Alheimurinn

Risastjarna stríðir stjörnufræðingum

Risastjarnan Betelgás er ekki í þann veginn að springa eins og stjörnufræðingar töldu sig hafa séð fyrir. Aftur á móti er hún miklu nær okkur en nokkurn óraði fyrir.

BIRT: 10/05/2022

Ástralskir vísindamenn hafa skýrt hvernig risastjörnunni hefur tekist að rugla stjörnufræðinga í ríminu síðustu ár.

 

Stjarnan dró að sér athygli árið 2019 þegar birta hennar snarminnkaði.

 

Sveiflan var miklu stærri en þær sveiflur sem sjást hjá stjörnum með breytilegt birtustig og á stærð við Betelgás. Stjörnufræðingar þóttust líka sjá merki þess að stjarnan væri að því komin að brenna út og myndi því innan skamms enda ævina sem sprengistjarna.

Í lok árs 2019 féll ljósstyrkur stjörnunnar héðan séð. Til vinstri sést ljósið í janúar 2019 og til hægri sést það í desember 2019. Líklega hefur þetta stafað af stóru plasmagosi sem kólnaði í rykský sem skyggði á birtuna.

En á næstu mánuðum jókst birta stjörnunnar á ný og því þurfti að leita annarra skýringa. Ein þeirra reyndist sú að rykský hefði borið fyrir stjörnuna.

 

Áströlsku vísindamennirnir hafa nú greint ljós og birtusveiflur stjörnunnar síðan 2019 og borið niðurstöðurnar saman við reiknilíkön sem gætu veitt skýringar.

 

Niðurstaða þeirra er nú sú að stjarnan sé alls ekki útbrunnin, heldur sé hún enn á næstsíðasta æviskeiði sínu og sé að brenna helíum í kjarnanum.

Betelgás á enn eldsneyti

Rauðar risastjörnur eins og Betelgás halda tilveru sinni áfram þótt allt vetni sé á þrotum. Þess í stað fer stjarnan að brenna helíum og enn þyngri frumefnum.

1. Vetni er brennt fyrst

Eins og aðrar stjörnur bræddi Betelgás saman vetnisfrumeindir í helíum á löngum hluta æviskeiðsins. Samruninn verður í kjarnanum (gult). Enginn samruni verður í ytri lögum.

2. Helíumsamruni tekur við

Í næsta fasa tekur stjarnan að bræða saman helíum í kolefni í kjarnanum (blátt). Vetnissamruni heldur áfram í þunnu lagi yst í kjarnanum. Betelgás er í þessum fasa.

3. Samruni þyngri frumefna

Í síðasta fasanum sem aðeins tekur nokkur hundruð þúsund ár, stöðvast vetnissamruni alveg en innst í kjarnanum bræðir stjarnan fyrst saman kolefni og svo þyngri frumefni (grátt), þar sem járn er þyngst.

Hefðbundnar sveiflur í birtu stjörnunnar stafa af því að efni flyst upp og niður milli laga. Þetta veldur þrýstibylgjum sem hafa áhrif á ljósið í tveimur fösum. Annar stendur yfir í 185 daga en hinn í 400 daga.

 

Birtufallið 2019 telja þeir vissulega hafa stafað af rykskýi

Risastjarna í grenndinni

  • Nafn: Betelgás.

 

  • Gerð: Breytileg rauð risastjarna.

 

  • Massi: Milli 16,5 og 19 sólmassar.

 

  • Þvermál: 750 þvermál sólar.

 

  • Fjarlægð frá jörðu: 530 ljósár.

 

Greiningarnar sýna líka að Betelgás er minni en áður var talið. Hún er um 750 sinnum stærri en sólin en ekki 1.100 sinnum.

 

Aftur á móti sýna greiningarnar að fjarlægðin til Betelgásar héðan er um 530 ljósár en ekki 750. Það er þó næg fjarlægð til þess að lífi á jörðinni mun ekki stafa hætta af því þegar hún springur sem í fyrsta lagi verður eftir 100.000 ár.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

ESA/NASA,© M. Montargès et al./ESO & E. Wheatley (STScl)/ESA/NASA, © Ken Ikeda Madsen & Shutterstock, © Claus Lunau/SPL,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is