Alheimurinn

Myndir af leifum 28 sprengistjarna

Stjörnufræðingar hafa lengi velt fyrir sér hvar leifarnar af sprengistjörnum í Vetrarbrautinni kunni að leynast. Myndir byggðar á útvarpsgeislun frá Vetrarbrautinni svipta hulunni af sumum þeirra.

BIRT: 02/11/2023

Stjörnufræðingar um allan heim hafa lengi undrast hvað hafi orðið af leifum allra sprengistjarna sem sprungið hafa í okkar eigin stjörnuþoku.

 

Það ætti nefnilega að mega greina leifar eftir mörg þúsund sprengistjörnur en hingað til hafa aðeins fundist ummerki um örlítið brot af þeim fjölda.

 

 

Nú hefur fjölþjóðahópur stjörnufræðinga skapað nákvæmar myndir af Vetrarbrautinni og þar afhjúpast leifar af heilum 28 sprengistjörnum.

 

Nánar tiltekið eru það stóru stjörnurannsóknaverkefnin EMU og PEGASUS sem hafa lagt saman krafta sína til að finna þessa drauga Vetrarbrautarinnar.

Til vinstri sést upphafleg útvarpbylgjumynd frá ASKAP-sjónaukanum þar sem greina má brotakenndar leifar af sprengistjörnum. Til hægri hafa gögn Parkes-sjónaukans verið lögð yfir ASKAP-myndina og við sjáum skýrt og greinilega hvernig vetnisgasskýin draga fram ummerki sprengistjarnanna.

Tengdar hafa verið saman athuganir frá tveimur stórum útvarpssjónaukum í Ástralíu, ASKAP og Parkes en CSIRO, Vísindastofnun Ástralíu, rekur þá báða.

 

Hubble-sjónaukinn tekur myndir á hinu sýnilega sviði ljósrófsins en myndir Webb-sjónaukans eru á innrauða sviðinu. Útvarpsbylgjusjónaukar greina aðrar bylgjulengdir ljósrófsins en þessir tveir – sem sé útvarpsbylgjulengdir.

 

ASKAP-sjónaukinn er gerður úr 36 litlum loftnetsdiskum sem hver um sig er 12 metrar í þvermál en að samanlögðu þekja þeir sex kílómetra svæði og virka þannig saman sem einn gríðarstór útvarpssjónauki sem nær myndum í hárri upplausn en á erfiðara með að greina gasský.

LESTU EINNIG

Til að bæta þeim upplýsingum við notuðu vísindamennirnir Parkes-sjónaukann sem er einn hinna stærstu og heilir 64 metrar í þvermál.

 

ASKAP-sjónaukinn nær miklu magni útvarpsbylgna með sínum 36 diskum og nær sömuleiðis góðri upplausn.

 

Aftur á móti fæst meiri þéttni með hinum gríðarstóra diski Parkes-sjónaukans og um leið nákvæmni í smáatriðum sem ekki næst gegnum ASKAP-sjónaukann.

Hér má sjá nokkra af þeim 36 útvarpssjónaukum sem saman mynda ASKAP sjónaukann. Saman ná þeir yfir 6 kílómetra landsvæði þar sem þeir geta tekið mjög nákvæmar myndir af himinngeimnum í mikilli upplausn.

Þegar myndirnar hafa verið settar saman sýna þær mikið af skýjum og þokumyndunum sem snúast hver kringum aðra og tengjast með vetnisgasi sem breiðist um geiminn milli stjarna Vetrarbrautarinnar.

 

Útvarpsbylgjur ná að greina vetnisgas sem ekki er sýnilegt með öðrum gerðum geimsjónauka.

 

Þess vegna verða nú þessar heitu gasbólur, leifar sprengistjarnanna, sýnilegar milli deyjandi stjarna og þær stuðla líka að myndun nýrra stjarna.

 

Nýja myndin er þó aðeins upphafið að umfangsmeiri leit að ummerkjum eftir sprengistjörnur í Vetrarbrautinni, þar sem talið er að leifar af kringum 1.500 sprengistjörnum bíði enn uppgötvunar. Til lengri tíma litið geta þessar leifar upplýst okkur talsvert nánar um okkar eigin stjörnuþoku og sögu hennar.

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© R. Kothes/NRC/E. Carretti/INAF,© CSIRO

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is