Þess vegna verður farsíminn rafmagnslaus í kulda

Síminn virðist vera hægvirkari í kulda. Hann verður fljótt straumlaus og er lengur að hlaðast.

BIRT: 15/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

 

Rafhlaða virkar fyrir tilverknað efnaviðbragða sem gerast hraðar ef sameindirnar eru á meiri hraða.

 

Líkurnar á að þær rekst saman og skapi efnaviðbrögð eru meiri í hærra hitastigi vegna þess að þá hreyfast sameindir hraðar. Í kulda dregur úr hraða efnaviðbragðanna í rafhlöðu og hún virkar því verr.

 

 – Kuldi dregur úr efnaviðbrögðunum

1. Rafeindir á ferð skapa strauminn

Þegar þú kveikir á símanum myndast spennumunur í rafhlöðunni. Í rafhlöðunni færa liþíumjónir (gráar kúlur) sig frá mínuspólnum yfir til plúspólsins. Rafeindirnar (bláar kúlur) leitast við að fylgja með en komast ekki gegnum raflausnina (vökvann) í miðjunni. Eina færa leiðin að plúspólnum er gegnum rafrásina sem tengd er við rafhlöðuna, sem sagt gegnum símann, og þannig fær hann straum.

2. Kuldi hægir á

 Í frosti dregur kuldinn úr tíðni efnaviðbragðanna og um leið berst minni straumur í símann. Stundum getur straumurinn orðið svo lítill að síminn skynji rafhlöðuna sem tóma. Efnaferlin eru líka hægari þegar rafhlaðan er hlaðin í kulda.

 

 

Eigi rafhlaðan t.d. að halda lífi í farsíma getur kuldinn hægt svo mikið á að síminn greini rafhlöðuna sem tóma.

Rafstraumur berst vissulega um rafrásirnar en sameindirnar fara svo hægt að efnaviðbrögð verða fátíðari og því virðist rafhlaðan glata hleðslu í kuldanum.

Geymdu farsímann á svölum stað

Þetta þýðir þó ekki að maður ætti að geyma símann á ofninum. Viljirðu láta rafhlöðuna endast sem lengst er þvert á móti snjallt að geyma hana í kulda. Einhver efnaviðbrögð verða alltaf í rafhlöðu. Þess vegna afhleðst hún jafnvel þótt hún sé ekki í notkun. En með því að geyma símann á svölum stað t.d. yfir nóttina, endist hleðslan lengur.

BIRT: 15/11/2022

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is