Alheimurinn

Merkúr í viðsnúningi 2023 – Hvenær er Merkúr á viðsnúningi?

Sumir vilja kenna viðsnúningi Merkúrs um slæma daga, en við birtum hér hina vísindalegu skýringu á fyrirbrigðinu og hér finnurðu líka hvenær þetta gerist.

BIRT: 14/05/2023

Merkúr á viðsnúningi 2023

Fólk virðist ekki skilja þig í dag og minnstu ójöfnur á vegi þínum verða að ókleifum fjöllum.

 

Stjörnuspekin segir ástæðuna vera þá að séð frá jörðu snýr Merkúr við á braut sinni um sólu.

 

Þetta fyrirbrigði er nokkuð algengt og hefur verið nefnt viðsnúningur Merkúrs. Nú stendur yfir viðsnúningur sem hófst 21. apríl til 14. maí.

 

Síðasti viðsnúningur Merkúrs stóð yfir frá 12. desember 2022 til 17. janúar 2023.

 

En af hverju virðist innsta plánetan snúa við – og getur það virkilega verið rétt að viðsnúningur Merkúrs hafi áhrif á lífið á jörðinni.

Merkúr fer fram úr jörðinni

Í rauninni heldur Merkúr ótrauður stefnu sinni á brautinni, þótt okkur sýnist hann fara til baka.

 

Þetta er í rauninni eins konar sjónhverfing og er náttúruleg afleiðing þess að pláneturnar snúast um sólina í mismunandi fjarlægð og á mismunandi hraða, en þó í sömu átt.

Hvenær er Merkúr í viðsnúningi?

Þú getur merkt dagsetningarnar á dagatali til að fylgjast með viðsnúningi Merkúrs.

 

  • 21. aprí til 14. maí 2023.
  • 23. ágúst til 15. september 2023.
  • 13. desember til 1. janúar 2024.

 

Ferð Merkúrs um sólina tekur 87,97 sólarhringa en jörðin þarf 365,26. Þess vegna fer Merkúr fram úr um fjórum sinnum á ári.

 

Allar pláneturnar snúast rangsælis um sólina en í þrjár vikur með nærri fjögurra mánaða millibili virðist Merkúr snúast réttsælis.

 

Þrennt er mikilvægast til að skilja þenna viðsnúning Merkúrs:

 

  • Staða jarðar

 

  • Staða Merkúrs

 

  • Baktjaldið – himingeimurinn

 

Sjónhverfingin stafar af því að við sjáum Merkúr í forgrunni stjarnanna í himingeimnum, en vegna þess hve geimurinn er ofboðslega stór virðast þær vera fastir punktar á næturhimni.

Hringferð Merkúrs platar augun – og stjörnuspekingana

Þegar Merkúr er á viðsnúningi virðist hann fara aftur á bak og það segja stjörnuspekingar slæman fyrirboða. Fyrirbrigðið er hins vegar eins konar sjónhverfing sem stafar af því að Merkúr þýtur mun hraðar um sólina en jörðin gerir.

Merkúr og jörðin halda alltaf sömu stefnu

Merkúr er sú pláneta sem næst er sólu en jörðin er nr. 3. Merkúr nær allt niður í 46 milljón km fjarlægð frá sólu en fjarlægð jarðar er 150 milljón km, sem sagt meira en þreföld. Báðar pláneturnar halda sömu stefnu – rangsælis – um sólina.

Merkúr „færist til vinstri“ lengst af

Frá jörðu séð virðist Merkúr lengst af „ferðast“ frá hægri til vinstri, þar eð hann fer um sólina á aðeins 88 dögum á móti þeim 365 dögum sem jörðin þarf. Plánetan virðist halda þessari stefnu í um þrjá mánuði þar til hún nær jörðinni á hringsóli sínu.

Merkúr ,,snýr við” á leið sinni fram hjá

Merkúr fer fram úr jörðinni og á meðan plánetan er að því, sýnist okkur hún skipta um stefnu og fara í hina áttina. Merkúr er um þrjár vikur að fara fram úr jörðinni og virðist síðan taka upp aftur ferð sína frá hægri til vinstri næstu þrjá mánuði.

Allar pláneturnar fara í viðsnúning

Viðsnúningur er í rauninni ekki einstakt fyrirbrigði. Aðrar plánetur taka líka upp á þessu, t.d. gerir Mars það á ríflega tveggja ára fresti. Og jörðin getur líka farið í viðsnúning – séð frá öðrum plánetum.

Sjáðu hvernig viðsnúningur Mars leit út 2020

Á árinu 2020 var meira að segja einhver pláneta á viðsnúningi 75% af árinu.

 

Það er að mestu ógerlegt að fylgjast beint með Merkúr á viðsnúningi í stjörnusjónauka þar eð sólin myndar alltaf blindandi bakgrunn héðan séð. Það er mun auðveldara að fylgjast með Mars.

Þegar jörðin fer fram úr Mars virðist þessi nágranni okkar taka á sig hringferð á himni.

Þannig var orðspor Merkúrs svert

Viðsnúningsfyrirbrigðið olli stjörnufræðingum fyrri tíma heilabrotum og varð meðal annars til þess að gríski vísindamaðurinn Ptolmajus teiknaði upp sín flóknu blómamynstur til að sýna brautir reikistjarna. Allt frá því að Kóperníkus setti fram sólmiðjukenningu sína á 16. öld hafa stjörnufræðingar gert sér ljóst að viðsnúningur er bara sjónhverfing.

 

Ástæða þess að braut Merkúrs er kennt um svo margt sem afvega fer er sú að á 17. öld var viðsnúningur Merkúrs skráður í dagatöl bænda.

 

Illviðri og ýmsir ólukkulegir atburðir voru síðan settir í nokkuð tilviljanakennt samhengi við tímabil þegar Merkúr var á viðsnúningi.

LESTU EINNIG

Þessi túlkun rataði svo inn í stjörnuspekina og stjörnurspár blaða, sem enn i dag mæla gegn því að mikilvægar ákvarðanir séu teknar á þeim ríflega 60 dögum ársins sem Merkúr er í viðsnúningi.

 

Fyrir þessu er færð sú röksemd að massi Merkúrs hafi áhrif á líkamsvökva rétt eins og massi tunglsins veldur sjávarföllum og þetta valdi truflunum á taugabrautum í heilanum.

 

Til að setja þetta í samhengi má geta þess að Merkúr er aðeins litlu stærri hnöttur en tunglið, en er í 80 milljón km fjarlægð. Tunglið er hins vegar aðeins 380 þúsund km frá okkur.

 

Frá sjónarhóli eðlisfræðinnar eru þyngdaráhrif innstu reikistjörnu sólkerfisins sem sagt ekki mælanleg – eða illmælanleg – á jörðu.

Grunnur um Merkúr

  • Merkúr og Venus eru einu pláneturnar í sólkerfinu sem ekki hafa nein tungl. Aðrar plánetur hafa a.m.k. eitt en Júpíter hefur flest tungl, alls 67.

 

  • Hitastig á Merkúr sveiflast frá -173 °C að nóttu upp í 427 °C að degi til. Á Merkúr er nánast ekkert gufuhvolf til að jafna hitamun.

 

  • Merkúr þýtur um geiminn á 180.000 km hraða og er þar með hraðfleygasta pláneta sólkerfisins.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jeppe Wojick

© Malene Vinther & Shutterstock,© Socrates Linardos / Wikimedia Commons, Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is