sem urðu til á undan goðum og mönnum. Móðir Óðins sjálfs var dóttir jötuns. Guðir og jötnar voru þannig nátengdir og erfitt að hugsa sér tilveru annarra án hinna.
Loki var til dæmis af jötnakyni en dvaldist með goðunum. Þrátt fyrir allt voru þó guðir og jötnar tvær aðskildar ættir og ræktuðu eilífan fjandskap allt frá drápi Ýmis.
Jötunn á rúnasteini
Lengsta samfellda rúnaletur á steini í Skandinavíu er á steini skammt frá stöðuvatninu Vättern í Svíþjóð. Fræðimenn klóra sér enn í kollinum yfir textanum en þar kemur fyrir orðið iatun eða jötunn í samhenginu: „Hver getur kramið jötun?“
Málvísindamenn telja orðið skylt sögninni að éta og upphafleg merking kynni að vera alæta.
Sú skýring gæti sótt einhvern stuðning í sögunni af för Þórs til Útgarða-Loka. Loki var í för með Þór og þreytti kappát við jötuninn Loga og laut í lægra haldi því Logi var í raun villieldur og át allt jafnt, kjöt, bein og matartrogið.
Myndin á þessum rúnasteini norðvestur af Ystad í Svíþjóð sýnir að sögn fræðimanna jötun ríðandi á úlfi og höggormar mynda taumana.
Öfugt við goðin sjálf er tilgangur jötna í trúarbrögðunum enn umdeildur. Vísindamenn hafa m.a. túlkað þá sem frumbyggja, rándýrsdjöfla í mannsmynd eða leifar enn eldri trúarbragða.
Nú vilja sumir fræðimenn sjá jötnana sem einskonar fulltrúa villtrar náttúru, öfugt við goðin sem verið hafi fulltrúar menningarinnar. Rétt eins og náttúran voru jötnarnir hvorki góðir né illir, heldur bara óumflýjanleg staðreynd.
Og fyrir kom að goðin þurftu að fara um meðal jötna, einkum Þór og fækka þeim til að halda stofninum niðri. Þór var þrumuguð en gerði líka mikið af því að drepa jötna.
Sænsk örnefni
Andstæðingar goðanna sátu þó ekki aðgerðalaus og biðu eftir því að Þór birtist með hamarinn Mjölni. Í goðsögnum er getið ýmissa jötna sem lifðu utan menningarheimsins og guðir og menn töldu þess vegna framandi.
Þrymskviða segir frá jötninum Þrymi sem bjó með hesta og hunda. Honum tókst eitt sinn að stela Mjölni meðan Þór svaf. Þrumuguðinum tókst að stela hamrinum aftur með því að taka á sig gervi Freyju sem Þrymur vildi ólmur fá fyrir konu.
Eftir að goðin drápu Þjasa jötun fór Skaði dóttir hans til Ásgarðs að leita hefnda. Í sáttaskyni var henni boðið að velja sér mann úr hópi goðanna en mátti þó ekki sjá annað en fæturna.
„Á skal að ósi stemma“.
Guðinn Þór þegar hann kastaði steini í klof pissandi jötuns.
Hún valdi fegurstu fæturna en fékk þá sjávarguðinn Njörð en ekki Baldur eins og hún hafði gert sér vonir um.
Hjónabandið entist ekki því Skaði vildi búa á fjöllum en Njörður við sjóinn. Örnefni benda þó til að Skaði hafi öðlast einhvers konar gyðjusess og staðurinn Skadevi í Svíþjóð gæti merkt (heilög) vé Skaða. Þetta telja sumir fræðimenn benda til að Skaði hafi eignast sinn aðdáendahóp meðal manna þótt hún væri jötnaættar.
Heldur lukkulegri urðu málalok hjá Frey sem fékk jötunmeyna Gerði Gymisdóttur fyrir konu en frá því segir í Skírnismálum. Freyr settist í hásæti Óðins en þaðan sást um alla heima. Þá sá hann Gerði og varð yfir sig ástfanginn.
Að endingu fékk hann Gerðar en til þess þurfti hann að láta sverð sitt sem var þeim kostum búið að það barðist sjálft. Þetta kostaði hann lífið í ragnarökum.
Guðir litu niður á jötna
Hjónabönd milli goða og jötna voru þó undantekningar. Goðsagnir segja frá stöku ástarævintýrum karlkyns goða og jötunmeyja en hins vegar misheppnuðum tilraunum karljötna til að ræna gyðjum.
Þetta misræmi skýra sérfræðingar með því að jötnar hafi talist lægri stéttar en goðin. Goðsagnirnar endurspegluðu þannig samtíma sinn þar sem t.d. jarl gat tekið sér bóndadóttur fyrir konu og jafnframt haldið ambáttir sem hjákonur.
Guðirnir áttu sér volduga óvini
Jötnar gátu tekið á sig ýmsar myndir, sumir voru skrímsli en aðrir drykkjuglaðir. Jötnar og goð gátu eignast saman afkvæmi. Og einhvers staðar framundan voru ragnarök – heimsendir.
Tröllormur í hafinu
Miðgarðsormur, Fenrisúlfur og Hel voru afkvæmi Loka og Angurboðu. Á nokkrum rúnasteinum má sjá átök Þórs og þessa sæskrímslis sem teygði sig umhverfis jörðina.
Örn skapaði vindinn
Á norðurenda himins var jötunninn Hræsvelgur í arnarlíki, að sögn Snorra. Hann skapaði vindinn með vængjum sínum. Hræsvelgur merkir „Líkgleypir“.
Ráðagott höfuð
Jötunninn Mímir bjó yfir mikilli visku. Æsir áttu í stríði við Vani. Þeir hjuggu höfuðið af Mími og sendu Óðni það en hann magnaði höfuðið þannig að hann gat haldið áfram að sækja ráð og visku til þess.
Veisla Ægis
Ægir var giftur sjávargyðjunni Rán sem safnaði drukknuðum í net sitt. Í fornkvæðinu Lokasennu eyðileggur Loki veislu Ægis með því að ásaka gesti hans, goðin, um hórdóm.
Banaði Frey með eldi
Í ragnarökum kemur Surtur sunnan úr heitum Múspellsheimi vopnaður sverði og eldinum sjálfum. Hann fellir Frey í bardaga og dreifir svo eldinum yfir allan heiminn og brennir hann.
Stéttamunurinn er sagður staðfestast í Skáldskaparmálum Snorra Sturlusonar þar sem það telst vanvirðing að kalla mann nafni jötuns.
Jötnar reyna iðulega að vinna bug á goðunum en án árangurs. Frá því er sagt að Þór og Loka lá við drukknun þegar Gjálp, dóttir Geirröðar jötuns tók sér stöðu klofvega yfir fljót og meig í það. Þór tók þá stein og kastaði upp í klofið á henni með þessum orðum: „Á skal að ósi stemma“.
Óðinn stal skáldamiðinum
Sumir jötnar virðast hafa verið ævafornar náttúruvættir sem samkvæmt goðsögnum bjuggu yfir mikilli þekkingu. Óðinn þurfti að fórna öðru auganu til að fá að drekka af viskubrunni jötunsins Mímis og ráðgaðist oft við höfuð Mímis eftir að Vanir tóku hann af lífi og sendu Óðni höfuðið.
Í einni af ferðum sínum komst Óðinn yfir sjálfa skáldagáfuna.
Mjöðinn varðveitti jötunninn Suttungur en Óðinn brá sér í líki ungs og myndarlegs manns og samrekkti dóttur Suttungs, Gunnlöðu í þjár nætur. Fyrir vikið leyfði hún honum að súpa á miðinum.
Jötnar í norrænum goðsögnum kynnu að vera ættaðir frá kynnum af Neandertalsmönnum.
Jötnarnir voru ímynd Neandertalsmanna
Í norrænum goðsögnum heyja guðir og jötnar stríð en hafa líka mök saman. Slíkar frásagnir kynnu að hafa þróast frá kynnum nútímamanna af Neandertalsmönnum. Svo hljóðar ein kenningin um uppruna jötna.
Allt frá því á 18. öld hafa sumir fræðimenn haft þá skoðun að trúin á jötna eigi rætur að rekja til frumbyggja á Norðurlöndum. Í bókinni „Jætternes Saga“ frá 2020 setur höfundurinn, Finn Gemynthe, fram uppfærða útgáfu af kenningunni: Jötnarnir eru tákn um hina útdauðu Neandertalsmenn.
DNA-greiningar hafa sýnt að um 2% af erfðaefni Evrópubúa er komið frá Neandertalsmönnum. Sagnir um samfundi og átök goða og jötna gætu því endurspeglað nábýli Homo sapiens við Neandertalsmenn á ísöld:
„Orðið jötunn er komið úr germönsku „etuna“ sem þýðir átvagl. Kaloríuþörf Neandertalsmanna var tvöfalt meiri en nútímamanna!“ Hann telur líka tilvísun til ísaldar í danskri þýðingu á Völuspá þar sem „á fellur um ísdali“ en er reyndar „eitrdala“ í íslenskri útgáfu.
Gemynthe viðurkennir að óvíst sé að munnmæli geti lifað í 38.000 ár en segir það ekki óhugsandi.
Óðinn lét sér þó ekki nægja að súpa á miðinum, heldur drakk hann allan. Síðan brá hann sér í arnarham og flaug með skáldamjöðinn heim til Ásgarðs. Þannig komust goðin yfir skáldagáfuna.
Jötnar urðu að tröllum
Þótt menn viti ýmislegt um jötna í ásatrúnni er ekki alls kostar einfalt að átta sig á því hvaða hlutverki þeir gegndu.
Þeir voru reyndar líka stundum nefndir þursar og það heiti er talið skylt fyrri hluta orðsins „tusmørke“ sem í norsku og dönsku er haft um rökkur, tímabilið fyrir og eftir sólsetur, milli næturmyrkurs og dagsbirtu og þjóðtrú á Norðurlöndum segir þursana birtast í kvöldrökkrinu.
Í heimildum myrðir Þór risa af handahófi - en mörg fórnarlömb hans voru oft algjörlega saklaus.
En hvar þeir stigu fram er óljóst, enda virðist fólk hafa haft ýmsar skoðanir á því hvar þeir bjuggu.
Einhverjir álitu þá hafast við neðanjarðar en aðrir á köldum svæðum í norðaustri. Ægir sem var jötnaættar, átti heimkynni á eyjunni Hlésey sem nú heitir Læsø í Danmörku.
Almennt virðast jötnar búsettir í útjöðrum hins byggilega heims. Þótt Jesús og María kæmu í stað Þórs og Freyju lifðu jötnarnir áfram en urðu að tröllum og fleiri skuggalegum verum.
Í íslenskri þjóðtrú bjuggu tröll í stórum hellum, oft inni á fjöllum eða í árgljúfrum. Slíkar frásagnir er bæði að finna í Íslendingasögum og þjóðsögum. Sú trú að tröll hafi einkum verið á ferli eftir sólsetur er gömul og margar þjóðsögur segja frá tröllum sem urðu að steini þegar sólin rann upp.
Meira um jötna
Norrænar goðsagnir eru varðveittar í Eddu Snorra Sturlusonar eða Snorra-Eddu. Stórir hlutar hennar eru vel læsilegir nútímafólki og sögurnar af goðum og jötnum eru margar bráðskemmtileg lesning.