Rafhlaða virkar fyrir tilverknað efnaviðbragða sem gerast hraðar ef sameindirnar eru á meiri hraða.
Líkurnar á að þær rekst saman og skapi efnaviðbrögð eru meiri í hærra hitastigi vegna þess að þá hreyfast sameindir hraðar. Í kulda dregur úr hraða efnaviðbragðanna í rafhlöðu og hún virkar því verr.
– Kuldi dregur úr efnaviðbrögðunum
1. Rafeindir á ferð skapa strauminn
Þegar þú kveikir á símanum myndast spennumunur í rafhlöðunni. Í rafhlöðunni færa liþíumjónir (gráar kúlur) sig frá mínuspólnum yfir til plúspólsins. Rafeindirnar (bláar kúlur) leitast við að fylgja með en komast ekki gegnum raflausnina (vökvann) í miðjunni. Eina færa leiðin að plúspólnum er gegnum rafrásina sem tengd er við rafhlöðuna, sem sagt gegnum símann, og þannig fær hann straum.
2. Kuldi hægir á
Í frosti dregur kuldinn úr tíðni efnaviðbragðanna og um leið berst minni straumur í símann. Stundum getur straumurinn orðið svo lítill að síminn skynji rafhlöðuna sem tóma. Efnaferlin eru líka hægari þegar rafhlaðan er hlaðin í kulda.
Eigi rafhlaðan t.d. að halda lífi í farsíma getur kuldinn hægt svo mikið á að síminn greini rafhlöðuna sem tóma.
Rafstraumur berst vissulega um rafrásirnar en sameindirnar fara svo hægt að efnaviðbrögð verða fátíðari og því virðist rafhlaðan glata hleðslu í kuldanum.
Geymdu farsímann á svölum stað
Þetta þýðir þó ekki að maður ætti að geyma símann á ofninum. Viljirðu láta rafhlöðuna endast sem lengst er þvert á móti snjallt að geyma hana í kulda. Einhver efnaviðbrögð verða alltaf í rafhlöðu. Þess vegna afhleðst hún jafnvel þótt hún sé ekki í notkun. En með því að geyma símann á svölum stað t.d. yfir nóttina, endist hleðslan lengur.