Lifandi Saga

Kirkjan varaði fólk við: Tómstundir eru hættulegar

Á 19. öld voru kirkjan og verksmiðjueigendur sammála um eitt: Verkafólk átti að strita eins lengi og kostur var – þeirra sjálfra vegna. Meiri frítími myndi bara leiða til meiri drykkjuskapar, hórdóms og slagsmála.

BIRT: 31/12/2023

Þegar víðförli þýski prófessorinn Friedrich von Raumer heimsækir Stóra-Bretland árið 1835 verður hann furðu lostinn. Meðan maskínurnar ganga án afláts og svartur reykur stígur upp úr skorsteinum verksmiðjanna, skemmtir yfirstéttin sér m.a. á refaveiðum. Verkamannastéttin fær ekki að njóta nokkurra tómstunda.

 

„Vinnandi fólk hefur alla jafnan engan aðgang að spennandi viðburðum né skemmtunum og jafnvel á sunnudögum – strangir sem þeir eru hérlendis – á það engan kost á afþreyingu eða dægrastyttingu“, skrifar von Raumer heim til vina sinna í Þýskalandi

 

Landi hans Friedrich Engels sem árið 1843 starfar við textílverksmiðju í Manchester er einnig bálreiður.

„Áfengisdrykkja er nánast eina dægradvölin sem stendur verkafólki til boða“, staðhæfir heimspekingurinn sem fimm árum síðar ritar „Kommúnistaávarpið“ ásamt Karl Marx.

Seven Dials fátækrahverfið liggur að Soho. Meðan á iðnvæðingunni stóð bjuggu sumir af þeim fátækustu í Lundúnum við ömurlegar aðstæður í þröngum, dimmum götum.

Á 18. og 19. öld fluttu milljónir Breta til borganna, þar sem nýjar verksmiðjur sóttust eftir vinnuafli og mögulega beið þeirra betra líf – fjarri hefðbundinni erfiðisvinnu í landbúnaði. En þeir sem fengu vinnu þar, verkamannastéttin, urðu fyrir miklum vonbrigðum.

 

Launin voru hörmuleg og vinnudagurinn endalaus, því um áratugaskeið börðust verksmiðjueigendur og kirkjan hatrammlega gegn frítíma verkafólksins. Tómstundir myndu óhjákvæmilega leiða fólkið í glötun, hljómuðu varnaðarorð valdsmannanna.

 

Afþreying var einungis fyrir elítuna

Allt frá miðöldum hafði frítími verið forréttindi yfirstéttarinnar. Einungis kóngafólk, aðalsmenn og fáeinir auðmenn höfðu tíma og efni á að stunda t.d. veðreiðar og fara í skemmtiferðir til útlanda.

 

Þegar iðnvæðingin dró til sín flóðbylgju af landbúnaðarverkamönnum inn í ótal verksmiðjur stórborganna, fékk verkafólkið í fyrsta sinn fastan vinnutíma. Það fól samt ekki í sér að verkamannastéttin fengi meiri tómstundir.

Refaveiðar með hestum og hundum var ein ástsælasta skemmtun bresku yfirstéttarinnar.

Vinnudagurinn í verksmiðjunum hófst jafnan klukkan fimm á morgnana og dauðþreyttir verkmenn voru að dragnast heim 15 klst. síðar.

 

„Í verksmiðjunni erum við lokaðir inni fram á kvöld í vélasölum sem eru heitari en heitasti dagur sumarsins. Fyrir utan hálftíma matartíma fáum við enga hvíld og aðra fæðu verðum við að sæta færis að tína í okkur meðan við vinnum“, kvartaði einn verkamaður í spunaverksmiðju í Manchester árið 1818.

 

Eftir slíka þrælkun í heila viku höfðu verkamenn enga orku til að stunda eitthvað áhugamál. Þeim var efst í huga að komast heim, fá nóg að borða og skríða síðan örmagna upp í rúmið.

 

Á miðöldum voru ótal helgidagar sem gáfu útslitnum verkamönnum hvíld frá hversdagslegu amstri en mörgum þeirra var slaufað eftir því sem iðnvæðingunni óx ásmegin – til að tryggja sem mestan hagnað verksmiðjueigendanna.

Að mati yfirstéttarinnar stafaði helsta ölvunarvandamál Breta ekki af dapurlegu lífi í fátækrahverfum stórborganna, heldur miklu fremur slæmu siðferði verkalýðsins.

En sunnudagurinn var enginn hvíldardagur fyrir verkafólkið, því presturinn krafðist þess að sjá sóknarbörn sín í kirkjunni alla sunnudaga og bölsótaðist yfir hvers konar fjasi um annað „iðjuleysi“.

 

Kirkjan óttaðist siðferðilega hnignun

Þrátt fyrir að kirkjan væri tryggilega sett í samfélaginu um aldamótin 1800, þá tóku sífellt fleiri að efast um boðskap og erindi hennar.

 

Prestar landsins fylgdust fullir fyrirlitningar með því hvernig verkalýðurinn hunsaði messuvín altarissakramentisins og fór frekar á pöbbinn til að spjalla við félagana yfir einni bjórkollu eða þremur.

 

Og þrátt fyrir að flestir verkamenn hafi samt mætt til kirkju, þá strunsuðu flestir þeirra beint frá húsi Guðs á pöbbana, þar sem jarðneskar freistingar biðu færis að spilla sálum þeirra.

 

„Fyllerí, hanaslagur, slagsmál, leikir og dans hefur verið helsta afþreyingin á þessum stað“, mátti lesa í kirkjuriti frá 1823 um tiltekna krá í Yorkshire. Samkvæmt ritinu var pöbbinn „þekktur fyrir sína siðferðilegu spillingu og illsku á öllum sviðum mannlegrar breytni“.

Kirkjan missti smám saman heljartök sín á heittrúuðu fólki

Kirkjan var þung byrði fyrir lægstu stéttina 

Um aldaraðir lagði kirkjan hald á drýgstan hluta af frítíma sóknarbarna sinna. Það var fyrst á 18. öld sem páfinn og biskupar þurftu að takast á við mótleik upplýsingarinnar. 

 

Þrisvar sinnum dagleg bænastund í kirkjunni, skriftir og tvær guðsþjónustur í viku hverri – alls þessa krafðist hin stranga miðaldakirkja af kristnu fólki. S

 

érhver tómstund átti þannig að helgast Guði að mati kirkjufeðranna. Vopnaðir biblíu og krossi hótuðu prestarnir syndaselunum refsingu og fæst sóknarbörn þorðu að ganga gegn boðum þeirra, enda sögðu prestarnir að hinir veiklunduðu myndu brenna að eilífu í helvíti. 

 

Í byrjun 18. aldar var víðsvegar í Evrópu ólöglegt að sækja ekki sunnudagsguðsþjónustu. Ef fólk sat ekki á sínum stað á kirkjubekknum átti það á hættu að vera sektað eða vera sent í gapastokkinn á torgi bæjarins. 

 

En eftir því sem leið á öldina komu fram hugmyndir innan upplýsingarinnar um deisma, trúarlegt viðhorf sem byggir á að Guð hafi skapað fullkominn heim en blandi sér annars ekkert frekar í gang hans. 

 

Mennirnir áttu að mati heimspekinga upplýsingaaldarinnar að taka rökréttar ákvarðanir óháð kreddum kirkjunnar og öðru yfirvaldi – sem leiddi til þess að sífellt færri kirkjugestir óttuðust refsingu Guðs. 

Kirkjan kærði sig heldur ekkert um ótal markaði sem almúginn dáði í Bretlandi.

 

Þar þóttu drykkjulætin vera of mikil, svo ekki væri minnst á öll veðmálin. Hundar voru látnir etja kappi við greifingja eða naut við gríðarlegan fögnuð manna – fyrir utan allar vændiskonurnar sem spókuðu sig glaðhlakkalega um svæðið og buðu fram blíðu sína.

 

Kirkjan barðist því hástöfum gegn meiri tómstundum verkalýðsins, enda myndi það eðlilega leiða til glötunar hans.

 

„Það er skylda okkar sem varðmanna kristilegra dyggða að vara við þessari aðsteðjandi ógn“, predikaði presturinn Robert Dillon árið 1830 í Lundúnum, meðan aðrir prestar í höfuðborginni vöruðu við „hinum vondu lystisemdum“ og „freistingum andskotans“.

 

En þessi afstaða klerkanna þótti einum sértrúarhópi vera alltof linkuleg. Það voru meþódistar sem einni öld áður höfðu klofið sig frá Church of England, vegna andvaraleysis hennar: Nú beittu þeir hótunum um útskúfun úr söfnuði sínum til að hafa taumhald á safnaðarmeðlimum.

 

„Enginn getur verið meðlimur í samfélagi okkar, fari hann á knæpu“, mátti lesa í tímariti þeirra.

„Það myndi rústa iðnaði þessa lands, ef vinnuvika verkamanna væri stytt til að auka tómstundir þeirra“.

Bómullarjöfurinn í bréfi til breska þingsins, 1847

Auk kirkjunnar unnu verksmiðjueigendur hatrammlega gegn því að verkamenn gætu fengið meiri frítíma. Þeir óttuðust að aukið pöbbarölt myndi draga úr framleiðslugetu versmiðjanna – ýmist vegna mistaka í ljósi timburmanna, ellegar vegna þess að verkamenn myndu melda sig veika.

 

Fyrir vikið beittu þeir áhrifum sínum á stjórnmálamenn; sem dæmi ritaði bómullarjöfurinn David Whitehead árið 1847 til Morpeth lávarðar í efri deild breska þingsins:

 

„Það myndi rústa iðnaði þessa lands, ef vinnuvika verkamanna væri stytt til að auka tómstundir þeirra“.

 

Barist fyrir alsgáðum frítíma

Þrátt fyrir þetta bandalag verksmiðjueigenda og kirkjunnar lét verkalýðurinn sér ekki segjast – þar til harmur hans varð of mikill. Hann stritaði alla vikuna á skítalaunum og fékk aldrei tíma til að slaka á.

Af hverju er ekki hættulegt að búa í Hírósíma?

 

Lengi eftir kjarnorkuslysið í Tjernobyl var hættulegt að búa á svæðinu. Af hverju gilti það ekki um Hírósíma?

 

Lestu einnig:

Verkamenn bundust því samtökum og stofnuðu verkalýðsfélög sem boðuðu til verkfalla en þau gátu oft staðið í marga mánuði. Allt var það gert til að ná betri kjörum. Eftir áratuga skærur neyddist þingið til að samþykkja lagabætur sem smám saman veittu verkafólki meiri frítíma.

 

En margir óttuðust um sálarheill verkalýðsins og töldu hann sóa frítíma sínum í einskis nýta hluti.

 

„Allur sunnudagurinn fer ýmist í eitthvað drykkjurugl eða tilgangslaust gauf. Handverksmenn sjást sjaldan ef nokkurn tíma stunda heilbrigða hreyfingu undir opnum himni“, kvartaði læknir einn í Manchester.

 

Þetta stafaði ekki af því að verkamenn væru sérstaklega mótfallnir líkamsrækt, heldur þurftu þeir að þvælast hingað og þangað til að finna einhver heppileg útivistarsvæði, þar sem þeir gátu athafnað sig. Iðnaðarborgir eins og Manchester og Birmingham voru troðfullar af verksmiðjum og verkamannahverfum og þó að það mætti finna einhvern grænan blett í borgunum, þá var bannað að stunda íþróttir þar.

Einn veigamesti iðnaður í Bretlandi á 18. og 19. öld var bómullarspunaverksmiðjur sem spunnu garð úr bómull frá nýlendunni Indlandi.

Verkamenn börðust fyrir tómstundum í 200 ár

Lúsarlaun og erfiðisvinna frá morgni til kvölds – fyrstu verkalýðsfélögin höfðu ærinn starfa fyrir höndum í Stóra-Bretlandi. Strax í upphafi voru þau ólögleg en með tímanum urðu stjórnmálamenn að breyta landslögum til að mæta kröfum þeirra.

 

Iðnbyltingin skipaði sér fyrst sess í Stóra-Bretlandi og fyrstu verkalýðsfélögin komu því fram þar í upphafi 18. aldar.

 

Breska þingið reyndi í fyrstu að banna verkamönnum að sameinast í félagasamtökum en það leiddi til mikilla mótmæla á götum úti. Í upphafi 19. aldar létu valdhafar loks undan og samþykkt voru fyrstu lögin sem var ætlað að takmarka grófa meðferð vinnuveitanda á verkafólki sínu.

 

Árið 1833 var bannað að ráða börn í vinnu undir níu ára aldri og börn yngri en 13 ára máttu að hámarki vinna 48 tíma á viku en af þeim máttu börnin sækja skóla tvo tíma á degi hverjum. Næsta framfaraskref náðist árið 1847 þegar þingið samþykkti að öll börn yngri en 18 ára, sem og konur í textíliðnaði mættu mest vinna 10 tíma á degi hverjum.

 

Ekkert var hugað að hlutskipti karlmanna en þremur árum síðar fengu þeir þó lögum samkvæmt frí klukkan 14 á laugardögum. Um miðja öldina hafði vinnutími breskra verkakarla minnkað niður í um 12 klukkustundir á dag – einkum vegna áhrifa vinnulöggjafarinnar sem varðaði konur og börn.

 

Á sama tíma voru danskir karlmenn látnir vinna í 14 tíma á dag og ástandið hér á Íslandi var enn verra. Um aldamótin var þó vinnutíminn kominn niður í 10 til 12 tíma í Danmörku. Nokkurra daga orlof fékkst greitt fyrst upp úr 1920, þegar verkalýðsfélög höfðu náð til sín meirihluta verkamannastéttarinnar og gátu beitt samtakamætti sínum.

Fram til þessa höfðu yfirvöld refsað leikglöðum verkamönnum með sektum – af því að þessi ólæti þeirra þóttu ógna almannareglu.

 

En eftir því sem leið á 19. öldina varð mönnum æ ljósar mikilvægi líkamsræktar og læknar hvöttu í auknum mæli alþýðu til að finna sér íþróttir við hæfi.

 

Framfarasinnaðir landeigendur ánöfnuðu borgaryfirvöldum landsvæði nærri húsakynnum verkamanna til þess að koma mætti á laggirnar almenningsgörðum til útiveru fyrir alla.

 

„Ég hygg að það verði að útbúa landsvæði þar sem verkafólk getur leikið sér og slakað á, svo ekki sé minnst á börn þeirra. Þess vegna hef ég opnað fjóra hektara af landi mínu“, tilkynnti landeigandi einn í útjaðri Lundúna sem bauð öllum að koma til að „leika sér og spila“ á landi sínu.

 

Eftir því sem leið á síðari helming 19. aldar lögðu grunnskólar í Bretlandi æ meiri áherslu á leikfimitíma til að efla áhuga á leikjum og hreyfingu.

Ruðningsíþróttin fékk sínar fyrstu rituðu reglur árið 1845.

Á þessum tíma má segja að rúgbí og fótbolti hafi einna helst líkst slagsmálum tveggja liða karlmanna en regluverk varðandi leiki þeirra þróaðist fyrst og fremst til að takmarka ofbeldið. Boltaleikir þóttu á endanum ekki lengur ógna almannaheill.

 

„Íþróttir efla verðmætustu eiginleika samfélagsins, sem og mannlegar dyggðir“, mátti lesa í niðurstöðum þingnefndar árið 1864.

 

Foreldrar studdu íþróttir barna sinna sem þau stunduðu í skólunum og verksmiðjueigendur fjármögnuðu eigin rúgbí- eða fótboltalið sem léku oftast á laugardögum.

 

Einokun elítunnar á skemmtun rofin

Undir lok 19. aldar fengu loksins flestir einhverjar tómstundir. Einokun elítunnar á afþreyingu var lokið. Milli áranna 1860 til 1875 höfðu laun verkafólks hækkað um 40 af hundraði og nú var ekki aftur snúið.

Knattspyrnufélagið Everton FC var stofnað af söfnuðinum í Methodist kirkjunni St. Domingo í Liverpool.

Verkamenn gátu loks flestir lokið vinnudegi sínum kl. 18 og höfðu því tíma til að leika sér með félögunum í boltaleikjum eða taka þátt í hvers konar félagasamtökum. Mikilvæg löggjöf var samþykkt árið 1871 – sem kölluð var Bank Holidays Act – en hún veitti öllum Bretum aukinheldur fjóra frídaga til viðbótar á ári hverju.

 

Kirkjan féll frá hvers konar hótunum um útskúfun verkalýðsins og átti meira að segja ríkan þátt í stofnun fótboltafélaga eins og t.d. Everton FC og Southampton FC – rétt eins og var raunin hérlendis með starfi séra Friðriks Friðrikssonar og íþróttafélagsins Vals. Eins bar við að framsýnir verksmiðjueigendur skipulögðu skemmtiferðir út í náttúruna fyrir verkamenn sína um helgar.

 

Helstu íhaldsmenn Bretlands fylgdust skelfingu lostnir með því hvernig almúginn lagði undir sig almenningsgarða og vogaði sér jafnframt að leggja undir peninga í veðhlaupum hesta, nokkuð sem hafði einvörðungu tilheyrt yfirstéttinni.

 

Í strandbænum Torquay á suðvesturströnd Englands var herramanninum William Miller algerlega nóg boðið einn eftirmiðdag laugardags árið 1888, þegar nokkrir strákar fóru niður á strönd til að baða sig í sjónum. Í bréfi einu til íhaldsmanna hvæsti hann fullur vandlætingar:

 

„Hópur karla kastaði fötum sínum á múrvegginn (þetta var jú frídagur þeirra) og síðan hlupu þeir rakleiðis út í sjóinn eins og villimenn“.

Í lok 19. aldar gátu mjög fáir synt. Þess í stað létu konur sér nægja að vaða í sjóinn á meðan þær héldu í öryggisreipi.

Yfirstéttinni reyndist samt ákaflega örðugt að meina alþýðunni aðgangi að almenningsgörðum í frítíma sínum; það einasta sem hástéttin gat gert var að einangra sig í einkaklúbbum eða að stunda rándýrt sport eins og póló og krikket sem vitað var að útilokaði lágstéttina.

 

Almennur áhugi á virkri þátttöku í hvers konar tómstundum var nú kominn til að vera – en íþróttir voru hreint ekki eini kosturinn. Eins og breski rithöfundurinn George Orwell skrifaði um landa sína:

 

„Annar eiginleiki enskra sem er svo ríkur þáttur í þjóðarsál okkar að við gefum honum varla gaum, er sá að okkur þykir allt forvitnilegt. Hvort heldur um er að ræða blómarækt, frímerkjasöfnun, bréfdúfnaræktun, pílukast eða krossgátur.“

Lesið meira um tómstundasöguna

 

 • J. Walvin: Leisure and Society 1830-1950, Longman, 1978

 

 • R.W. Malcolmson: Popular Recreations in English Society 1700-1850, Cambridge University Press, 2010

HÖFUNDUR: TROELS USSING

© Universal History Archive/Getty Images. © Wikimedia Commons. © Charles Keene/Wikimedia Commons. © Imageselect. © History_docu_photo/Imageselect.

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Sérhæfð líkamsstarfsemi er í umsjá fjölmargra mismunandi líffæra. Hvert um sig sér aðeins um fáein afmörkuð verkefni. En oft mynda tvö eða fleiri líffæri samstarfskerfi til að annast mjög flókin verkefni.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is