Skarðaháfur er stærsta sjálflýsandi hryggdýrið
Nýlegar rannsóknir sýna að skarðaháfurinn (Dalatias licha) er sjálflýsandi. Það gerir hann að stærsta sjálflýsandi hryggdýri heims. Í sömu rannsókn komust vísindamenn að því að tveir aðrir djúpsjávarháfar Etmopterus lucifer og Etmopterus granulosus eru einnig sjálflýsandi.
Því eru um 10% háfategunda í heiminum sjálflýsandi. En það er enn óljóst hvers vegna þeir eru lýsandi.
Sjálflýsandi líkami þvingar sporðdrekann í felur.
Skel sporðdrekans felur í sér litkorn sem lýsa upp í útfjólublárri geislun frá m.a. tunglinu. Skelin gegnir hlutverki eins konar viðvörunarljóss: Þegar útfjólubláa ljósið er sterkt og skelin lýsist upp, leitar næturdýr þetta í felur. Sporðdrekinn fer því einungis í fæðuleit sé útfjólubláa ljósið dauft.
Soltnar lirfur laða að bráðina með lýsandi afturendanum.
Afturendinn á lirfunni glóormi lýsir upp þegar efnið lúsíferasi brennur, ásamt súrefni, á afturenda dýrsins. Þetta blágræna ljós laðar að skordýr sem lirfan veiðir í langa, límkennda silkiþræði sína. Því soltnari sem lirfan er, þeim mun sterkari verður birtan.
Lýsandi bein gagnast konungi dulargervanna við makaleit.
Árið 2017 veittu vísindamenn því eftirtekt að höfuðkúpa kameljónsins fær á sig blátt ljósamynstur í útfjólubláu ljósi. Litlir hnúðar á beinunum soga í sig stuttbylgjuljósin og senda þau frá sér aftur á lengri, sýnilegri bylgjulengd. Ljósið gagnast dýrunum við að finna sér maka sömu tegundar.
Blá deplandi ljós hylja dýrið fyrir óvinum.
Þúsundir örsmárra, lífljómandi ljósbera dylja eldflugukolkrabbann fyrir óvinum hans. Bláu deplarnir á neðanverðu dýrinu gera það að verkum að það virðist vera hluti af glitrandi yfirborði sjávar. Ljósið nota dýrin jafnframt sem samskiptamáta og sem agn fyrir bráð þeirra.
Öldurnar valda því að sjórinn fær á sig bláa sjálflýsandi flekki.
Litla næturdýrið skelkrabbi bregst við hreyfingum í sjónum, m.a. af völdum stórra sjávardýra, með því að losa frá sér seyti. Efnið gefur frá sér blátt ljós þegar það hvarfast við súrefnið í sjónum. Bláa skýið gagnast dýrinu ugglaust í varnarskyni, því þannig lítur þetta 3 mm langa dýr út fyrir að vera stærra.
Froskur með innbyggðan náttlampa.
Trjáfroskurinn vakir á nóttunni og fyrir vikið hefur hann þróað með sér líffræðilegan náttlampa. Sjálflýsandi sameindir í eitlum, húð og kirtlum lýsast upp í útfjólublárri geislun. Birtan frá froskinum samsvarar 18 prósent af birtunni sem stafar af fullu tungli. Þannig getur froskurinn komist ferða sinna í myrkri.
Litríkt holdýr narrar bráðina með ljósi.
Lýsandi fálmararnir á blómhattarholdýrinu innihalda GFP, en um er að ræða einkar flúrljómandi prótein. Sterkt, grænt ljósið laðar að sér litla fiska, sem lindýrið lifir á. Bráðin ruglar sennilega ljósinu saman við efnið blaðgrænu, sem ljær plöntum og þörungum grænan lit.
Skarðaháfur er stærsta sjálflýsandi hryggdýrið
Nýjar rannsóknir sýna að skarðaháfurinn (Dalatias licha) er sjálflýsandi. Það gerir hann að stærsta sjálflýsandi hryggdýri heims. Í sömu rannsókn komust vísindamenn að því að tveir aðrir djúpsjávarháfar Etmopterus lucifer og Etmopterus granulosus eru einnig sjálflýsandi.
Því eru um 10% háfategunda í heiminum sjálflýsandi. En það er enn óljóst hvers vegna þeir eru lýsandi.
Sjálflýsandi líkami þvingar sporðdrekann í felur.
Skel sporðdrekans felur í sér litkorn sem lýsa upp í útfjólublárri geislun frá m.a. tunglinu. Skelin gegnir hlutverki eins konar viðvörunarljóss: Þegar útfjólubláa ljósið er sterkt og skelin lýsist upp, leitar næturdýr þetta í felur. Sporðdrekinn fer því einungis í fæðuleit sé útfjólubláa ljósið dauft.
Soltnar lirfur laða að bráðina með lýsandi afturendanum.
Afturendinn á lirfunni glóormi lýsir upp þegar efnið lúsíferasi brennur, ásamt súrefni, á afturenda dýrsins. Þetta blágræna ljós laðar að skordýr sem lirfan veiðir í langa, límkennda silkiþræði sína. Því soltnari sem lirfan er, þeim mun sterkari verður birtan.
Lýsandi bein gagnast konungi dulargervanna við makaleit.
Árið 2017 veittu vísindamenn því eftirtekt að höfuðkúpa kameljónsins fær á sig blátt ljósamynstur í útfjólubláu ljósi. Litlir hnúðar á beinunum soga í sig stuttbylgjuljósin og senda þau frá sér aftur á lengri, sýnilegri bylgjulengd. Ljósið gagnast dýrunum við að finna sér maka sömu tegundar.
Blá deplandi ljós hylja dýrið fyrir óvinum.
Þúsundir örsmárra, lífljómandi ljósbera dylja eldflugukolkrabbann fyrir óvinum hans. Bláu deplarnir á neðanverðu dýrinu gera það að verkum að það virðist vera hluti af glitrandi yfirborði sjávar. Ljósið nota dýrin jafnframt sem samskiptamáta og sem agn fyrir bráð þeirra.
Öldurnar valda því að sjórinn fær á sig bláa sjálflýsandi flekki.
Litla næturdýrið skelkrabbi bregst við hreyfingum í sjónum, m.a. af völdum stórra sjávardýra, með því að losa frá sér seyti. Efnið gefur frá sér blátt ljós þegar það hvarfast við súrefnið í sjónum. Bláa skýið gagnast dýrinu ugglaust í varnarskyni, því þannig lítur þetta 3 mm langa dýr út fyrir að vera stærra.
Froskur með innbyggðan náttlampa.
Trjáfroskurinn vakir á nóttunni og fyrir vikið hefur hann þróað með sér líffræðilegan náttlampa. Sjálflýsandi sameindir í eitlum, húð og kirtlum lýsast upp í útfjólublárri geislun. Birtan frá froskinum samsvarar 18 prósent af birtunni sem stafar af fullu tungli. Þannig getur froskurinn komist ferða sinna í myrkri.
Litríkt holdýr narrar bráðina með ljósi
Lýsandi fálmararnir á blómhattarholdýrinu innihalda GFP, en um er að ræða einkar flúrljómandi prótein. Sterkt, grænt ljósið laðar að sér litla fiska, sem lindýrið lifir á. Bráðin ruglar sennilega ljósinu saman við efnið blaðgrænu, sem ljær plöntum og þörungum grænan lit.