Search

Má ímynda sér líf án vatns?

Stjörnufræðingar leita alltaf að vatni. En má hugsa sér að lífverur utan jarðarinnar geti lifað án vatns?

BIRT: 31/10/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Hjá NASA fylgja menn einni meginreglu við leit að lífi úti í geimnum: Eltum vatnið.

 

Og til þess eru fullgildar ástæður. Allar lífverur sem fundist hafa á jörðinni þurfa nefnilega á vatni að halda til að lifa. Vissulega eru til lífverur sem þurfa aðeins lítið vatn, en engin lífvera hefur uppgötvast sem kemst af alveg án vatns.

 

Allt líf sem við þekkjum byggist á einhvers konar efnavinnslu og líf án vinnslu efna getum við ekki ímyndað okkur.

 

Til að efnaviðbrögð séu möguleg verða efnin að hafa tækifæri til að bregðast hvert við öðru og til þess þurfa hinar lífrænu sameindir að geta hreyfst frjálst. Til þess þarf vökva, en sá vökvi þarf ekki að vera vatn.

 

Fljótandi ammoníak eða metan kynni að geta komið í staðinn og þá væri líf hugsanlegt á miklu kaldari hnöttum. Metan er t.d. fljótandi allt niður í -182 °C. Við ættum því ekki að einblína á vatn við leit að lífi á Títan, hinu stóra tungli Satúrnusar.

 

Vangaveltur um líf án vökva

Höfundar vísindaskáldskapar hafa velt fyrir sér lífi sem hvorki þurfi vatn né annan vökva.

 

Meginhugmyndirnar eru tvær.

 

Önnur byggist á því að mönnum til nokkurrar undrunar hafa uppgötvast flóknar sameindir í þeim gasskýjum sem er að finna um alla Vetrarbrautina.

 

Þetta hefur leitt af sér vangaveltur um líf í þessum skýjum. Slíkar getgátur stranda á því að gasið í skýjunum er mjög dreift. Hin hugmyndin fjallar um líf á nifteindastjörnum þar sem lífið byggist ekki á efnaskiptum heldur ofsahröðum kjarnaknúnum ferlum.

 

Slíkt líf myndi þá væntanlega grundvallast á efniseindum sem stöðugt myndast og falla sundur á ný. Væri slíkt líf til, gæti lífveran væntanlega náð að verða til, þroskast og deyja aftur á fáeinum sekúndum.

BIRT: 31/10/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is