Hjá stöku dýrategundum hafa vísindamenn séð atferli sem kalla má vændi. Kvendýrin leyfa þá kynmök í skiptum fyrir ýmsa þjónustu.
Vændi meðal mörgæsa og simpansa
Vændi í dýraríkinu sást fyrst meðal aðalsmörgæsa laust fyrir aldamótin 2000.
Vísindamenn uppgötvuðu að sumir kvenfuglar voru til í kynmök með öðrum karlfuglum en föstum maka sínum, ef þær fengu í staðinn steina til að nota í hreiðurgerð. Steinar eru mikil munaðarvara meðal mörgæsa enda ekki nóg af þeim til að anna þörfinni.
Samsvarandi fyrirbrigði má sjá meðal simpansa þegar apynjur hafa mök við framandi karlpening í skiptum fyrir mat.
Sú skýring hefur verið nefnd að karldýrin nýti hvert tækifæri til að reyna að eignast afkvæmi en kvendýrin séu að leita fyrir sér og prófa hæfni karlanna sem mögulegra maka.
Dýr beita mismunandi aðferðum til að laða til sín maka. Þessi spörfugl freistar t.d. kvenfugla með peningaseðlum og stolnum munum. Sjáðu myndbandið:
Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?
Steypireyðurin er sem kunnugt er stærsta spendýr jarðar og Afríkufíllinn stærsta landspendýrið en hvaða spendýr er minnst allra spendýra?