Menning og saga

Lindisfarne – hér hófst víkingaöldin

Árið 793 fundu Englendingar fyrir „reiði norrænna manna“ í fyrsta sinn, þegar danskir víkingar réðust á hið ríka og volduga Lindisfarne-klaustur í Northumbria. Ránið var upphafið að 250 ára herferðum Skandinavíu til Evrópu.

BIRT: 12/03/2023

Fáir muna eftir eins slæmu ári og árið 792. Hvert ógnvekjandi táknið á eftir öðru hafði birst í formi hvirfilvinda og harðvítugra þrumuveðra.

 

Hungursneyð hafði herjað á ríki Northumbria í norðausturhluta Englands. Hins vegar fannst munkunum í klaustrinu á eyjunni Lindisfarne þeir vera öruggir. Þeir báðu, lifðu fátæklega og helguðu líf sitt Guði.

 

En þegar munkar klaustursins komu út úr kapellunni eftir morgunbæn sína 8. janúar 793, sáu þeir tvö skip með drekahöfuð á leið til strandarinnar fyrir neðan klaustrið.

 

Þegar skipin voru komin á grunnt vatn stukku 100 þungvopnaðir og villimannslegir menn út úr skipunum og hlupu öskrandi í átt að skelfingu lostnum munkunum.

 

Nokkrir munkar féllu á kné og báðu ákaft til Guðs. Hinir hlupu inn í kirkju klaustursins. Þar heyrðu þeir í gegnum glugga kirkjunnar bænir klausturbræðra sinna sem brátt breyttust í nístandi sársaukaóp. Munkarnir krupu fyrir altarinu og báðust fyrir.

 

Víkingarnir rændu klaustrið

Bænirnar hjálpuðu ekki neitt. Kirkjudyrunum var sparkað upp og innan nokkurra mínútna hafði restin af varnarlausu munkunum verið höggin niður, í spað. Þungt hlaðnir helgum gull- og silfurfjársjóðum klaustursins yfirgáfu danskir víkingar staðinn.

Lindisfarne varð frægt fyrir fallega biblíu klaustursins frá 8. öld. Það er elsta biblía Englands.

„Heiðingjar vanhelguðu helgidóm Guðs, eyðilögðu hús og híbýli okkar og tróðu á líkum heilagra manna eins og þeir væru óhreinindi á götunni,“ skrifaði munkur í York um árásina.

 

Síðan bað hann bæn sem yrði endurtekin um alla Evrópu næstu 250 árin: „Ó, Drottinn, frelsaðu okkur frá reiði norrænna manna.“

 

Stofnað af írskum munki

Lindisfarne-klaustrið, þar sem fyrsta stóra þekkta víkingaárásin átti sér stað, var stofnað árið 635 af írska munknum Aidan.

 

Klaustrið fékk miklar peningagjafir frá Oswald konungi Northumbria sem vildi að land sitt yrði algerlega kristnað. Oswald trúði því að kristin kirkja gæti tryggt frið í óstöðugu konungsríkinu.

 

Konungurinn studdi Lindisfarne

Munkinum Aidan gekk mjög vel að útbreiða kristna boðskapinn í Northumbria og gaf konungur honum og hinum munkunum ríkulegar gjafir. Fljótlega áttu munkarnir fjármuni til að byggja glæsilega kirkju klaustursins úr steini. Hinar af byggingum klaustursins voru svo byggðar úr timbri.

 

Á 8. öld varð Lindisfarne svo útnefnt biskupssetur og völd klaustursins jukust enn frekar. Munkarnir stofnuðu klausturskóla sem þjálfaði trúboða.

 

Skólinn þjálfaði einnig embættismenn fyrir kirkjuna og konunginn. Þegar víkingar lögðu klaustrið að velli árið 793 var það því ein ríkasta og mikilvægasta trúarmiðstöð alls Englands.

Í dag er Lindisfarne klaustrið rústir einar. Stofnandi þess, Heilagur Aidan vakir þó enn yfir byggingum sínum.

Í dag er Lindisfarne klaustrið rústir einar. Stofnandi þess, Heilagur Aidan vakir þó enn yfir byggingum sínum.

Munkarnir flýja eyjuna

Á næstu 200 árum var klaustrið rænt margoft af víkingum. Margir munkar flúðu að lokum og skólanum var lokað.

 

Í lok 8. aldar var Lindisfarne loksins yfirgefið og biskupssetrið flutt til Durham á meginlandinu. En 100 árum síðar var klaustrið svo aftur endurbyggt sem nunnuklaustur en staðurinn varð aldrei aftur trúarlegur valdastaður.

 

Þetta afskekkta klaustur þjónaði þess í stað sem vistarvera fyrir aðalskonur sem höfðu fallið úr samfélagslegri náð eða gátu ekki gift sig.

 

Árið 1536 var klaustrið lagt niður þegar Hinrik VIII lokaði öllum klaustrum Englands og gerði land þeirra upptækt. Klaustrinu var leyft að grotna niður og varð að þeim fallegu og töfrandi rústum sem það er í dag.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Pelle Stampe

© Bridgeman, Shutterstock & Wikimedia. © Getty Images

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

NÝJASTA NÝTT

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Vinsælast

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Maðurinn

3 ókostir við greind

6

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Lifandi Saga

Edmund Kemper: Hrottafenginn raðmorðingi var vinur lögreglunnar

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Jafnvel þótt aðeins minnstu kjarnorkuveldin tækju upp á því að nota vopnabúrið sitt hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir plánetuna okkar. Lítil ísöld skapaðist, uppskerubrestur yrði um heim allan og baráttan um fæðuna myndi hefjast.

Menning og saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.