Lifandi Saga

Nú vitum við meira um hvers vegna víkingar hröktust skyndilega frá Grænlandi

Harvard-rannsókn sýnir að Grænlendingarnir þurftu að kljást við öfl sem voru þeim ofviða.

BIRT: 12/02/2024

Einhvern tíma upp úr 980 fluttist nokkuð stór hópur bænda víkingaaldar frá Íslandi til suðurhluta Grænlands.

 

Loftslag var fremur hlýtt á þessum tíma, höfin að mestu laus við ís og gerlegt að byggja hús og stunda landbúnað á stærstu eyju heims.

 

Norðar í landinu gátu innflytjendurnir jafnvel veitt rostunga og selt tennurnar til meginlands Evrópu þar sem þær voru í háu verði.

 

En á 15. öld virðast sæfararnir skyndilega hafa horfið af þessum búsvæðum og hvorki munnlegar né skriflegar heimildir greina frá ástæðunni.

 

Rannsókn vísindamanna hjá Harvardháskóla kynni nú að varpa einhverju ljósi á hluta ástæðnanna.

 

Niðurstöðurnar eru birtar í Proceedings of the National Academy of Science og vísindamenn einbeittu sér að búsetu á um 500 býlum syðst á Grænlandi. Þessir bæir voru byggðir með um 4 km millibili og ekki langt frá jökulbrúninni.

 

Miklar hörmungar

Hvarf Grænlendinganna fellur saman við upphaf hinnar svonefndu Litlu ísaldar sem hafði miklar afleiðingar á Norður-Atlantshafi.

 

Tölvulíkön hafa sýnt hvernig stækkandi og þyngri Grændlandsjökull hafi að líkindum þrýst gróðursælu landi við ströndina niður fyrir sjávarmál og þar með skilið Grænlendinga eftir án möguleika til landbúnaðar.

 

Þetta var þó ekki allt og sumt.

Ferðir fylgdu meginlínum

DNA úr beinum víða í Evrópu sýna ferðir víkinga og með erfðarannsóknum má skoða ferðaleiðir víkingaaldar í megindráttum. Niðurstöður staðfesta eldri hugmyndir um helstu ferðaleiðir norskra, sænskra og danskra víkinga.

Danskir víkingar skildu eftir ummerki í Englandi en líka sunnar í Evrópu.

Norskir víkingar fóru mest til Írlands, Íslands og síðar Grænlands.

Og sænskir víkingar fóru einkum til austurs.

Ferðir fylgdu meginlínum

DNA úr beinum víða í Evrópu sýna ferðir víkinga og með erfðarannsóknum má skoða ferðaleiðir víkingaaldar í megindráttum. Niðurstöður staðfesta eldri hugmyndir um helstu ferðaleiðir norskra, sænskra og danskra víkinga.

Danskir víkingar skildu eftir ummerki í Englandi en líka sunnar í Evrópu.

Norskir víkingar fóru mest til Írlands, Íslands og síðar Grænlands.

Og sænskir víkingar fóru einkum til austurs.

Í þessari nýju rannsókn skoðuðu vísindamennirnir aftur hvaða áhrif vaxandi ísmassi hafi haft á ströndina og íbúana þar.

 

Útreikningar þeirra og tölvulíkön sýndu að aukinn ísmassi hafi að líkindum einnig haft áhrif í hafinu og valdið því að sjávarborð hækkaði um 3,3 metra.

 

Síðasta hálmstráið

Aukin þyngd íssins hefur sem sagt bæði valdið landsigi og hækkað sjávarborð. Í sameiningu hefur þetta tvennt mögulega flutt ströndina hundruð metra inn á landið og sökkt 200 ferkílómetrum af landi og mörgum býlum.

 

Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að sjávarborð hafi hækkað á þeim tíma sem byggð norrænna manna stóð á Grænlandi. En vísindamennirnir að baki þessari rannsókn eru engu að síður fyrstir til að sýna fram á svo umfangsmiklar afleiðingar.

 

Afkomendur Eiríks rauða og sonar hans, Leifs heppna, þurftu að kljást við fleiri ógnir, lækkandi hitastig jók erfiðleika í landbúnaði.

 

Árekstrar við Inúíta norðar í landinu gerðu sitt og verð á rostungstönnum lækkaði þegar fílabein tók að berast frá Afríku.

Víkingur ferðaðist um allan heim

 

 

Hún settist að á Grænlandi, fæddi fyrst evrópskra kvenna barn á amerískri grundu og fór í pílagrímsferð til Rómar. Víðförulasta víkingakona sögunnar, Guðríður Þorbjarnardóttir, leitaði uppi ævintýri og ferðaðist víðar en flestir á hennar tíma.

 

Lestu meira:

Vísindamennirnir telja þó að hvarf þurrlendis undir sjó hafi valdið miklu um að norrænir íbúar skuli hafa horfið alveg á Grænlandi á 15. öld.

 

„Við höfum komist að því að hækkun sjávarborðs skipti máli,“ segir Marisa Borreggine, einn vísindamannanna að baki rannsóknarinnar, við New Scientist.

 

„En það var ekki endilega helsta ástæðan,“ heldur hún áfram.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock,

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

3

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Sérsveitarhermaðurinn Ehud Barak barðist með hnífum, hríðskotaskammbyssu og í kvenklæðum gegn fjandmönnum Ísraela um áratugaskeið en þrátt fyrir þessa fortíð reyndi hann að skapa varanlegan frið við Palestínumenn þegar hann varð forsætisráðherra.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is