Lifandi Saga

Víkingur ferðaðist um allan heim

Hún settist að á Grænlandi, fæddi fyrst evrópskra kvenna barn á amerískri grundu og fór í pílagrímsferð til Rómar. Víðförulasta víkingakona sögunnar, Guðríður Þorbjarnardóttir, leitaði uppi ævintýri og ferðaðist víðar en flestir á hennar tíma.

BIRT: 12/10/2023

Við skulum láta hugann reika aftur að vordegi einum, rétt upp úr árinu 1000. Guðríður Þorbjarnardóttir, 15 ára gömul, sat skjálfandi úr sulti og kulda á skeri úti í sjó, skammt suður af Grænlandi, skimandi eftir skipum. Guðríður var á leiðinni yfir Norður-Atlantshafið um borð í stóru skipi sem hlaðið var norsku timbri fyrir víkingana á Grænlandi. Hafið í kringum Grænland er hins vegar einkar viðsjárvert og tveimur dögum áður hafði skipið tapað stefnunni og strandað á skeri.

 

Guðríður var þarna á skerinu ásamt 14 öðrum skipbrotsmönnum og reyndi allt hvað hún gat að missa ekki kjarkinn, þrátt fyrir að margir úr áhöfninni hefðu farið niður með skipinu og myndu aldrei komast lifandi til víkingabyggðarinnar á Suður-Grænlandi.

 

Loks kom Guðríður auga á langskip sem birtist öllum að óvörum í þokunni. Þjökuð stúlkan fékk nú nýja von um að bjargast og byrjaði að veifa og hrópa til að ná athygli skipstjórans á aðkomuskipinu.

Um árið 1000 varð Leifur heppni fyrsti Evrópumaðurinn til að stíga fæti í Ameríku.

Samkvæmt Grænlendingasögu var það ekki ómerkari maður en sjálfur Leifur heppni sem bjargaði skipbrotsmönnunum en hann var þá á leið frá Vínlandi, nýja landinu sem hann hafði fundið þar sem nú er Norður-Ameríka. Guðríður og samferðafólk hennar á skerinu var sótt á báti og þau sigldu síðan áfram til Grænlands með Leifi. Allir 15 skipbrotsmenn komust alla leið í víkingabyggðina en voru hins vegar svo þjakaðir að þeir létust flestir úr sjúkdómum þann vetur.

 

Guðríður var hins vegar ekki af baki dottin. Hún var full af ævintýralöngun og útþrá og gat engan veginn gleymt áhugaverðum lýsingum Leifs af nýja, óþekkta heiminum.

Víkingar og afkomendur þeirra byggðu m.a. kirkjur í Grænlandi og enn má rústir þeirra.

Völva spáði fyrir um örlög Guðríðar

Árið 925 hófst nýtt landvinningatímabil víkinga á Norður-Atlantshafi þegar 25 skipsáhafnir sigldu með Eirík rauða í vesturátt frá Íslandi, í átt að nýfundna landinu Grænlandi. Sennilegt þykir að Eiríkur hafi sjálfur gefið þessari risastóru ey heiti hennar, því hann vildi laða að íslenska bændur sem ætíð skorti beitarland fyrir fé sitt.

 

Guðríður Þorbjarnardóttir fæddist á bænum Arnarstapa á Snæfellsnesi. Fyrst í stað vildi faðir hennar, Þorbjörn, ekki slást í för með Eiríki rauða í leiðangri þess síðarnefnda, sökum þess að hann vildi ekki skilja unga dóttur sína eftir á Íslandi.

 

Guðríðar Þorbjarnardóttur er bæði getið í Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða. Þó svo að sögum þessum beri ekki saman í tilteknum smáatriðum þá greina báðar sögurnar frá nokkurn veginn sömu atburðarás um hina ævintýragjörnu Guðríði.

Víkingar settust að á Grænlandi um árið 985 en yfirgáfu eyjuna í byrjun 15. aldar.

Strax frá fyrstu stundu var ljóst að víkingastúlkan unga þráði líf sem einkenndist af meiri ævintýrum en tilveran sem bóndakona á Íslandi bauð upp á. Í Eiríkssögu er Guðríði lýst sem „vænni konu“, „skörulegri og viturri“.

 

Þegar Guðríður var 15 ára að aldri yfirgaf hún örugg heimkynni sín á Íslandi og hélt áleiðis til víkingabyggðarinnar á Grænlandi, þar sem henni bárust til eyrna einkar áhugaverðar frásagnir af Vínlandi.

 

Í kringum árið 1000 bjuggu á bilinu 400 til 500 manns í stærsta byggðarlagi Eiríks rauða á suðurodda Grænlands.

 

Það borgaði sig fyrir metnaðargjarna nýbúana að láta sér semja vel við stofnanda byggðarlagsins, Eirík rauða og fjölskyldu hans, meðal annars soninn Leif heppna sem gerðist höfuð nýlendunnar eftir andlát föður síns.

…því að vegir þínir liggja úr til Íslands og mun þar koma frá þér bæði mikil ætt og góð.“

Spádómur völvu um Guðríði Þorbjarnardóttur

Guðríður dvaldi fyrsta veturinn hjá frænda Eiríks þar sem hún tók að sér að leiða hópinn í gegnum skelfilegt hungurtímabil. Þegar spákona ein, völvan, kom heim á bæinn var hin kristna Guðríður ekki bangin við að syngja gamla heiðna galdravísu til að aðstoða völvuna við að spá fyrir um uppskeru næsta árs.

 

Í þakklætisskyni fyrir sönginn fagra spáði völvan einnig fyrir Guðríði:

 

„Þú munt gjaforð fá hér á Grænlandi, það er sæmilegast er, þó að þér verði það eigi til langæðar, því að vegir þínir liggja úr til Íslands og mun þar koma frá þér bæði mikil ætt og góð.“

Mikil virðing var borin fyrir völvunni í víkingasamfélaginu og hún ferðaðist oft í fylgd yngri kvenna.

Eftir eins árs dvöl á Grænlandi gekk Guðríður, líkt og völvan hafði spáð fyrir um, að eiga yngri bróður Leifs heppna Þorstein, sennilega vegna þess að hún taldi að hann myndi hafa hana meðferðis til Vínlands. Og ekki leið á löngu áður en þau settu stefnuna í vesturátt á langskipi sínu en Þorsteinn hafði ekki yfir að ráða sömu þekkingu og bróðir hans á siglingaleiðinni til Vínlands og skipverjar töpuðu stefnunni og áhöfnin þurfti að verja heilu sumri í öldurótinu utan við það sem nú heitir Nuuk.

 

Þegar þau loks komust heim aftur veiktist Þorsteinn og lést. Guðríður var þá orðin ekkja, aðeins 17 ára gömul og settist að á bæ Eiríks rauða, Brattahlíð. Ævintýralöngunin var hins vegar enn söm við sig.

Sennilegt þykir að sólsteinar hafi verið slípaðir kristallar úr íslensku kalkspati en um er að ræða gegnsætt steinefni sem getur skautað ljósið.

Sólsteinn kann að hafa vísað veginn til Ameríku

Víkingar höfðu ekki yfir að ráða áttavita og voru háðir stöðu sólar til þess að geta tekið rétta stefnu yfir opið hafið. Þegar ský huldu sólu er hugsanlegt að áhöfnin hafi stuðst við svokallaðan sólarstein til að finna sólina.

 

Sólsteinar víkinga eru umvafðir mikilli dulúð en þeirra er getið í gömlum textum á borð við Rauðúlfsþátt, þar sem norski konungurinn, Ólafur helgi, á að hafa notað sólstein til að finna með sólina á skýjuðum himni. Steinar þessir eru álitnir hafa verið gerðir úr kalkspati en árið 2011 tókst vísindamönnum að sanna að slíka steina mætti einmitt nota til að greina sólina á skýjuðum himni.

 

Skýringin á því hvernig víkingar komust yfir Atlantshafið kann því að vera fólgin í notkun sólsteina. Árið 2018 útbjuggu ungverskir vísindamenn alls 36.000 tölvueftirlíkingar af löngum sjóferðum víkinganna við ólíkar veðuraðstæður í því skyni að gera grein fyrir áhrifamætti sólsteinanna. Þeir komust að raun um að notkun sólsteina hefði gert það að verkum að víkingunum tókst að velja réttar siglingaleiðir með minnst 92% nákvæmni.

Þannig virkuðu sólsteinar víkinganna

Þegar skip voru á opnu hafi og hvorki var unnt að sjá sólina né heldur kennileiti á landi reyndist áhöfninni nánast ógerlegt að velja rétta stefnu.

Í slíkum tilvikum tók stýrimaðurinn fram sólstein og beindi honum í átt til himins. Samkvæmt kenningunni var um að ræða íslenskt kalkspat sem merkt hafi verið með svörtum punkti í annan endann.

Þegar geislar sólar lenda á kristal úr íslensku kalkspati er ljósið skautað og greinist þá í tvennt en fyrirbæri þetta nefnist tvíbrot. Víkingarnir sáu fyrir bragðið tvo gráa punkta þegar þeir horfðu í gegnum sólsteininn.

Stýrimaðurinn horfði í gegnum sólsteininn jafnframt því sem hann hreyfði hann langsum eftir sjóndeildarhringnum. Hann fylgdist samtímis með punktunum tveimur sem virtust greinilegri og daufari allt eftir því hvar hann hélt steininum.

Þegar víkingarnir höfðu fundið þann stað á himni þar sem litastyrkur punktanna beggja var nákvæmlega sá sami gaf það til kynna að kristallinn benti í átt til sólar og víkingarnir gátu tekið stefnuna með hliðsjón af henni.

Þegar skip voru á opnu hafi og hvorki var unnt að sjá sólina né heldur kennileiti á landi reyndist áhöfninni nánast ógerlegt að velja rétta stefnu.

Í slíkum tilvikum tók stýrimaðurinn fram sólstein og beindi honum í átt til himins. Samkvæmt kenningunni var um að ræða íslenskt kalkspat sem merkt hafi verið með svörtum punkti í annan endann.

Þegar geislar sólar lenda á kristal úr íslensku kalkspati er ljósið skautað og greinist þá í tvennt en fyrirbæri þetta nefnist tvíbrot. Víkingarnir sáu fyrir bragðið tvo gráa punkta þegar þeir horfðu í gegnum sólsteininn.

Stýrimaðurinn horfði í gegnum sólsteininn jafnframt því sem hann hreyfði hann langsum eftir sjóndeildarhringnum. Hann fylgdist samtímis með punktunum tveimur sem virtust greinilegri og daufari allt eftir því hvar hann hélt steininum.

Þegar víkingarnir höfðu fundið þann stað á himni þar sem litastyrkur punktanna beggja var nákvæmlega sá sami gaf það til kynna að kristallinn benti í átt til sólar og víkingarnir gátu tekið stefnuna með hliðsjón af henni.

Barmur fældi indíánana á braut

Guðríður kynntist næst Íslendingnum Þorfinni Karlsefni sem bjó yfir sömu útþrá og hún sjálf. Þorfinnur Karlsefni var á höttunum eftir varningi á Grænlandi, sennilega rostungstönnum en féll gjörsamlega fyrir Guðríði og gekk fljótt að eiga hana. Guðríður var 19 ára gömul, nýgift og þunguð, þegar hún fór að undirbúa líf sitt í Vínlandi.

 

Hún skipulagði þriggja skipa leiðangur ásamt manni sínum, réði áhafnir, keypti vistir og tók stefnuna í suðvesturátt um leið og hafið varð íslaust í júní.

 

Sagnfræðingum í dag er ekki kunnugt um hvaða leið þau sigldu en gert er ráð fyrir að þau hafi haft viðkomu á sama stað og Leifur heppni nokkrum árum áður, við L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi, þar sem fornleifafræðingar hafa stundað uppgröft frá árinu 1960 og grafið upp víkingabyggð. Þar hafa fundist áhöld sem notuð eru til að spinna með ull sem gefur sterklega til kynna að kona hafi verið þar á ferð, að öllum líkindum Guðríður.

 

Hvernig sem því öllu er farið þá hafa hjónin reist sér torfbæ einhvers staðar nærri ströndinni, þar sem Guðríður hefur alið soninn Snorra, fyrsta Evrópubúann sem fæddist í Ameríku.

Guðríður komst að lokum alla leið til Ameríku í kringum 1004, ásamt eiginmanni sínum Þorfinni, 60 manna föruneyti og fimm konum til viðbótar.

Sagnfræðinga greinir enn á um hversu sunnarlega víkingarnir hafa komist á Vínlandi en valhnetuskeljar sem vaxa sunnarlega þar í landi hafa fundist í L’Anse aux Meadows, auk þess sem náttúrulýsingar í Íslendingasögunum gefa til kynna að Guðríður hafi komið til Miramichi-fljóts í New Brunswick í Kanada, þar sem ofgnótt leynist af laxi. Þarna rákust víkingarnir á svokallaða skrælingja sem líkast til hafa verið forfeður indíánanna sem nú eru þekktir sem mikmak-indíánar.

 

Uxar sem víkingarnir höfðu meðferðis ollu skelfingu meðal indíánanna en Þorfinni Karlsefni tókst engu að síður að kaupa stafla af feldum fyrir lítilræði af rauðum vefnaði. Þegar þeir innfæddu sneru aftur þremur vikum síðar voru þeir í vígaham og víkingarnir urðu að flýja inn í kanadíska skóginn.

„Hún beraði brjóst sitt og lagði sverð á það.”

Eiríkssaga rauða

Í Eiríkssögu greinir frá konu sem tókst að reka indíánana á flótta eftir að hafa tekið upp sverð sem tilheyrt hafði víkingi sem látið hafði lífið:

 

„Hún beraði brjóst sitt og lagði sverð á það. Þetta hræddust skrælingjarnir og þeir flýðu niður í bátana og reru á brott“.

 

Sennilega hafa indíánarnir þó fremur óttast baráttuvilja konunnar en brjóst hennar. Konan í frásögninni er reyndar nefnd Freydís en fræðimenn hafa bent á að sagnapersónunum Freydísi og Guðríði hafi í sumum tilvikum verið ruglað saman. Atorkusama konan með sverðið kann þannig að hafa verið Guðríður.

Samkvæmt Eiríkssögu rauða urðu indíánarnir hræddir þegar þeir sáu konu haga sér jafn brjálæðislega og Freydís.

Samskiptin milli íbúa Ameríku og víkinganna fóru versnandi og oft kom til bardaga milli hópanna tveggja. Í Grænlendingasögu segir frá Guðríði, sitjandi við vöggu Snorra, þar sem innfædd kona hafi leitað hana uppi.

 

„Guðríður bauð konunni að setjast. Guðríður heiti ég , á hún að hafa sagt. Ókunnuga konan endurtók orð hennar: Guðríður heiti ég “.

 

Konurnar tvær reyndu að skilja hvor aðra en samtalið var brátt rofið af völdum hávaða fyrir framan búðir víkinganna, þar sem einn af mönnum Þorfinns stakk til bana skrælingja sem hugðist stela vopni frá víkingunum. Innfædda konan flýði og Guðríður fékk fljótt leið á lífinu í nýja heiminum, þar sem taugarnar voru stöðugt þandar til hins ýtrasta.

 

Eftir þriggja ára ósætti við þá innfæddu fengu Guðríður, Þorfinnur og Snorri nóg af verunni í Vínlandi. Þau tóku þá stefnuna á Grænland með skipið drekkhlaðið feldum og framandlegu timbri.

 

Ferðin var engan veginn hættulaus og tvö önnur skip í sama leiðangri hurfu í hafið. Þetta var mikill missir fyrir fábýlt byggðarlagið á Grænlandi og eftir þennan leiðangur gáfu Norðurlandabúarnir upp nokkra von um að nema land í Ameríku.

Konur á víkingaöld létu ekki að sér hæða

Konur á víkingaöld nutu talsvert meira frelsis en kynsystur þeirra í öðrum hlutum Evrópu. Þær gátu farið fram á skilnað og þær réðu yfir búi sínu þegar eiginmaðurinn fór í ferðir. Dugmestu konurnar ferðuðust sjálfar um heiminn.

Gunnhildur var voldugasta kona Norðurlanda

Gunnhildur fæddist í námunda við árið 910 og aðstoðaði norskan eiginmann sinn við að brjóta bræður hans á bak aftur til þess að þau hjónin kæmust til valda í Noregi. Gunnhildi er lýst sem kænum bragðaref sem leitaði oft á náðir galdra til að fá sínu framgengt.

Auður djúpúðga nam land á Íslandi

Auður djúpúðga var dóttir norsks höfðingja sem hrökklaðist til Bretlandseyja. Þegar hún missti eiginmann sinn og föður í bardaga í Skotlandi flýði hún með börn sín til Íslands. Með kænsku sinni tryggði hún sér stóra og góða bújörð og brátt höfðu hún og fjölskylda hennar mikil ítök í landinu.

Freydís vildi eiga Vínland út af fyrir sig

Freydís fékk norska bræður til að fjármagna leiðangur sinn til Ameríku. Þegar svo þangað var komið taldi hún eiginmanni sínum trú um að bræðurnir hefðu misþyrmt sér. Hann myrti fyrir vikið alla fylgdarsveina hennar og eftir það sat Freydís ein að öllum fengnum.

Guðríður endaði ævina sem nunna

Guðríður og eiginmaður hennar voru þó engan veginn hætt öllum ferðalögum. Eftir skamma dvöl á Grænlandi sigldu þau yfir Atlantshafið til Noregs þar sem þau seldu varninginn frá Vínlandi. Salan færði þeim mikinn auð í aðra hönd og þau gátu nú snúið aftur til Íslands sem efnafólk.

 

Í kringum 1010 settust þau að á æskuslóðum Þorfinns í Skagafirði og þar fæddist þeim annar sonur. Örfáum árum síðar andaðist Þorfinnur af óþekktum orsökum og móðirin unga stóð uppi alein með bústofn og barnauppeldi. Þetta nægði þó ekki til að kyrrsetja Guðríði.

LESTU EINNIG

Um leið og Snorri hafði gengið í hjónaband með konu sem gat sinnt búskapnum, lagði Guðríður upp í pílagrímsferð til Rómar en þess ber að geta að áhugi hennar á kristinni trú jókst stöðugt. Hún sigldi fyrst í stað til Noregs og gekk síðan, með viðkomu í Hróarskeldu, niður eftir öllu meginlandi Evrópu þar sem hún m.a. kom við í Ölpunum.

 

Að lokinni dvöl Guðríðar í Róm fór hún alla þessa löngu leið aftur til Íslands og sneri aftur sem einkar guðhræddur kaþólikki. Sonur hennar, Snorri, hafði látið reisa kirkju rétt við bæinn og þar lifði hún sem nunna allt þar til hún lést árið 1050. Hún þreyttist aldrei á að segja barnabörnum sínum frá ferðum sínum víðs vegar um heiminn.

 

Nú á dögum er Guðríður þekkt fyrir að vera víðförulasti einstaklingur víkingatímans sem lét sér fátt um venjur og hefðir samtímans finnast og lét drauma sína rætast.

Lestu meira um Guðríði Þorbjarnardóttur

Nancy Marie Brown: The Far Traveler: Voyages of a Viking Woman, Mariner Books, 2008

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN BOJESEN , BUE KINDTLER-NIELSEN

© National Gallery of Norway,© Number 57,© Bruun Rasmussen/Arcadja,© Shutterstock,© North Wind Picture Archives/Imageselect,© North Wind Picture Archives/Imageselect,© Snorri Sturluson: Heimskringla,© Charlotte Graham/Shutterstock/Ritzau Scanpix,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.