Lifandi Saga

Lafði Díana – síðasti sólarhringurinn 

Ári eftir skilnaðinn frá Karli prins varð Díana prinsessa ástfangin á nýjan leik. Milljarðaerfinginn Dodi Fayed hafði í hyggju að biðja hennar í ágústmánuði árið 1997 en þá voru þau á ofsafengnum flótta undan æsifréttaljósmyndurum á götum Parísarborgar.

BIRT: 01/07/2022

Svarta Benzinum var ekið í gegnum miðborg Parísar á 100 km hraða. Díana og unnusti hennar, Dodi Fayed, þrýstust aftur í bílsætinu af völdum hraðans. Lífvörðurinn, Trevor Rees-Jones sem sat við hlið bílstjórans, herti bílbeltið kvíðafullur á svip.

 

Bílstjórinn leit leiftursnöggt í baksýnisspegilinn til að kanna hvort sér hefði tekist að hrista ljósmyndarana af sér. Hann steig bensíngjöfina í botn og beygði niður í undirgöngin undir torginu Place de l’Alma.

 

Benzinn missti veggripið eitt andartak. Henri Paul ríghélt sér í stýrið og reyndi allt hvað hann gat til að koma bifreiðinni aftur á réttan kjöl. Þegar klukkan var 23 mínútur yfir miðnætti hinn 31. ágúst 1997 hentist bíllinn svo inn í vegginn í hægri hlið ganganna.

 

Bíllinn rásaði frá öðrum vegarhelmingnum til hins og lenti að lokum á steinsteypustólpa með miklum látum og hringsnerist síðan um 180 gráður. Að því loknu staðnæmdist hann. Inni í samanþjöppuðu farþegarýminu ríkti ógnvekjandi þögn. 

Áður en þeir  draga svarta Mercedesbílinn í burtu rannsakar hreinsunarteymi frönsku lögreglunnar bílinn sem Diana hafði ekið nokkrum klukkustundum áður. 

Á meðan Díana barðist fyrir lífi sínu nálguðust ljósmyndararnir slysstaðinn. Þeir höfðu elt prinsessuna allan liðlangan daginn og núna tókst þeim loks að komast nógu nálægt til að ná myndum eins og þá lysti.

 

Kynni Díönu prinsessu og Dodis af helvíti

Níu stundum áður: Díana var sú kona heims sem flestar ljósmyndir höfðu verið teknar af og þessa dagana náði brjálæðið nýjum hæðum. Prinsessan hafði nýverið byrjað að skjóta sér í milljarðaerfingjanum Dodi Fayed. Parið hafði flogið til Parísar fyrr þennan dag í einkaþotu Fayed-fjölskyldunnar.

 

Það heyrðust stöðugir smellir í myndavélunum þegar Díana og Dodi stigu út úr einkaþotunni á Le Bourget-flugvellinum norður af París.

 

„Þessir andskotar láta okkur aldrei í friði“, hvæsti hinn 42 ára gamli milljarðaerfingi.

 

„Þú neyðist víst til að venja þig við það, elskan“, sagði Díana sefandi röddu og veifaði afslöppuð um það bil 20 ljósmyndurum sem þyrptust að landganginum.

Díana prinsessa og Karl Bretaprins ganga hér nýgift út úr kirkju heilags Páls í London sumarið 1981.

Ævintýri Díönu prinsessu endaði sem martröð

Díana var aðeins tuttugu ára að aldri þegar hún varð uppáhald allra Breta og helmings heimsbyggðarinnar. Prinsinn á hvíta hestinum og ævintýralegar hallir voru hins vegar engin trygging fyrir hamingju, átti síðar eftir að koma í ljós.

 

Lafði Díana Spencer gekk að eiga Karl Bretaprins, 13 árum eldri, í glæsibrúðkaupi aldarinnar í kirkju heilags Páls í London sumarið 1981. Alls 750 milljónir sjónvarpsáhorfenda um gjörvallan heim fylgdust með þegar þessi unga og óþekkta aðalskona játaðist krónprinsi Breta.

 

 

Áhorfendur kepptust um að dásama brúðina ungu og perlum prýddan kampavínslitan brúðarkjólinn, með átta metra löngu slöri. 

 

Díana sem var feimin og roðnaði við minnsta tilefni, varð á augabragði „prinsessa fólksins“ en hún var sögð hafa alþýðlega framkomu, sýna öðru fólki áhuga og hafa samkennd með þeim sem minna máttu sín. Allir þessir eiginleikar þóttu vera á skjön við formlega framkomu annarra meðlima bresku hirðarinnar.

 

Díana átti synina Vilhjálm og Hinrik (Harrý) og þó svo að hún áliti móðurhlutverkið vera sitt göfugasta hlutverk nýtti hún vinsældir sínar til að beina athygli fólks að rösklega hundrað mikilvægum málefnum, svo sem eins og baráttu hennar við að útrýma jarðsprengjum og fordómum gegn alnæmissjúklingum. 

 

Hjónaband hennar og Karls einkenndist af átröskun og framhjáhaldi. Hún fór frá prinsinum árið 1996 en var áfram vinsælasti meðlimur konungsfjölskyldunnar, þrátt fyrir skilnaðinn.

Lífvörður Dodis, Trevor Rees-Jones, vísaði parinu umsvifalaust í átt að svörtum Mercedes Benz 600 sem hafði verið lagt nokkra metra frá flugvélinni. Fyrir aftan bifreiðina mátti greina dökkgrænan Range Rover með Henri Paul undir stýri. Paul þessi var aðstoðaröryggisstjóri á einu fínasta hóteli Parísarborgar, þ.e. Ritz hótelinu sem var í eigu vellauðugs föður Dodis, viðskiptajöfursins Mohameds al-Fayed.

 

Henri Paul hafði fengið það verkefni að aka með farangur kærustuparsins inn í borgina. Þegar bifreiðarnar tvær örfáum mínútum síðar voru komnar út á hraðbrautina fylgdi heill herskari af ljósmyndurum í humátt á eftir þeim.

 

„Stígðu bensínið í botn og losaðu okkur við þá“, fyrirskipaði Dodi bílstjóranum.

 

Æstir ljósmyndarar eltu parið

Kl. 15.25: Æsifréttaljósmyndararnir vissu að miklir fjármunir væru í húfi: Dagblöð víða um heim voru tilbúin til að greiða offjár fyrir ljósmyndir af þessu þekkta pari. Ljósmyndarar á vélhjólum og í bílum þeystust fyrir vikið á eftir þeim.

 

Hinn 24 ára gamli Romuald Rat sat á aftursæti Honda-vélhjóls með Stéphane Darmon við stýrið. Á meðan Stephanie reyndi allt hvað hún gat til að elta uppi svarta Benzinn, þrýsti Darmon í sífellu á gikkinn í von um að ná myndinni sem gæti gert honum kleift að setjast í helgan stein.

Díana prinsessa: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi“.

Árið 1995 veitti Diana viðtal við BBC þar sem hún sagði að samband Charles og Camillu Parker-Bowles hefði eyðilagt hjónaband þeirra. 

Ítalskur æsifréttaljósmyndari að nafni Mario Brenna var rétt áður kominn í hóp milljónamæringa vegna óskýrrar ljósmyndar sem hann náði af Díönu og Dodi í innilegum faðmlögum. Brenna kallaði ljósmynd sína „The Kiss“ en hún prýddi allar forsíður þegar þarna var komið sögu og Rat dreymdi um að gera slíkt hið sama og ná ekki síðri mynd.

 

Romuald Rat endasentist á eftir svarta Benzinum, ásamt sjö öðrum ljósmyndurum. Eltingaleikurinn barst víða um stræti miðborgarinnar og allir reyndu ljósmyndararnir að komast sem næst parinu til að ná góðri mynd af þeim.

 

Þegar einum af ljósmyndurunum tókst að taka fram úr Benzinum á 140 km hraða og þvinga bílstjórann til að hægja á sér, greip Rat tækifærið. Þessi lífshættulegi framúrakstur neyddi bílstjórann til að hemla og Rat og hinir ljósmyndararnir óku upp með hliðum Benz-bifreiðarinnar og smelltu af í gríð og erg.

 

Díana prinsessa slappaði af á hótelinu

Kl. 16.30: Þegar Dodi hafði sýnt Díönu glæsihýbýli föður síns í Boulogne-skóginum, fór Díana með unnusta sínum á Ritz hótelið í miðborg Parísar. Bílstjórinn fór með farþegana bakdyramegin, þar sem hótelstjórinn tók á móti þeim.

 

Díönu og Dodi var fylgt upp í konungasvítuna á Ritz en um var að ræða glæsilegustu og dýrustu hýbýli hótelsins. 

Breskur lögreglumaður heldur aftur af áhugasömum ljósmyndurum 12. júlí 1996 – daginn sem tilkynnt var um skilnað Díönu við Karl Bretaprins.

Þegar dyrnar að 218 m² stórri svítunni höfðu lokast á eftir parinu stefndi Díana rakleitt í átt að svölunum og dró þung gluggatjöldin frá. Hún horfði niður á Place Vendôme-torgið, þar sem hópur ljósmyndara keðjureykti og horfði eins og soltnir úlfar í átt að svítunni.

 

Díana hafði hugsað sér að kaupa gjafir handa sonum sínum, Vilhjálmi sem þá var 15 ára gamall og hinum 12 ára gamla Harrý, í einni af verslununum á Champs Élysées breiðstrætinu en hún hætti við áformin og bað einn úr starfsliði hótelsins um að sinna fyrir sig innkaupunum.

 

Þetta hafði verið langur og strangur dagur og Díana og Dodi voru bæði orðin lúin. Þau settust niður og slökuðu á, skáluðu í kampavíni og spjölluðu í síma við vini og ættingja, hvort úr sínu herberginu í hótelíbúðinni.

 

Díana hringdi m.a. í vin sinn Richard Kay sem var blaðamaður á síðdegisblaðinu Daily Mail.

 

„Ég er svo innilega hamingjusöm“, trúði hún Kay fyrir og sagði honum jafnframt að hún hygðist draga sig í hlé frá sviðsljósinu og hætta öllum góðgerðarstörfum. Þess í stað ætlaði hún sér að lifa rólegu lífi ásamt Dodi.

 

„Þá get ég lifað líkt og mig hefur alltaf dreymt um. Ekki sem átrúnaðargoð, heldur venjuleg manneskja“, sagði hún máli sínu til útskýringar.

 

Díana hefur þurft að gjalda það dýru verði að tilheyra fjölmiðlafárinu sem stöðugt er í kringum hana, því karlmenn eru engan veginn allir tilbúnir til að lifa í sviðsljósinu sem sífellt lýsir upp nágrenni Díönu.

Díana prinsessa þráði ást

Díana lýsti hjónabandi sínu við Karl Bretaprins sem óhamingjusömu. Jafnvel fyrir skilnaðinn árið 1992 og lögskilnaðinn fjórum árum síðar leitaði hún ástarinnar hjá öðrum karlmönnum. 

Leynilegur elskhugi Díönu prinsessu

Hjónabandið við Karl Bretaprins var tilfinningasnautt og þess vegna hóf Díana ástarsamband við hinn 28 ára gamla lögreglumann James Hewitt árið 1986. Hann var yfirmaður í breska hernum og einnig reiðkennari Díönu. Sambandið stóð yfir í fimm ár.

 

Sögusagnir voru um að yngsti sonur Díönu, Harry Bretaprins (fæddur 1984), líktist Hewitt meira en eiginmanni hennar Charles og að lögreglumaðurinn væri faðir drengsins. Sá orðrómur á hins vegar ekkert við í raunveruleikanum að styðjast.

Stóra ást Díönu prinsessu

 

Í tvö ár reyndi Díana að vinna hug og hjarta bresk-pakistanska hjartalæknisins Hasnat Khan. „Ég held ég hafi hitt “ Mr. Wonderful’. Hann er með flauelsmjúk, dökkbrún augu sem þú getur bara sokkið ofan í,“ sagði hún vinkonu sinni Simone Simmons árið 1995.

 

En Khan var ekki undirbúinn fyrir þá miklu fjölmiðlaathygli sem sambandið myndi hafa í för með sér. Díana var því niðurbrotin þegar hún hitti Dodi í júlí 1997.

Heit sumarást Díönu prinsessu

 

Dodi Fayed var þekktur fyrir að vera forríkur glaumgosi. Árið 1987 giftist hann og skildi við tískufyrirsætuna Suzanne Gregard – á sama árinu.

 

Stuttu áður en hann kynntist Díönu hafði Dodi keypt  glæsilegt einbýlishús í Malibu í Kaliforníu fyrir sig og unnustu sína, Kelly Fisher. Vinir Díönu fullyrtu að Díana væri bara að daðra við Dodi Fayed til að gera Hasnat Khan afbrýðisaman.

Þrátt fyrir að hún reyni að róa Dodi niður með orðum sínum finnur Díana einnig mjög vel fyrir því að ljósmyndararnir gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja tilveru hennar. Í réttarhöldum gegn einkar ágengum ljósmyndara árið 1996 hafði hún sagt:

 

„Ég er fangi á eigin heimili. Ef ekki verður unnt að hemja þetta áreiti mun það skaða heilsu mína varanlega. Ákærði hefur keyrt svo nærri bifreið minni að við höfum rekist saman oftar en einu sinni“.

 

Blaðaljósmyndarar um heim allan sýna enga miskunn. Slúðurblöðin sem birta sífellt nýjar myndir af Díönu, eru rifin niður úr hillum blaðasalanna og ljósmyndarar geta grætt verulega ef þeir ná réttu myndinni.

 

Dodi keypti trúlofunarhring handa Díönu prinsessu

Kl. 18.00: Á meðan Díana fór til hárgreiðslumeistarans á snyrtistofu hótelsins bað unnusti hennar lífvörð sinn, Trevor Rees-Jones, um að sinna fyrir sig mikilvægu erindi. Erindið var að skreppa í skartgripaverslun rétt við hliðina á hótelinu en þar sem Dodi vissi af ljósmyndaraþvögunni fyrir utan hótelið lét hann aka sér þessa hundrað metra til skartgripasalans.

 

Auðkýfingssonurinn var þá þegar búinn að panta hring hjá gullsmiði þessum, Alberto Repossi sem sýndi honum nú hringinn: Hringur gerður úr hvítagulli með sexstrendum smaragði og áletruninni „Dis-moi Oui“ (svaraðu mér játandi). 

Hótel Ritz í París var í eigu auðjöfursins  og föður Dodi, Mohamed Al-Fayed, sem einnig átti hina virtu stórverslun Harrods í London. 

Dodi hrósaði skartgripnum en á meðan gullsmiðurinn kom hringnum sem kostaði 2,5 milljónir íslenskra króna, fyrir í lítilli flauelsöskju kom Dodi auga á annan hring.

 

„Kannski hún kynni betur að meta þennan“, velti hann fyrir sér og hélt glitrandi hringnum upp mót ljósinu.

 

„Er í lagi að ég taki báða? Þá getur hún sjálf valið“, spurði Dodi.

 

Fyrr þetta sama sumar hafði Dodi opinberað trúlofun sína með bandarískri ljósmyndafyrirsætu að nafni Kelly Fisher og ætlunin hafði verið að halda glæsilega brúðkaupsveislu í ágúst. En örlögin vildu annað: Í júlí hafði faðir hans nefnilega boðið Díönu prinsessu og sonum hennar tveimur í frí í sumarhöll fjölskyldunnar í St. Tropez í Frakklandi og þá má segja að hjólin hafi tekið að snúast hratt.

 

Dodi og Díana þekktu sama fólkið og höfðu kannast hvort við annað í nokkur ár en í sumarfríinu í Frakklandi upphófst eldheitt ástarævintýri þeirra sem Dodi nú hugðist innsigla með hring.

Díana og Dodi náðust á eftirlitsmyndavélum hótelsins stuttu áður en prinsessan lést.

 Þegar Dodi kom aftur í hótelíbúðina skoðaði hann báða hringana og ákvað að halda einungis þeim sem hann hafði fyrst pantað. Hann stakk öskjunni í vasann og bað hótelstjórann um að skila hinum.

 

Bílstjóri gleypti töflur

Kl. 19: Díana og Dodi reyndu að laumast út gegnum bakdyr hótelsins í því skyni að fara í tíu herbergja glæsiíbúð hans en ljósmyndararnir höfðu veður af þeim og sátu fyrir þeim. Henri Paul fylgdist með fjaðrafokinu utan af gangstéttinni og sá að kærustuparinu var ekið á brott í Range Rover-bifreið lífvarðanna.

 

Þegar bifreiðin sem Díana og Dodi voru farþegar í var komin fyrir hornið leit Henri Paul á klukkuna. Klukkan var 19.05 og hann ákvað að nú væri vinnudegi hans lokið.

 

Áður en Henri Paul fór af staðnum bað hann afleysingamann sinn um að hringja ef svo undarlega vildi til að Díana og Dodi kæmu aftur á hótelið þetta kvöld. Síðan settist hann inn í svörtu Austin Mini-bifreiðina sína og ók heim til sín.

Þegar Díana yfirgaf Hótel Ritz leit hún kvíðin út um afturrúðuna til að fylgjast með ljósmyndurunum. Andlitsdrættir bílstjórans eru í engu samræmi við þrúgandi andrúmsloftið í bifreiðinni.

Henri Paul var piparsveinn og með flugmannsréttindi. Takmörkuðum frítíma sínum varði hann gjarnan í að fara í flughermisleiki í leikjatölvunni. Þegar hann var yngri að árum dreymdi hann um að verða flugmaður í flughernum en því miður var hann með of lélega sjón til að verða tekinn inn í flugherinn. Nú lifði hann og hrærðist fyrir starf sitt sem varaöryggisstjóri á Ritz og bílstjóri fína fólksins á hótelinu.

 

Henri var með farsímann á sér öllum stundum og hótelið hafði leyfi til að ónáða hann á öllum tímum sólarhringsins. 

 

Henri Paul hafði á sumum tímabilum ævi sinnar glímt við þunglyndi og of mikla drykkju. Líkt og hann gerði öll önnur kvöld gleypti maðurinn um áttaleytið þetta kvöld þann skammt af þunglyndislyfjum sem læknirinn hafði uppálagt honum að taka gegn þunglyndi og fíkn.

 

Hann fór í sturtu, rakaði sig og hringdi síðan á hótelið til að heyra fréttir af ferðum Díönu og Dodis. Hótelið gat upplýst hann um að enginn vissi enn fyrir víst hvort parið kæmi aftur á hótelið þetta kvöld.

 

Dodi afbókaði borð á veitingastað

Kl. 22: Díana og Dodi höfðu ætlað sér að snæða rómantískan kvöldverð á Benoit Paris, sérlega vinsælum Michelin-veitingastað í París. Lífverðirnir óttuðust hins vegar að parið fengi ekki stundarfrið á staðnum og mæltu í staðinn með því að þau fengu sér að borða á veitingastaðnum L’Espadon inni á Ritz hótelinu.

 

Í sömu andrá og Dodi og Díana stigu út á torgið fyrir framan íbúð Dodis við Sigurbogann voru þau umkringd ljósmyndurum. 

„Þetta eru alger skrímsli,“

bætti Díana við og leit í átt til ljósmyndaranna sem högguðust varla þegar bifreiðin rann af stað.

Myndavélaglampar lýstu upp næturhúmið og lífverðirnir neyddust til að stugga við æstu fjölmiðlafólkinu til þess að koma skjólstæðingum sínum á brott.

 

„Þetta er of mikið af því góða! Ljósmyndarafjöldinn er hreint út sagt geðveikislegur“, andvarpaði Dodi um leið og honum tókst að setjast í aftursæti Benz-bifreiðarinnar sem beið þeirra.

 

„Já, þetta eru alger skrímsli“ bætti Díana við og leit í átt til ljósmyndaranna sem högguðust varla þegar bifreiðin rann af stað.

 

Æsifréttaljósmyndararnir eltu bifreiðina á mótorhjólum sínum og þeir Parísarbúar sem ætlað höfðu í kvöldgöngu þrýstu sér skelfdir upp að húsveggjunum til að verða ekki undir ökutækjunum sem þeyttust eftir gangstéttinni í því skyni að komast sem næst Benzinum.

 

Þegar Díana og Fayed komu á hótelið kl. 21.52 mættu þeim tuttugu ljósmyndarar til viðbótar sem tróðu linsum sínum alveg upp í andlitin á þessum tignu hótelgestum. 

 

Díana sem var frjálslega klædd í hvítum síðbuxum og svörtum jakka, flýtti sér að hringhurð hótelsins með Dodi og Rees-Jones á hæla sér.

Diana, Dodi og lífvörður þeirra komast í skjól æsifréttaljósmyndara inn á Hótel Ritz.

Þau skunduðu í átt að veitingastaðnum, þar sem Díana pantaði sér eggjaköku með aspas og sveppum í forrétt, svo og sólflúru með djúpsteiktu grænmeti í aðalrétt. Dodi lét sér nægja grillaða sandhverfu og bað þjóninn jafnframt um að færa þeim eina flösku af Taittinger-kampavíni.

 

Tveir gestir veitingahússins vöktu strax grunsemdir hans. Á gólfinu við borð þeirra var að finna nokkra stóra plastpoka og Dodi óttaðist að gestirnir væru ljósmyndarar sem reyndu að villa á sér heimildir með því að stinga myndavélunum niður í plastpoka.

 

Hann gerði sér grein fyrir að áform hans um rómantískan kvöldverð væru að engu orðin.

 

„Gjörið svo vel að færa okkur matinn upp á herbergi“, sagði hann við þjóninn og dreif sig upp í hótelíbúðina ásamt Díönu.

 

Bílstjórinn narrar

Kl. 22.07: Henri Paul dreif sig aftur í vinnunna eftir að hafa fengið boð þar að lútandi frá undirmanni sínum. Eftirlitsmyndavélar sýndu að hann átti í mesta basli með að leggja bifreiðinni, þrátt fyrir nægilega stórt bílastæði.

 

Eftir að hafa arkað í sífellu um anddyri hótelsins og hlaupið upp stigann og inn í glæsiíbúðina nokkrum sinnum, fór Henri Paul inn á hótelbarinn sem kallaðist Vendôme.

MYNDBAND: Æsifréttaljósmyndamenn ráku Díönu á sjóinn

Æsifréttamenn lágu stöðugt í leyni – jafnvel í fríi Díönu og Dodi um borð í snekkju sonar milljarðamæringsins í Miðjarðarhafinu.

Þar sátu Rees-Jones og annar lífvörður að snæðingi. Pínaóleikari lék lög eftir Elton John. Henri Paul pantaði sér eitt glas af Ricard, hefðbundnum frönskum snafs með anísbragði og hálftíma síðar annað glas.

 

Henri var frekar órólegur að sjá og keðjureykti vindla. Hann skrapp út af hótelinu nokkrum sinnum til að kanna aðstæður. Ljósmyndararnir héldu enn til fyrir utan en Henri hló bara að þeim.

 

„Þið náið okkur ekki í kvöld. Þið skuluð ekki einu sinni reyna“, sagði hann hæðnislega.

 

Örfáum mínútum síðar stakk hann höfðinu aftur út fyrir.

 

„Eftir tíu mínútur“, lofaði hann ljósmyndurunum og rétti upp tíu fingur.

 

Dodi ætlaði sér að narra ljósmyndarana

Sunnudaginn 31. ágúst kl. 0.18: Ritz hótelið er enn umkringt æsifréttaljósmyndurum sem reyna að troðast sem næst aðalinngangi hótelsins. Dodi er með áform um að koma sér og Díönu óséðum burtu þaðan.

 

Svörtu Benz-bifreiðinni og Range Rover-jeppanum sem parið og aðstoðarfólk þess höfðu notað fyrr þennan dag, er ekið upp að aðalinnganginum, líkt og til að vekja athygli ljósmyndaranna. Á meðan ætlaði parið að laumast út bakdyramegin, ásamt lífverðinum og keyra á brott í bílaleigubíl af gerðinni Mercedes 280 S með Henri Paul undir stýri.

Fjórmenningar á fleygiferð um Parísarborg

Díana prinsessa mætti skapara sínum í aftursætinu á svartri Mercedes Benz-bifreið. Í frönskum borgum má að hámarki aka á 50 km hraða en bílstjórinn ók á tvöföldum þeim hraða. Í bílnum voru alls fjórir og aðeins einn þeirra lifði slysið af, þ.e. lífvörðurinn.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

„Drífum okkur nú“, sagði lífvörðurinn við Trevor Rees-Jones og kl. 0.18 fylgdi hann Díönu og Dodi út um bakdyrnar.

 

Á meðan Díana og Dodi komu sér fyrir í aftursætinu settist lífvörðurinn í farþegasætið við hlið bílstjórans. Henri Paul sem sat undir stýri, hrópaði stríðnislega í átt að þeim ljósmyndurum sem ekki höfðu látið gabbast.

 

„Að þessu sinni náið þið okkur ekki“, sagði hann sigri hrósandi um leið og hann steig bensíngjöfina í botn.

 

Geðveikislegur akstur endaði með ósköpum

Kl. 0.23: Með lyf og áfengi í blóðinu, á 100 km hraða sem var tvöfaldur leyfilegur hámarkshraði, ók Henri Paul sem þekkti borgina líkt og handarbakið á sér, beint í áttina að íbúð Dodis, með lítinn hóp ljósmyndara á eftir sér.

 

Díana leit kvíðin út um afturrúðuna til að fylgjast með ljósmyndurunum sem voru komnir langleiðina upp að bílnum þegar hann staðnæmdist á rauðu ljósi. Henri Paul steig bensíngjöfina í botn áður en græna ljósið fór að loga, í tilraun til að hrista ljósmyndarana af sér.

 

Hann beygði inn á akreinina lengst til hægri á fjögurra akreina veginum sem lá meðfram Signu og tók stefnuna á göngin undir torginu Place de l’Alma, jafnframt því sem hann leit ítrekað í baksýnisspegilinn.

Lét leyniþjónustan myrða Díönu?

Ýmsar samsæriskenningar ganga út á það að andlát Díönu hafi ekki orsakast af slysi. Ein þekktasta kenningin gengur út á það að breskir njósnarar hafi verið að verki, samkvæmt fyrirskipun frá konungsfjölskyldunni.

 

Kenning: Konungsfjölskyldan stóð fyrir slysinu

Faðir Dodis, Mohamed al-Fayed sem nú er 92 ára að aldri, staðhæfði að banaslysið hefði verið skipulagt og að eiginmaður Bretadrottningar, Filippus prins, stæði fyrir því. Hann sagði hirðina hafa viljað koma í veg fyrir að Díana gengi að eiga múslíma sem þar með hefði orðið stjúpfaðir ríkisarfans, Vilhjálms.

 

Kenning: Díana var þunguð

Lífseig kjaftasaga gekk út á það að Díana hefði átt von á barni með Dodi Fayed og að svívirt konungsfjölskyldan hefði fyrir vikið sent leyniþjónustuna til Parísar. Þar átti leyniþjónustan svo að hafa fengið Henri Paul til liðs við sig. Breskir réttarfarslæknar neituðu því hins vegar staðfastlega að Díana hefði verið ófrísk þegar hún lést.

 

Kenning: Hvít Fiat-bifreið olli slysinu

Ef marka má sjónarvotta straukst hvítur Fiat Uno utan í Benzinn rétt áður en slysið bar að höndum. Lögreglunni tókst aldrei að finna bifreiðina en fylgjendur samsæriskenningarinnar segja breska njósnara hafa notað Fiatinn til að loka götunni. Sérfræðingar í umferðarslysum segja fráleitt að unnt hefði verið að hefta för níðþungrar Mercedes Benz-bifreiðarinnar með litlum Fiat Uno.

Ljósmyndarinn Romuald Rat sem var farþegi aftan á mótorhjóli, reyndi að halda í við bifreiðina en bilið milli hans og bílsins jókst aftur á móti stöðugt. Við innganginn að Pont d’Alma-göngunum missti Henri Paul skyndilega stjórn á bifreiðinni sem rakst á vegg ganganna á 105 km hraða, kastaðist yfir á vegginn hinum megin og rakst þar á steinsteypusúlu.

 

Henri Paul og Dodi létust báðir á slysstaðnum en Rees-Jones slasaðist lífshættulega og hékk hálfur út úr mjög illa löskuðu bílflakinu. Díana sat föst fyrir aftan hann og þrýstist haka hennar niður að bringunni.

 

Fyrstu sjónarvottarnir að slysinu voru æsifréttaljósmyndararnir, m.a. Rat. Hann stökk af hjólinu og nálgaðist í skelfingu klessta bifreiðina og limlesta líkamana í henni. Andartaki síðar voru hann og hinir ljósmyndararnir farnir að taka myndir í gríð og erg.

 

Díana prinsessa stundi af sársauka

Kl. 0.26 birtist læknir að nafni Frédéric Mailliez. Hann koma akandi gegnum göngin af algerri tilviljun og mat aðstæður á þann veg að Díana hefði mesta von um að komast lífs af, svo hann einbeitti sér að því að hlúa að henni á meðan hann beið eftir sjúkrabílnum.

 

Díana var með örlítilli meðvitund og stundi og kveinkaði sér af sársauka. 

Ritz hótelið

Díana og Dodi Fayed reyndu að laumast út um bakdyr Ritz hótelsins tuttugu mínútum eftir miðnætti. Hjúin komu sér fyrir í aftursætinu í svörtum Benz og hugðust flýja yfir í íbúð Dodis. Henri Paul ók bílnum og við hlið hans sat lífvörðurinn Trevor Rees-Jones.

Dodi vildi biðja Díönu á heimili sínu

Díana og Dodi hugðust verja síðustu nóttinni í París í tíu herbergja glæsiíbúð Dodis við Sigurbogann. Þar hafði Dodi skilið trúlofunarhringinn eftir og þar ætlaði hann sér að biðja prinsessunnar.

Slys undir yfirborðinu

Þegar bílstjóri Díönu reyndi að losa sig við ljósmyndarana gaf hann allt í botn og náði hvað eftir annað meira en 100 km hraða. Inni í göngunum undir Place de l’Alma missti hann stjórn á bifreiðinni og hún lenti á steinsteypusúlu í göngunum.

Ekkert sem læknarnir gátu aðhafst

Díönu var ekið í sjúkrabíl á Pitié Salpétrière-sjúkrahúsið kl. 2.06, þar sem læknarnir gerðu samstundis á henni aðgerð. Kl. 3.45 urðu læknarnir að horfast í augu við að engin leið væri að bjarga lífi hennar.

Ritz hótelið

Díana og Dodi Fayed reyndu að laumast út um bakdyr Ritz hótelsins tuttugu mínútum eftir miðnætti. Hjúin komu sér fyrir í aftursætinu í svörtum Benz og hugðust flýja yfir í íbúð Dodis. Henri Paul ók bílnum og við hlið hans sat lífvörðurinn Trevor Rees-Jones.

Dodi vildi biðja Díönu á heimili sínu

Díana og Dodi hugðust verja síðustu nóttinni í París í tíu herbergja glæsiíbúð Dodis við Sigurbogann. Þar hafði Dodi skilið trúlofunarhringinn eftir og þar ætlaði hann sér að biðja prinsessunnar.

Slys undir yfirborðinu

Þegar bílstjóri Díönu reyndi að losa sig við ljósmyndarana gaf hann allt í botn og náði hvað eftir annað meira en 100 km hraða. Inni í göngunum undir Place de l’Alma missti hann stjórn á bifreiðinni og hún lenti á steinsteypusúlu í göngunum.

Ekkert sem læknarnir gátu aðhafst

Díönu var ekið í sjúkrabíl á Pitié Salpétrière-sjúkrahúsið kl. 2.06, þar sem læknarnir gerðu samstundis á henni aðgerð. Kl. 3.45 urðu læknarnir að horfast í augu við að engin leið væri að bjarga lífi hennar.

Það leið næstum klukkustund áður en sjúkraflutningafólkinu tókst að klippa hana úr flakinu og þegar sjúkrabifreiðin kom á áfangastað á Pitié Salpétrière-sjúkrahúsið skömmu eftir kl. 2 hafði hún farið í hjartastopp nokkrum sinnum. Hún var færð meðvitundarlaus upp á skurðstofuna, þar sem læknarnir komust að raun um að hún var með gífurlegar blæðingar í brjóstholinu og lífshættulega lágan blóðþrýsting.

„Nú er ekki meira sem við getum gert“,

sagði Riou 

Læknarnir lögðu allt í sölurnar til að reyna að bjarga lífi deyjandi konunnar en kl. 3.45 staðfesti yfirlæknirinn, Bruno Riou, að baráttan hefði verið unnin fyrir gýg.

 

„Nú er ekki meira sem við getum gert“, sagði Riou og úrskurðaði Díönu látna. Hún var 36 ára gömul.

Eftir að fregnir bárust af andláti Díönu prinsessu lögðu tugþúsundir Breta blómvendi á jörðina fyrir framan Buckingham-höll.

Sinnuleysi konungsfjölskyldunnar gekk fram af Bretum

Þegar fréttir af andláti Díönu bárust Bretum urðu þeir nánast lamaðir af reiðarslagi og sorg sem breyttist síðan í reiði gegn konungsfjölskyldunni. Illar tungur héldu því fram að drottningin hefði ekki fellt eitt einasta tár. Þá reiddist fólk enn fremur yfir því að bæði drottningin og Karl prins neituðu að tjá sig um andlátið.

 

Síðdegisblöðin hneyksluðust á því að ekki skyldi flaggað í hálfa stöng við konungshöllina, Buckingham Palace. Reglum samkvæmt mátti reyndar aðeins flagga ef drottningin var heima og hún dvaldi einmitt í Skotlandi þegar andlát Díönu prinsessu bar að.

 

„Hvar er drottningin okkar? Hvar er fáninn?“, var spurt í dagblaðinu The Sun.”

 

Ríflega einni milljón blómvanda var komið fyrir framan Kensington-höll, aðsetur Díönu í London, svo og við Buckingham-höll. Drottningin sneri ekki heim til Buckingham fyrr en fimm dögum eftir dauða Díönu og þá aðeins eftir harðvítugar kröfur þjóðarinnar.

 

Þá hélt hún ræðu fyrir þegna sína í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem hún lét í ljós sorg sína vegna andláts Díönu sem svartklæddi þjóðhöfðinginn kallaði „einstaka og vel gefna konu“.

Franska lögreglan tók sjö æsifréttaljósmyndara fasta á slysstaðnum, þar á meðal Romuald Rat, þar sem lagt var hald á myndavélafilmur þeirra. Engin myndanna sýndi þó sjálft slysið eiga sér stað og lögreglan gat því dregið þá ályktun að ljósmyndararnir hefðu ekki verið komnir á staðinn þegar slysið varð. Ljósmyndararnir sjö voru því allir sýknaðir af þátttöku í slysinu.

 

Krufning Henris Pauls leiddi í ljós að hann var með 1,75 prómill vínandamagn í blóðinu, þ.e. þrefalt meira magn en leyfilegt er í Frakklandi. Lögreglan mat því sem svo að Paul bæri einn ábyrgð á þessu skelfilega slysi.

 

Lífvörðurinn Trevor Rees-Jones var sá eini í bílnum sem lifði slysið af. Mörg bein brotnuðu í andlitinu á honum og hann man enn ekkert eftir slysinu.

Lesið meira um Díönu prinsessu

Lesa meira um Díönu prinsessu

Andrew Morton: Her True Story: In Her Own Words, Simon & Schuster, 2017

 

Christopher Andersen: The Day Diana Died, William Morrow, 1998

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Stine Overbye

© Jerome Delay/AP/Ritzau Scanpix. © Anwar Hussein/Getty Images. © Getty Images. © David Hartley/Shutterstock/Ritzau Scanpix. © Shutterstock/Ritzau Scanpix. © Shutterstock/Getty Images. © Richard Young/Shutterstock/Ritzau Scanpix. © Shutterstock. © Jacques Langevin/AFP/Ritzau Scanpix.

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is