Maðurinn

Nýleg uppgötvun: Vinsælar fæðutegundir geta hraðað öldrun

Flest viljum við lifa eins lengi og frekast er unnt og halda góðri heilsu. Nú hefur teymi vísindamanna komist að raun um hvaða fæðutegundir við hugsanlega ættum að forðast.

BIRT: 26/01/2025

Flest viljum við helst fá að lifa lengi og halda góðri heilsu í eins mörg ár og frekast er unnt.

 

Fyrir vikið keppast vísindamenn við að rannsaka hvernig við sjálf getum átt þátt í að auka lífslíkurnar á einn eða annan hátt.

 

Nú hafa vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Brasilíu rannsakað samhengið milli líffræðilegs aldurs og neyslu tiltekins flokks matvæla.

 

Þannig komust þeir að raun um að líffræðilegur aldur hækkaði í samræmi við aukna neyslu tiltekinna matvæla og að við að sama skapi getum hægt á öldruninni með því að takmarka neyslu þessara fæðutegunda.

 

Rannsóknin leiddi nefnilega í ljós að fullorðnir sem neyta mikils af forunnum kjötvörum eru oft líffræðilega eldri.

 

Þetta hlýtur að tákna að forunnin matvæli hafi áhrif á það hversu hratt við eldumst, segja vísindamenn við Monash-háskólann í fréttatilkynningu.

 

Mikil aukning

Á undanförnum árum hefur athyglin beinst að verulegri fjölgun gjörunninna matvæla í hillum kjörbúðanna.

 

Um 40% af orkuneyslu Ástrala felst t.d. í neyslu gjörunninna matvæla, segja vísindamennirnir í fréttatilkynningunni.

 

Ýmsar rannsóknir hafa reyndar leitt í ljós að fæðan geti haft neikvæð áhrif á heilsu okkar með því að auka líkurnar á m.a. elliglöpum og krabbameini.

 

Nokkur af algengustu gjörunnu matvælunum eru hrökkbrauð, ávaxtajógúrt, tilbúnir réttir, kjötálegg og jurtamjólk.

 

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að líffræðilegur aldur okkar kann að vera allt að 2,5 mánuðum hærri en raunaldurinn ef fæðan samanstendur af aðeins tíu hundraðshlutum gjörunninna matvæla.

Hvað eru gjörunnin matvæli?

Unnar matvörur flokkast í fjóra flokka, allt eftir því hversu mikið unnar þær eru.

 

  • Í fyrsta flokknum er að finna matvæli sem annað hvort hafa alls ekki verið forunnin eða eru það aðeins að litlu leyti. Dæmi um þetta eru ferskir ávextir og nýtt grænmeti, baunir, hnetur, grjón, egg, mjólk, fiskur, ferskt kjöt, frystir ávextir og frosið grænmeti, gerilsneydd mjólk, ávaxtasafi án aukaefna, ósykruð jógúrt, svo og krydd.

 

  • Í öðrum flokki eru unnin innihaldsefni á borð við olíu, smjör, edik, sykur og salt.

 

  • Þriðji flokkurinn hefur að geyma unnin matvæli sem mynda blöndu af fyrsta og öðrum flokki. Dæmi um þetta er reykt og kryddað kjöt, ostur, brauð, saltar eða sykraðar hnetur, bjór og vín. Forvinnslan er yfirleitt gerð með það fyrir augum að lengja endingartíma matvælanna.

 

  • Í síðasta flokknum eru gjörunnin matvæli í líkingu við brauð með aukaefnum, tilbúnir réttir, sykurbættar morgunmatarafurðir, gosdrykkir og álegg (sem innihalda kjöt, sem og kjötlausir valkostir).

Því meira forunnin sem matvælin eru, þeim mun hærri verður líffræðilegi aldurinn.

 

Vísindamenn við m.a. Monash-háskóla í Ástralíu hafa grandskoðað gögn alls 16.055 fullorðinna einstaklinga.

 

Rannsóknin leiddi í ljós að sá hópur sem neytti mestrar gjörunninnar fæðu var 0,86 árum, þ.e. 10,5 mánuðum, eldri líffræðilega séð en sá hópur sem neytti minnstrar forunninnar fæðu.

 

Fyrir hverja tíu prósent aukningu af gjörunnum mat var líffræðilegur aldur 2,5 mánuðum hærri en fæðingardagur þátttakendanna sagði fyrir um.

 

Bandaríkjamaðurinn Bryan Johnson fylgir strangri rútínu með skýrt markmið: Hann vill verða 18 ára gamall – aftur. Lestu um daglegt líf hans í greininni hér:

Auðkýfingurinn Bryan Johnson, 46 ára að aldri hefur tekið þá ákvörðun að lækka líffræðilegan aldur sinn með því að „hakka“ sig inn í líkamann.

Færri forunnin matvæli leiða af sér bætta heilsu

Niðurstöðurnar gáfu annars vegar til kynna að líffræðilegur aldur hækki í takt við neyslu gjörunninna matvæla og að við getum hægt á öldruninni með því að minnka neyslu unninna matvæla.

 

Vísindamenn telja jafnframt að við þurfum markvisst að forðast gjörunnin matvæli til að stuðla að heilnæmri öldrun.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Age and Ageing.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Grustock /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is