Kvendýr selja sig fyrir mat

Vændi er ekki óþekkt í dýraríkinu og hefur t.d. sést hjá simpönsum og mörgæsum. Kvendýrin leyfa þá kynmök í skiptum fyrir mat eða efni til hreiðurgerðar.

BIRT: 08/02/2021

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Dýr – Að lifa af

Lestími: 2 mínútur

Hjá stöku dýrategundum hafa vísindamenn séð atferli sem kalla má vændi. Kvendýrin leyfa þá kynmök í skiptum fyrir ýmsa þjónustu.

 

Vændi meðal mörgæsa og simpansa

Vændi í dýraríkinu sást fyrst meðal aðalsmörgæsa laust fyrir aldamótin 2000.

 

Vísindamenn uppgötvuðu að sumir kvenfuglar voru til í kynmök með öðrum karlfuglum en föstum maka sínum, ef þær fengu í staðinn steina til að nota í hreiðurgerð. Steinar eru mikil munaðarvara meðal mörgæsa enda ekki nóg af þeim til að anna þörfinni.

 

Samsvarandi fyrirbrigði má sjá meðal simpansa þegar apynjur hafa mök við framandi karlpening í skiptum fyrir mat.

 

Sú skýring hefur verið nefnd að karldýrin nýti hvert tækifæri til að reyna að eignast afkvæmi en kvendýrin séu að leita fyrir sér og prófa hæfni karlanna sem mögulegra maka.

 

Dýr beita mismunandi aðferðum til að laða til sín maka. Þessi spörfugl freistar t.d. kvenfugla með peningaseðlum og stolnum munum. Sjáðu myndbandið:

BIRT: 08/02/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is