Líftími endurhlaðanlegra  rafhlaðna eykst um 30%

Í náinni framtíð geta rafbílaeigendur notið góðs af rafhlöðum sem endast 30% lengur, þökk sé tækni sem endurvekur „dautt“ liþíum.

BIRT: 08/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Vísindin eru í stöðugri leit að nýjum aðferðum til að framleiða rafhlöður sem taki við hleðslu á skemmri tíma, haldi rafstraumnum betur og endist lengur.

 

Hjá Stanfordháskóla hafa menn nú stigið stórt skref í þessa átt með nýrri uppgötvun. Í tímaritinu Nature lýsa þeir því hvernig þeim tókst að koma lífi í útslitinn hluta liþíumrafhlöðu og auka endingartíma hennar þar með um heil 30%.

 

Þetta getur haft mikla þýðingu fyrir eigendur rafbíla þar eð þeir lenda í vandræðum þegar rafhlaðan tekur að gefa sig.

 

Rahlöður skapa ,,dauðar” eyður

Endurhlaðanleg liþíumrafhlaða hleður sig og tæmir með stöðugu streymi liþíum-jóna frá neikvæðu bakskauti til jákvæðs forskauts.

 

En eftir því sem rafhlaðan hleðst og afhleðst oftar fækkar smám saman þeim liþíum-einingum sem eru virkar. Þannig myndast eyður með „dauðum“ liþíum-jónum sem ferðast fram og til baka án þess að komast í snertingu við pólana.

 

Þannig glatar efnið hæfni sinni til að taka við endurhleðslu.

Ný rafhlaða hlaðin brennisteini og sykri

Ef rafbíllinn á að standa sig betur en bensínbíllinn þurfum við betri rafhlöður. Og framþróunin er byltingarkennd um þessar mundir.

 

T.d. er búið að framleiða algjörlega nýja gerð rafhlöðu sem byggir á litíum og brennisteini, sem hefur verið í meira en 60 ár í vinnslu og er nú innan seilingar.

 

Að sögn rannsakenda er nú kominn sá möguleiki á að búa til rafbíla sem geta ferðast allt að 2.000 kílómetra á einni hleðslu – og leyndarmálið er stráð sykri.

 

SMELLTU HÉR OG LESTU UM HINA NÝJU OFURRAFHLÖÐU.

Straumur kemur liþíumi aftur í hringrásina

Í tilraun sinni tengdu bandarísku vísindamennirnir straum við bæði jákvæða og neikvæða skautið til að athuga hvort hægt væri að koma óvirkum hlutum rafhlöðunnar í gang að nýju.

 

Þeir líkja óvirkum liþíummassa við orm sem teygir höfuðið fram og dregur afturendann að sér í taktföstum hreyfingum milli pólanna en án þess að snerta þá.

 

Hreyfingin virkar þannig að annar endi efnisins leysist upp og samtímis bætist efni við hinn endann. Með því að hleypa aukastraumi á óvirkt liþíum tókst að endurlífga þetta ferli þannig að liþíum ormurinn komst nú alla leið og náði snertingu við pólinn og var þar með aftur orðinn hluti af endurhlaðanlegum hluta rafhlöðunnar.

 

Vísindamennirnir segja að slík endurfæðing liþíum-ormsins geti aukið endingartíma rafhlöðunnar um þriðjung. Og það getur haft mikil áhrif bæði á stærð og getu rafhlaðna í rafbílum í framtíðinni.

BIRT: 08/01/2023

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is