Kemur þú auga á eiturslönguna?

Hún er sérhæfð í að ráðast á dýr úr launsátri og nánast ógerningur er að koma auga á hana í náttúrulegu umhverfi hennar. Getur þú komið auga á koparnöðruna innan um laufblöðin? Ef ekki, er hjálp að hafa aðeins neðar í greininni.

BIRT: 22/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Koparnaðran sem lifir í Norður-Ameríku, dulbýr sig betur en nokkurt annað dýr.

 

Stundaglaslagaðar rendurnar á koparnöðrunni gera það að verkum að hún rennur nánast alveg saman við laufblöðin í skógarbotninum og þessi eins metra langa eiturslanga kann svo sannarlega að færa sér það í nyt en hún stundar veiðar á þann hátt að hún liggur grafkyrr og bíður eftir að sökkva höggtönnunum í mýs eða froska fyrirvaralaust.

 

Gastu ekki komið auga á hana? Reyndu aftur:

Já, þarna er hún

Koparnaðran sem hylur sig svo vel, er holusnákur, líkt og t.d. skröltormar og í henni leynast tvö holrými – holur – fremst á höfðinu sem í er að finna hitanæm líffæri.

Líffæri þetta ljær þessu hugvitssamlega dýri svokallaða hitasjón sem gerir dýrinu kleift að skynja líkamshita dýra sem hún ásælist og ráðast til atlögu í myrkri.

 

… Og eilítið nær:

Koparnaðran (Agkistrodon contortrix) lifir í Norður-Ameríku, allt frá stórborginni New York í norðri og suður til Mexíkó og vestur til Nebraska. Heiti snáksins á rætur að rekja til koparlits húðlitarins á höfði hans.

Koparnöðrur eru eitraðar en til allrar hamingju eru þær þó sjaldnast banvænar mönnum. Snákur þessi bítur nefnilega fleiri einstaklinga í Norður-Ameríku en aðrar slöngur, sökum þess að snákurinn er mjög útbreiddur og þrífst nánast hvar sem er, meira að segja í úthverfunum.

 

Slangan sprautar úr sér blóðeitri sem kemur í veg fyrir storknun blóðs og getur valdið skemmdum á vef umhverfis það svæði sem hún bítur í.

 

Allt í lagi að horfa en alls ekki snerta. Jafnvel þótt slangan gefi frá sér undarlegan ilm þegar hún er snert en lyktin minnir einna helst á agúrkur.

BIRT: 22/05/2023

HÖFUNDUR: MIKKEL SKOVBO

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Jerry Davis/SssnakeySci/Twitter,© Wikimedia Commons/Wilafa

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is