Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Með þúsundum mynda, innblæstri frá klassískri dægradvöl og svo auðvitað þolinmæði, hafa stjörnufræðingar fundið tugi áður óþekktra tungla við Satúrnus.

BIRT: 18/02/2024

Júpíter fékk aðeins að njóta titilsins „Mánakóngur sólkerfisins“ í þrjá mánuði.

 

Í febrúar 2023 fundu stjörnufræðingar nefnilega 12 óþekkt tungl við þessa stærstu plánetu í sólkerfinu. Tungl Júpíters töldust nú vera 92 og Satúrnus varð því að þoka úr toppsætinu.

 

En eftir nýja skoðun hefur viðurkenndum tunglum Satúrnusar nú fjölgað um 63, upp í 146 alls.

 

Þessi gasrisi með sína sérkennilegu hringa hefur þar með endurheimt fyrri stöðu og meira að segja með afar þægilegum mun.

 

Það eru vísindamenn við Academia Sinica stjörnufræði- og stjarneðlisfræðistofnunina á Taívan sem hafa uppgötvað megnið af þessum tunglum.

 

Undir forystu Edwards Ashton beindu vísindamennirnir CFHT-sjónaukanum á Hawai (Canada-France-Hawaii Telescope) að Satúrnusi.

 

Bæði Júpíter og Satúrnus eru fjær sólu en jörðin og þess vegna sést alltaf endurskin sólarljóss af yfirborði þeirra.

 

Þetta veldur erfiðleikum við að greina litla himinhnetti á borð við smátungl í nágrenni þessara reikistjarna. Stjörnufræðingarnir tóku því mörg þúsund ljósmyndir sem tölvan var látin leggja hverja ofan á aðra til að greina hreyfingu.

Leifar af hulduefni finnast í Vetrarbrautinni.

Streymi stjarna í jaðri Vetrarbrautarinnar (rauð píla) afhjúpar ósýnilegt hulduefni sem á sínum tíma safnaðist saman í okkar stjörnuþoku og heldur henni ennþá saman.

Með þessu móti mátti smám saman greina brautir lítilla tungla kringum þessar risaplánetur á myndunum.

 

Það var þó auðvitað tafsamt og krefjandi starf að leggja myndirnar saman og skoða þær allar.

 

„Að leita uppi öll þessi tungl var ekki ósvipað þeim klassíska leik að draga strik milli punkta til að átta sig á af hverju myndin sé, því að í gagnasafninu þurfum við að tengja þessi tungl við raunhæfar brautir,“ segir Edward Ashton í fréttatilkynningu.

 

„En ef þú ert með 100 punktamyndir á sömu síðu, er erfitt að átta sig á hvaða punktur tilheyrir hvaða mynd.“

 

Flest nýju Satúrnusartunglin hafa fengið nöfn úr norrænni goðafræði. Tunglin eru öll fremur smá, allt niður í 5 km í þvermál og snúast um Satúrnus í gagnstæða stefnu við hringsnúning yfirborðs plánetunnar.

 

Þau tungl sem bera nöfn úr norrænni goðafræði, svo sem Ægir og Fenris, hafa að áliti vísindamanna líklegast orðið til í sprengingu fyrir um 100 milljónum ára og þeir gera sér vonir um að þessi nýfundnu tungl gætu átt einhvern þátt í að útskýra betur hvernig gasrisar á borð við Satúrnus myndast og þróast.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute.

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Vinsælast

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

4

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

5

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

2

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

5

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

6

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Tækni

Hver uppgötvaði bakteríur fyrstur allra?

Maðurinn

Yfir milljarður ungs fólks er í hættu á að verða fyrir heyrnarskerðingu

Lifandi Saga

Hvaða sakamaður var fyrst tekinn af lífi með notkun eitursprautu?

Maðurinn

Hvers vegna stamar sumt fólk?

Maðurinn

Nálægt því að deyja út: Fyrir tæpum milljón árum vorum við einungis 1.300 á jörðinni

Heilsa

Þess vegna er gott að gráta

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Bandarískir vísindamenn hafa fyrir tilviljun uppgötvað smágerðan þátttakanda sem þó gæti haft afgerandi áhrif varðandi dreifingu krabbafrumna.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is