Vísindamenn hafa verið þeirrar skoðunar að kossinn hafi komið til sögunnar í Suður-Asíu fyrir um 3.500 árum.
Nú sýna skriflegar heimildir að kossar á munn voru hluti af kyntjáningu maka í samfélögum Mið-Austurlanda fyrir 4.500 árum, sem sagt þúsund árum fyrr en vitað var – og trúlega miklu fyrr.
Þetta er niðurstaða vísindamanna hjá háskólunum í Kaupmannahöfn, Oxford og Álaborg.
Vísindamennirnir grandskoðuðu gamlar leirtöflur frá Mesópótamíu. Þar sjást skýr ummerki þess að á kossa hafi verið litið sem hluta af ástartjáningu í fornöld en líka ummerki um vináttu og væntumþykju.
Babýlonsk leirmynd sem sýnir par stunda kynlíf og kyssast.
„Kossar eru því ekki siðvenja sem varð til innan einhverra tiltekinna trúarbragða og breiddist svo út,“ útskýrir Troels Pank Arbøll sem er sérfræðingur í lækningasögu Mesópótamíu við Kaupmannahafnarháskóla.
Vísindamennirnir benda líka á að rannsóknir á nánustu ættingjum manna, simpönsum og bonoboöpum, sýni að báðar tegundirnar kyssist.
Þetta segja vísindamennirnir benda til að um sé að ræða „grunnhegðun hjá manninum“.
Herpes: Bólusetning á að vinna bug á algengum kynsjúkdómi
Fólk finnur fyrir kitli í munnvikum og kláða við kynfæri þegar einkenna herpesveirunnar verður vart. Fjórir milljarðar manns kljást við veiruna hverju sinni en nú er nýju bóluefni ætlað að stöðva þessa óværu og jafnframt að lækna þá sem hafa smitast.
Vísindamennirnir segja kossaflensið þó ekki einungis hafa haft áhrif varðandi félagstengsl og kynferðisatlot.
Þessi vinahót hafa vafalaust líka auðveldað bakteríum og veirum að smitast milli einstaklinga.