Lifandi Saga

Ljósamafían eyðilagði ljósaperuna

Fulltrúar frá Philips, Osram og General Electric, þ.e. helstu rafmagnsperuframleiðenda heims, hittust árið 1924 til að gera leynilega áætlun. Ætlun þeirra var að stytta líftíma glóðarperanna um helming, í skiptum fyrir stjarnfræðilegan gróða.

BIRT: 08/11/2022

Jólaskreytingar lýsa upp götur Genfar á aðfangadag árið 1924. Lítil börn líta vonbjörtum augum í búðargluggana þar sem heilu jólasveinalöndin og jólatrén eru lýst upp með rafmagnslýsingu. Allt er svo ævintýralegt á að líta. Enginn leiðir hugann að því að ljósaperur snúast í raun um beinhörð viðskipti.

 

Þetta sama aðfangadagskvöld funduðu átta helstu ljósaperuframleiðendur heims í borginni Genf: Anton Philips, frá hinu heimsþekkta Philips-fyrirtæki, kom akandi alla leið frá Hollandi; William Meinhardt, forstjóri Osram-verksmiðjunnar, kom frá Þýskalandi og fulltrúar frá General Electric sigldu alla leið frá Bandaríkjunum. Meira að segja mexíkóskir og japanskir framleiðendur sóttu fundinn.

 

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem mennirnir hittust en í nokkra mánuði höfðu staðið yfir viðræður um það með hvaða hætti mætti tryggja þeim sem mestan hagnað. Þetta aðfangadagskvöld komust þeir svo endanlega að samkomulagi. Fyrirtækin átta sem framleiddu ljósaperur fyrir gjörvallan heiminn, gerðu með sér svokallaðan hringamyndunarsamning sem gerði þeim kleift að gína yfir markaðinum.

Í auglýsingum um ljósaperur í upphafi 20. aldar var oft lögð áhersla á að þetta væri nánast guðdómleg vara.

Mennirnir tókust í hendur og lögðu þar með grunninn að starfsemi sem ætlað var að „tryggja og viðhalda fyrsta flokks gæðum og auka afköst rafmagnsperunnar, auk þess að efla notkun ljósa sem neytendur gætu haft gagn af“.

 

Í raun og veru vakti hið öndverða fyrir mönnunum. Út á við hljómuðu áformin ljómandi vel og framleiðendurnir átta ákváðu að kalla starfsemi sína „Föbus“ en um var að ræða gælunafn gríska guðsins Apollons sem var guð Ijóss og sólar í grískri goðafræði.

 

Nafnið kom upp um álit þessara valdamiklu auðhringsmeðlima á sjálfum sér en engu er líkara en að þeir hafið talið sjálfa sig vera guði sem gætu leyft sér hvað sem var í nafni hagnaðar. Þarna var ekki einvörðungu búið að setja á stofn fyrsta alþjóðlega auðhringinn, heldur átti ósk framleiðendanna um að rýra gæði rafmagnsperunnar, ágóðans vegna, eftir að marka spor sín um alla ókomna tíð í heimi auðvaldsins.

Ljósaperuframleiðendur skiptu heiminum á milli sín

Allt sem tengdist Föbus-auðhringnum einkenndist af leynimakki. Sagnfræðingum er engu að síður kunnugt um minnst fjóra einstaklinga sem voru á fundinum á aðfangadag 1924 þegar auðhringurinn varð að veruleika.

Anton Philips – forstjóri í Philips

Hollendingurinn Frederik Philips byrjaði að framleiða ljósaperur ásamt syni sínum árið 1891. Yngri bróðir hans Anton stjórnaði síðan fyrirtækinu og tókst að koma því á kortið sem einum helsta peruframleiðanda heims. Árið 1924 átti hann þátt í að stofnsetja auðhringinn Föbus.

William Meinhardt – stjórnarformaður í Osram

Auðhringurinn var einkum hugmynd Williams Meinhardts. Hann hafði sameinað þýska ljósaperuiðnaðinn í fyrirtækið Osram og setti síðan á laggirnar Föbus, þar sem hann jafnframt sinnti stjórnarformennsku.

Owen D. Young – forstjóri General Electric

Young var einn áhrifamesti viðskiptajöfurinn í Bandaríkjunum og gegndi m.a. hlutverki ráðgjafa fyrir fimm Bandaríkjaforseta. Hann stjórnaði fyrirtækinu General Electric sem m.a. framleiddi útvarpstæki, armbandsúr og ljósaperur.

Franjo Hanaman – uppfinningamaður

Hanaman fann upp glóðarþráð úr þungsteini sem lýsti skærar og entist skemur en þráðurinn sem áður var notaður. Hann var fulltrúi ungverska fyrirtækisins Tungsram en um var að ræða þriðja stærsta ljósaperuframleiðanda Evrópu.

Perusala ekki lengur arðvænleg

Glóðarperan hafði litið dagsins ljós nokkrum áratugum áður en Phoebus-auðhringurinn var settur á laggirnar. Strax á árunum kringum 1850 lagði þýskættaði úrsmiðurinn Heinrich Göbel stund á tilraunir á verkstæði sínu í New York og tókst með ágætum að senda straum gegnum brenndan bambusþráð sem lýsti upp í lofttæmdum glerkúpli. Það var hins vegar Bandaríkjamaðurinn Thomas Edison sem hlotnaðist sá heiður að verða kallaður faðir rafmagnsperunnar þegar hann tryggði sér einkaleyfi á uppfinningu sinni árið 1879.

 

Rafmagn varð útbreitt á árunum upp úr 1910 og rafmagnsperur urðu vinsælar, fyrst og fremst á heimilum efnafólks, þar sem kertum og gaslömpum var skipt út og skærari lýsing tekin í notkun.

París er oft kölluð borg ljóssins og árið 1878 var borgin einnig fyrsti staðurinn í heiminum sem var með rafmagnsgötulýsingu. Þremur árum síðar voru 4.000 rafmagnsgötuljósker í París.

Í upphafi þriðja áratugarins var sala á rafmagnsperum einkar ábótasöm. Fyrirtæki á borð við General Electric, Osram og Philips græddu á tá og fingri á sölu rafmagnspera fyrir lýsingu, upphitun og í læknisfræðilegum tilgangi.

 

Forstjórinn hjá Osram, William Meinhardt, sat á skrifstofu sinni í München árið 1922 og gluggaði í sölutölur ársins gegnum kringlótt gleraugu sín. Þýska stórfyrirtækið hafði selt alls 63 milljónir af rafmagnsperum það árið. Ári síðar hrapaði salan hins vegar niður í 28 milljón perur og þegar salan enn rýrnaði árið 1924 hafði Meinhardt samband við hina helstu peruframleiðendurna. Auðhringurinn Föbus varð að veruleika.

 

Hringnum var ætlað að draga úr samdrættinum með því að fækka samkeppnisaðilunum og að hámarka hagnaðinn. Fyrri hluti dæmisins gekk út á að ákvarða fast verð á perum fyrirtækjanna. Þá sömdu aðilar hringsins enn fremur um markaðshluta af sölunni í öllum löndum heims. Þannig upprættu hringfyrirtækin að sama skapi alla samkeppni sín á meðal.

 

Markaðshlutfallið var ákvarðað með hliðsjón af sölu einstakra framleiðenda árið á undan. Fyrirtækin deildu að sama skapi tækniþekkingunni og opnuðu fyrir möguleikann á að skiptast á einkaleyfum með það fyrir augum að gera framleiðslu hvers þátttökufyrirtækis einsleitari. 

„Við gætum framleitt glóðarperur sem entust í þúsund ár en slíkt kærir enginn sig um“.

Samskipti milli aðildarfyrirtækja Föbus-hringsins

 

Meðlimir auðhringsins velktust þó ekki í vafa um hver helsta ástæða rýrnandi sölu væri – rafmagnsperurnar entust einfaldlega allt of lengi. Í verksmiðjunum hafði verið róið að því öllum árum, áratugum saman, að bæta gæði peranna og lengja líftíma þeirra. Árið 1924 gátu rafmagnsperur fyrir vikið lýst í rösklega 3.500 klukkustundir áður en þær gáfu sig.

 

„Við gætum framleitt glóðarperur sem entust í þúsund ár en slíkt kærir enginn sig um“, kom fram í samskiptum milli aðildarfyrirtækja Föbus-hringsins.

 

Þess í stað tóku þeir þá ákvörðun að framleiða perur sem entust skemur og með því má segja að þeir hafi lagt á ráðin um fyrstu skipulögðu úreldinguna. Neytendunum var seld lélegri vara og framleiðendurnir græddu á því að viðskiptavinirnir þurftu oftar að kaupa nýjar perur.

Ljósapera Chaillets var framleidd hjá bandaríska fyrirtækinu Shelby Electric Company. Margar aðrar perutegundir sem framleiddar voru á vegum fyrirtækisins í upphafi 20. aldar lýsa enn þann dag í dag.

Ljósapera sem hefur logað í 120 ár

Á sama tíma og Föbus-auðhringurinn lagði áherslu á að stytta endingartíma ljósaperunnar framleiddu aðrir perur sem entust árum saman. Ein þeirra hefur lýst upp slökkvistöð í Kaliforníu í alls 120 ár.

Áður en Föbus-auðhringurinn var settur á laggirnar lögðu uppfinningamenn og verkfræðingar metnað sinn í að láta glóðarperur lýsa eins lengi og frekast var unnt. Einn þessara manna var rafmagnssnillingurinn Adolphe Chaillet.

 

Ljósaperur Chaillets reyndust svo vel að ein þeirra lýsir enn þann dag í dag. Henni var komið fyrir árið 1901 í perustæði á slökkvistöð einni í borginni Livermore í Kaliforníu. Peran sem er af gerðinni „Centennial Light“, hefur logað í rösklega 120 ár, eins furðulega og það kann að hljóma.

 

Peran hefur logað í hartnær eina milljón klukkustunda og hefur öðlast svo mikla frægð að hún er með sína eigin heimasíðu þar sem vefmyndavélar fylgjast látlaust með þessari kraftaverkaperu. Það kann að hljóma kaldhæðnislega en nú þegar hafa tvær vefmyndavélar þurft að lúta í lægra haldi fyrir perunni.

 

Ekki er vitað fyrir víst hvernig á því stendur að glóðarþráður Chaillets hefur enst í öll þessi ár. Hluti af skýringunni er sennilega fólginn í því að peran er munnblásin og inniheldur glóðarþráð sem er að stofni til úr kolum sem er ívið þykkari en gerist og gengur. Í stað þess að þráðurinn rofni dofnar birtan einfaldlega smám saman. Peran var upprunalega með afkastagetu sem nam 30 vöttum en í dag samsvarar hún 4 vatta peru.

Nýjar perur skyldu endast skemur

Meinhardt, forstjórinn hjá Osram, settist í formannsstól nýja auðhringsins og undir hans stjórn var ákveðið á fundi sem haldinn var í Genf árið 1925, að skerða líftíma nýrra rafmagnspera þannig að þær í framtíðinni entust um það bil helmingi skemur en við átti um þær perur sem þegar voru á markaði.

 

Í leynilegu skjali sem samið var á vegum auðhringsins var ákveðið að ekki mætti tryggja, framleiða né setja á markað glóðarperur með lengri meðallíftíma en sem nam eitt þúsund klukkustundum“. Skjal þetta kom ekki fyrir almenningssjónir fyrr en 80 árum síðar þegar þýski sagnfræðingurinn Markus Krajewski fór að grennslast fyrir um málið.

 

Verkfræðingar sem lutu stjórn auðhringsins hófust þegar handa við að framleiða afurð sem hafði skemmri líftíma en áður tíðkaðist. Með því að festa glóðarþráðinn á annan hátt en gert hafði verið, tókst þeim að skerða endingartíma ljósaperanna. Verkfræðingarnir komu perunum fyrir í löngum röðum á rannsóknarstofum auðhringsins og gerðu tilraunir sem miðuðu að því að láta perurnar endast sem næst eitt þúsund klukkustundum.

 

Þær perur sem næst komust þessum tiltekna tímafjölda voru notaðar sem fyrirmyndir að komandi framleiðslu. Þegar starfi þessu var lokið kynntu hringaðilarnir nýju perurnar sínar sem byltingarkennda ljósgjafa sem lýstu betur en áður. Neytendurnir höfðu engan grun um að endingartími peranna hefði verið styttur og keyptu nú perur í gríð og erg. 

„Út frá viðskiptafræðilegu sjónarmiði skiptir sköpum að perurnar endist ekki lengur en í þúsund tíma“.

Stjórn hringsins varaði þátttökufyrirtækin við.

Hringurinn lét fylgjast grannt með afurðunum og fyrirtækin sendu reglulega perur til tilraunastofu í Sviss þar sem sameiginleg tæknideild þeirra gerði ýtarlegar tilraunir með perurnar því, líkt og stjórn hringsins varaði þátttökufyrirtækin við, sérhver yfirsjón kann að verða okkur dýrkeypt:

 

„Út frá viðskiptafræðilegu sjónarmiði skiptir sköpum að perurnar endist ekki lengur en í þúsund tíma, því ef þær endast í tíu tíma aukalega erum við búin að tapa einum hundraðshluta á heimsmælikvarða sem samsvarar um fjórum milljón perum“.

Ljósaperur hafa verið notaðar á ýmsa vegu sem tákn um iðnaðarheiminn þar sem tæknin bægði á burt myrkri fortíðarinnar.

Auðhringurinn beitti mafíuaðferðum

Allar götur frá því að Föbus var sett á laggirnar vissu meðlimir auðhringsins að þeir yrðu að beita þeim starfsbræðrum sem ekki uppfylltu nýju skilyrðin hörðum refsingum. Þeir innleiddu fyrir bragðið sektakerfi sem tekið var í notkun ef tilraunastofan í Sviss stóð fyrirtæki að verki fyrir að framleiða glóðarperur sem entust of lengi.

 

Kæmi í ljós að perur tiltekins framleiðanda entust í meira en 2.000 klukkustundir skyldi framleiðandinn greiða alls 50 svissneska franka í sekt fyrir hverjar eitt þúsund perur. Ef tiltekin glóðarpera entist í meira en 2.500 stundir hljóðaði sektin upp á 100 franka en þess má geta að 3.000 stunda ending þótti jaðra við helgispjöll og slík yfirsjón hafði í för með sér 200 franka sekt.

 

Í skjölum í fórum Föbusar-meðlima kemur fram að ónafngreindur framleiðandi hafi greitt alls 118.000 franka í sektir á árinu 1929 fyrir að uppfylla ekki kröfur auðhringsins en þess má geta að þessi upphæð jafngilti söluverði alls 500 glænýrra mótorhjóla af merkinu Harley-Davidson. 

Ljósaperur voru risastór iðnaður á fyrri hluta 20. aldar og seldust nokkur hundruð milljónir pera á hverju ári.

Auðhringurinn beitti að sama skapi refsiaðgerðum ef fyrirtækin seldu meira magn en samþykktur kvóti sagði til um. Japanski framleiðandinn Tokyo Electric fann verulega fyrir þeim mörgu og háu sektum sem á fyrirtækið voru lagðar. Japanarnir höfðu fimmfaldað tekjur sínar árið 1927, þökk sé skertum endingartíma ljósaperanna en stjórn fyrirtækisins taldi samt ástæðu til að láta í sér heyra:

 

„Ef tekjuaukningin hverfur í haug hárra sekta hefur hún í raun ekkert að segja og slíkt er einungis til þess fallið að draga úr okkur kjarkinn“.

 

Stjórn fyrirtækisins vissi engu að síður, líkt og allir hinir framleiðendurnir, að kostnaðurinn yrði miklu meiri ef þeir segðu sig úr auðhringnum. Sölutölurnar á árunum upp úr 1920 sýndu, svo ekki varð um villst, að auðhringurinn leiddi til aukinnar sölu: Árið 1926 framleiddu aðildarverksmiðjurnar alls 336 milljón perur en fjórum árum síðar hafði salan aukist upp í 421 milljón stykki.

 

En velgengnin hlaut skjótan endi.

Fyrirtækin græddu á að selja lélegar vörur

Á undanförnum 80 árum hafa mörg framleiðslufyrirtæki tekið upp á því að framleiða vísvitandi afurðir á þann hátt að neytendur þurfa að skipta þeim út fyrr en nauðsyn krefur. Í rannsókn einni sem gerð var í Þýskalandi kom fram að skipulögð úrelding auki notkunina sem nemur 6 til 14 prósentum, án þess að þess sé í raun þörf.

Nælonsokkar glata styrk sínum

Árið 1939 setti framleiðslufyrirtækið DuPont á markað nælonsokka sem voru sterklegri og entust betur en nokkrir aðrir sokkar. DuPont bað síðan efnafræðinga fyrirtækisins um að gera nælontrefjarnar veikbyggðari til þess að frekar kæmu lykkjuföll á sokkana og unnt yrði að auka söluna.

Plast spillir fyrir endingunni

Mörgum málmhlutum í heimilistækjum hefur veri skipt út með plasti sem skemmist frekar en málmurinn. Framleiðandinn Bosch notar m.a. ódýra plastíhluti í blandara sem þeir framleiða en hins vegar jafngildir vinnan við að skipta út slíkum íhlutum jafnvirði nýrrar vélar.

Lím gerir viðgerðir flóknari

Undir lok 20. aldar var byrjað að líma mikilvæga íhluti saman í raftækjum. Með þessu móti var ekki unnt að skipta út einstaka hlutum, né heldur að gera við þá án þess að skemma það sem þeir voru límdir við.

Prentarar hætta sjálfir að prenta

Prentaragreinin hefur ítrekað þurft að komast að samkomulagi við andstæðinga sína í réttarhöldum þegar í ljós hefur komið að prentarar þeirra hafa verið útbúnir örflögum sem ollu stöðvun í prentuninni eftir tiltekinn fjölda skipta sem prentað hafði verið.

Uppfærslur hægja á Iphone

Gamlir símar af merkinu iPhone verða oft hægari eftir hugbúnaðaruppfærslur, sennilega í því skyni að hvetja eigendurna til að kaupa nýjan síma. Skýring framleiðandans Apple er sú að eldri tegundir séu látnar vinna hægar til að spara rafmagn.

Auðhringurinn laut í lægra haldi í verðstríðinu

Föbus-hringurinn byrjaði að missa völdin strax upp úr árinu 1930. Ákveðið var að halda verðlaginu uppi með það fyrir augum að bæta ágóðann, þó svo að framleiðslukostnaðurinn hefði lækkað. Þetta gerði það að verkum að ný fyrirtæki gátu selt sínar perur á langtum lægra verði og neytendurnir hættu smám saman að versla við gömlu risaframleiðendurna.

 

Þó svo að Tokyo Electric væri hluti af auðhringnum hafði fyrirtækið enga stjórn á þeim hundruðum fjölskylduframleiðenda sem nú skutu upp kollinum í Japan og framleiddu ljósaperur í gríð og erg. Brátt fóru að streyma ódýrar eftirlíkingar út á heimsmarkaðinn og Föbus-meðlimirnir gátu ekkert aðhafst.

 

Auðhringurinn reyndi að hóta samkeppnisaðilum sínum með réttarhöldum en þar sem einkaleyfi þeirra sjálfra voru byrjuð að renna út í upphafi fjórða áratugarins voru hótanir þeirra vita gagnslausar. 

Heimildarmyndin "The Light Bulb Conspiracy" segir meira um sögu Föbus-auðhringsins.

Á árunum milli 1930 og 1933 dróst sala auðhringsins saman um ein 20 af hundraði þrátt fyrir að salan á heimsvísu ykist vegna rafmagnsvæðingar í verksmiðjum og á heimilum fólks.

 

Þegar síðari heimsstyrjöld braust út árið 1939 ákváðu Meinhardt og samsærismenn hans að segja skilið við Föbus. Venjuleg glóðarpera hélt þó áfram að endast í eitt þúsund stundir og það á einnig við í dag. Sú hugmynd að beita skipulagðri úreldingu með því að framleiða afurð sem eyðileggst viljandi eftir skemmri tíma en ella átti eftir að láta til sín taka í iðnaðarheiminum, allar götur frá því að Föbus kynnti sína hugmynd árið 1925.

 

„Sérhver framleiðandi hágæðavöru getur vottað að vara sem neitar að leggja upp laupana flokkast undir viðskiptaslys“, stóð í bandaríska auglýsendatímaritinu Printers’ Ink árið 1928.

 

Þessi þula virðist hafa verið í gildi hjá fyrirtækjum allar götur síðan.

Lestu meira um Föbus-auðhringinn

Peter Berz, Helmut Höge og Markus Krajewski: Das Glühbirnenbuch, Edition Selene, 2001

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Troels Ussing, Bue Kindtler-Nielsen

© Imageselect. © GaHetNa (Nationaal Archief NL). © German Federal Archives. © History archive. © New York Public Library. © Shutterstock. © Geheugen van Nederland. © Siemens Historical Institute. © Erik Liljeroth, Nordiska museet. © Blaine Murphy.

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is