Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Samkvæmt nýlegri rannsókn gætu örlög hafíssins við norðurskautið ráðist af fyrirbrigði sem stýrir því hve mikill hlýsjór berst í Norður-Íshafið.

BIRT: 31/03/2024

Á hinum víðlendu norðurslóðum, þar sem árstíðirnar koma að hluta í stað dags og nætur, hefur sérkennilegt veðurfyrirbrigði lengi haldið vísindamönnum við efnið.

 

Fyrirbrigðið er einskonar tvívindakerfi sem illa hefur gengið að skýra en lýsir sér í skiptandi en oft áralöngu vindamynstri sem hefur áhrif á það hve mikið af tiltölulega hlýjum sjó Atlantshafsins berst í Norður-Íshafið.

 

Nú virðast þessir vindar hægja á bráðnun hafíss, jafnvel þótt hitastig í gufuhvolfinu fari hækkandi.

 

Samkvæmt nýlegri rannsókn geta þessar aðstæður breyst á fáum árum og það gæti leitt af sér mjög hraðfara bráðnun hafíss á Norður-Íshafinu.

 

Reglubundið vindamynstur

Í rannsókninni var reynt að kortleggja vindamynstrin.

 

Frá 1979 til 2006 blésu vindar miklu magni af hlýrri sjó úr Atlantshafi út í Norður-Íshafið. Þetta segja vísindamennirnir hafa leitt af sér gríðarlegt ístap yfir sumartímann þegar um milljón ferkílómetrar af ís bráðnuðu á hverjum áratug.

 

Árið 2007 breyttust vindáttir og minna hlýsjávarstreymi olli því að ísbráðnunin fór niður í 70.000 ferkílómetra á hverjum tíu árum.

 

Niðurstöðurnar sýna að vindamynstrin hafa meiri áhrif á norðurslóðir en talið hefur verið og innan tíðar gætum við aftur farið að sjá mjög hraða bráðnun hafíssins.

 

„Þessi mildari fasi hefur staðið yfir í um 15 ár. En nú gæti hann verið á enda, ef marka má samanburð við fyrirbrigðið á eldri tímabilum,“ segir Igor Polyakov hjá Fairbanksháskóla í Alaska.

Vindakerfin við norðurskautið

Vindakerfin eru loftslagskerfi á norðurslóðum þar sem háþrýstisvæði er yfir norðurpólnum en lægðir fara um Evrópu og Asíu.

 

Af þessu leiðir að hlýrra loft berst á norðurslóðir með lægðum og því fylgir ísbráðnun.

 

Vísindamenn greina á milli jákvæðra og neikvæðra fasa. Í jákvæðum fasa blása öflugri vindar og bera með sér meira af hlýju lofti sem eykur bráðnun. Í neikvæðum fasa eru hlýir vindar ekki jafn öflugir og ísmyndun meiri.

 

Fyrirbrigðið uppgötvaðist í fyrsta sinn nokkru eftir síðustu aldamót.

Breytist þetta veðrakerfi gæti ísinn sem sagt tekið að bráðna á ógnvekjandi hraða.

 

Stöðugt aukin áhrif af hnattrænni hlýnun af mannavöldum skapar líka sjálfkrafa ákveðinn vítahring því eftir því sem auður sjór verður stærri í Norður-Íshafinu, því hraðar bráðnar sá ís sem eftir er.

Djúpstraumarnir við Suðurskautslandið gætu glatað um 40% af afli sínu á næstu 30 árum sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir loftslagið og vistkerfi hafanna.

Fyrir loftslags- og veðurfræðinga skiptir miklu að öðlast betri skilning á þessum merkilegu vindakerfum, því breytingar af völdum fyrirbrigðisins geta haft mjög víðtæk áhrif um allan heim.

 

Mest eru þó áhrifin á norðurslóðum en þar hlýnar hraðar en annars staðar á hnettinum.

 

Rannsóknin var eingöngu um hafís á norðurslóðum og því er ekkert minnst á áhrif af breyttu vindmynstri á íshelluna á Suðurskautinu.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.