Menning

Jú, flugvélar ollu hruni tvíburaturnanna

Efasemdamenn telja að tvíburaturnarnir hafi hrunið vegna sprengihleðslna sem var vandlega fyrirkomið í byggingunum. En einfaldur útreikningur gerir lítið úr sterkustu sönnunargögnum samsæriskenningarinnar.

BIRT: 08/08/2023

Þann 11. september 2001 hrundu norður- og suðurturn World Trade Center ásamt minni byggingu, 7 WTC.

 

Opinbera skýringin er sú að tveimur Boeing 767-þotum hafi verið flogið inn í turnana og eldur hafi svo einnig borist í 7 WTC – en það eru alls ekki allir sannfærðir um að þetta sé sannleikurinn.

 

Gagnrýnendur segja hrun turnanna ekki samrýmast náttúrulögmálunum.

 

Háhýsin féllu lóðrétt saman, en í rauninni ætti bygging, sem skaddast á stóru svæði, fyrsta að falla saman þar sem hún skaddast, en síðan ætti það sem eftir er að falla á ská í þá átt, þar sem mótstaða er minnst.

Hin 47 hæða bygging 7 WTC stóð enn þegar tvíburaturnarnir World Trade Center hrundu.

Varð ekki fyrir flugvél

Þessu til viðbótar jókst fallhraðinn jafnt og þétt eins og í frjálsu falli, en það ætti heldur ekki að geta gerst ef opinbera skýringin væri rétt, segja samæriskenningasmiðirnir.

 

Efstu hæðirnar hefðu átt að hægja verulega á sér þegar þær lentu hæðunum fyrir neðan skemmdirnar.

 

Öflugasta sönnunin gegn opinberu skýringunni er þó fall byggingarinnar 7 WTC. Sú bygging varð ekki fyrir flugvél en féll engu að síður lóðrétt saman um sjö tímum á eftir turnunum.

 

Stjórnvöld segja að byggingin hafi fallið saman í stjórnlausan eldsvoða sem eyðilagði allt sem fyrir varð.

 

Gagnrýnendur telja að eldsvoði gæti aldrei náð að skapa þann hita sem þurfti til að eyðileggja þær stálsúlur og bita, sem héldu byggingunni uppi.

 

Skýringin: World Trade Center 7 hrundi eftir eldsvoða

1. Brakhlutar kveikja í

Þegar norðurturninni fellur, berst logandi brak úr honum í 7 WTC og kveikir eld á a.m.k. 10 hæðum á milli 7. og 30. hæðar – af alls 47 hæðum.

2. Eldurinn dreifist

Á hæðum 7-9 og 11-13 magnast eldurinn vegna þess að úðakerfin ráða ekki við hann. Mestur er bruninn á austur- og norðurhlið.

3. Stálsúlur hitna

Lóðréttu burðarsúlurnar og láréttir bitar hitna í 300-600 gráður og þenjast út. Bitarnir ýta súlunum sundur.

4. Fyrsta súlan fellur

Bitarnir á 13. hæð gefa sig undan þrýstingnum og hæðin fellur saman. Fallið ýtir m.a. til bita, sem veldur því að súla 79 svignar.

5. Fleiri súlur falla

Súla 79 fellur. Bitar dragast með og ýta við súlum 80 og 81, sem líka falla. Að austan hrynja hæðirnar og rífa með sér súlur 76-78.

6. Byggingin hrynur

Allar burðarsúlur falla, ein á fætur annarri, frá austri til vesturs. Eftir sjö tíma stendur aðeins burðarþolslaus skel, sem fellur hratt saman ofan frá.

1. Brakhlutar kveikja í

Þegar norðurturninni fellur, berst logandi brak úr honum í 7 WTC og kveikir eld á a.m.k. 10 hæðum á milli 7. og 30. hæðar – af alls 47 hæðum.

2. Eldurinn dreifist

Á hæðum 7-9 og 11-13 magnast eldurinn vegna þess að úðakerfin ráða ekki við hann. Mestur er bruninn á austur- og norðurhlið.

3. Stálsúlur hitna

Lóðréttu burðarsúlurnar og láréttir bitar hitna í 300-600 gráður og þenjast út. Bitarnir ýta súlunum sundur.

4. Fyrsta súlan fellur

Bitarnir á 13. hæð gefa sig undan þrýstingnum og hæðin fellur saman. Fallið ýtir m.a. til bita, sem veldur því að súla 79 svignar.

5. Fleiri súlur falla

Súla 79 fellur. Bitar dragast með og ýti við súlum 80 og 81, sem líka falla. Að austan hrynja hæðirnar og rífa með sér súlur 76-78.

6. Byggingin hrynur

Allar burðarsúlur falla, ein á fætur annarri, frá austri til vesturs. Eftir sjö tíma stendur aðeins burðarþolslaus skel, sem fellur hratt saman ofan frá.

Niðurstaða samsæriskenningasmiðanna er því sú að byggingarnar þrjár hafi hrunið vegna nákvæmlega stýrðrar sprenginga.

 

Þeir halda því fram að í sýnum frá svæðinu séu leifar sprengiefnisins nanotermit, sem hefði getað unnið bug á stálstoðunum þannig að byggingarnar féllu beint niður.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

© henning dalhoff/New York Daily News Archive/Getty Images/ Greg Semendinger/NYPD/AP/Ritzau Scanpix,henning dalhoff/New York Daily News Archive/Getty Images/ Greg Semendinger/NYPD/AP/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is