Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Blóð sonarins, 112 töflur daglega og líf sem lifað er eftir nákvæmu reikniriti. Auðkýfingurinn Bryan Johnson, 46 ára að aldri, er einungis einn margra sem tekið hafa þá ákvörðun að lækka líffræðilegan aldur sinn með því að „hakka“ sig inn í líkamann. Nýjustu rannsóknir sýna meira að segja að sum þeirra róttæku ráða sem beitt er, gera gagn.

BIRT: 02/03/2024

Bryan Johnson hlustar ekki lengur á líkama sinn eða heila. Þess í stað einblínir þessi 46 ára gamli Bandaríkjamaður í blindni á reiknirit. Reikniritið fylgist linnulaust með heilsu hans og lætur hann stöðugt vita, allan sólarhringinn, hvað hann eigi að gera.

 

Dagurinn hefst kl. 5.30. Þegar Johnson er vaknaður gleypir hann 112 töflur með margvíslegum fæðubótarefnum og stundar síðan æfingar í nákvæmlega 67 mínútur. Fyrir kl. 12 neytir hann nákvæmlega 1.977 hitaeininga en að því loknu fastar hann fram að háttatíma, kl. 20.30.

 

Markmiðið með þessum reglubundnu vanaverkum er einfalt: Johnson hyggst gæða líkama sinn æskublóma á nýjan leik. Hann hefur í hyggju að breyta sér í 18 ára gamlan pilt, alla leið niður á frumustigið. Og nýjustu rannsóknir sýna að honum kann að takast ætlunarverkið.

 

„Lífhakkarar“ vilja yngjast upp

Bryan Johnson hefur átt miklu láni að fagna sem verktaki. Árið 2007 setti hann á laggirnar fyrirtækið Braintree, vettvang fyrir netgreiðslur sem hann sex árum síðar seldi PayPal fyrir 800 milljónir Bandaríkjadala. Þetta gerir honum fjárhagslega kleift að verja hvorki meira né minna en tveimur milljónum dala árlega í að yngja upp líkamann.

 

Fénu er m.a. varið í tæknibúnað og 30 manna starfsmannateymi sem samanstendur af læknum, lífeindafræðingum og vísindamönnum. Vinna þeirra felst í að fylgjast stöðugt með fæðu hans, svefni og hreyfingu og að greina stöðugt hvernig 78 líffæri í líkama hans bregðast við minnstu breytingum á daglegum vanaverkum.

 

Ef marka má Johnson sjálfan er erfiðið hverrar krónu virði: Vísindamannateymi hans staðfestir að hann hafi þegar yngst um tvö og hálft ár.

Bryan Johnson meðhöndlar húð sína með áburði, sýru og leysigeislum til að viðhalda henni ungri.

Margir aðrir deila bjartsýni Johnsons. Tilraunir til að snúa öldrunarferlinu við hafa orðið að tískufyrirbæri á undanförnum árum, einkum meðal ríka fólksins í Los Angeles en smátt og smátt einnig meðal almennings víðs vegar um heim.

 

Þeir sem aðhyllast þetta kallast oft „lífhakkarar“ og aðferðin felur í sér allt frá fæðubótarefnum og rafbúnaði yfir í háþróaðar læknisfræðilegar aðgerðir. Hugmyndin er sú að hægt sé að „hakka“ sig inn á líffræðileg kerfi líkamans og ráðskast með þau, líkt og um væri að ræða tölvur.

 

Þó svo að margir vísindamenn efist um aðferðirnar sem „lífhakkarar“ beita, halda þeir því samt ekki fram að aðferðirnar séu gagnslausar og telja jafnvel að unnt sé að yngja upp líkamann.

 

Líkamsklukkan kemur upp um aldurinn

Þeir „lífhakkarar“ sem ganga hvað lengst láta græða segul eða skynjara undir húðina til að geta verið í beinni snertingu við rafeindabúnaðinn sinn eða þá láta sprauta ljósgleypandi efnum úr plöntum, blaðgrænu, inn í augun í von um að öðlast þannig bætta sjón.

 

Á hinum enda kvarðans er svo venjulegt fólk sem tekur inn fæðubótarefni, leggur stund á svefnmeðferð eða hugleiðir.

 

Bryan Johnson er einhvers staðar mitt á milli. Hann er varkár að því leyti að hann leggur einungis stund á aðferðir sem hafa verið vísindalega sannaðar. Í sumum tilvikum hafa aðferðirnar raunar aðeins verið reyndar á tilraunadýrum eða í tilraunaglösum.

 

Hann lítur fyrir bragðið á sjálfan sig sem eins konar vísindafrumkvöðul. Og hann mælir framfarirnar með viðurkenndum vísindalegum aðferðum sem leiða í ljós líffræðilegan aldur líkamans með hliðsjón af upplýsingum um sameindirnar á litningunum.

Gamlir litningar glata teygjanleika sínum

Erfðaefni frumnanna er útbúið litlum sameindum sem gera litningana stöðuga. Þær veiklast þegar fram líða stundir og útkoman gerir vart við sig sem aldurstengdur heilbrigðisvandi.

Erfðaefnið er vafið utan um prótein

Hver þessara litninga inniheldur einn langan DNA-þráð (ljósblátt). Þráðurinn kann að vera margir sentímetrar á lengd, sé teygt á honum en tekur miklu minna rými sökum þess að erfðaefninu er vafið utan um prótein sem ganga undir heitinu histón (dökkblátt).

Litlar sameindir styrkja litninginn

Í ungum, heilbrigðum frumum eru DNA-þráðurinn og histónin þakin sameindum sem kallast metýl- og asetýlhópar (grænt). Þær valda því að histónin hlaupa í kekki með þeim afleiðingum að litningurinn styrkist og lokað er á skaðlega erfðavísa á erfðaefninu.

Máttlausir litningar valda öldrun

Þegar fruma eldist, fækkar metýl- og asetýlhópunum. Þetta gerir það að verkum að histónin losna hvert frá öðru, litningurinn verður óstöðugur og hleypir að erfðavísum sem m.a. geta orsakað sýkingar eða truflað efnaskiptin.

Aðferðina við að mæla aldur líkamans með notkun litninga þróaði þýsk-bandaríski erfðafræðingurinn Steve Horvath árið 2013. Hann komst að raun um að fjöldi og skipting svonefndra metýl- og asetýlhópa á litningunum breyttist þegar frumurnar fóru að eldast.

 

Þetta táknar að greina má aldur frumnanna út frá mynstrinu í þessum litlu sameindum. Mynstur þetta kallast jafnframt umframerfðir (ens.: epigenetics) og á m.a. þátt í að segja fyrir um á hvaða genum hefur verið kveikt og hverjum hefur verið slökkt á.

 

Horvath hefur síðan staðfest að ferli þetta á sér enn fremur stað í mönnum. Hann hefur jafnframt fært rök fyrir því að þetta skipti sköpum fyrir heilsu okkar.

 

Það forvitnilegasta er þó að umframerfðaaldur okkar er ekki endilega í samræmi við raunverulegan aldur okkar í árum talinn. Á honum er hægt að hægja og jafnvel að lækka hann.

 

Heilbrigt líferni yngir frumurnar

Í rannsókn einni sem birtist á síðasta ári hófu Steve Horvath og starfsfélagar að fylgjast í nokkur ár með alls 2.000 konum sem voru 71 árs að aldri.

 

Um helmingur kvennanna lést fyrir nírætt og greiningar leiddu í ljós að umframerfðaaldur þeirra var hærri en raunaldur þeirra.

 

Fjórðungur kvennanna náðu níutíu ára aldri en þjáðust hins vegar af andlegum kvillum eða erfiðleikum með gang og meðal þessara kvenna var nokkurn veginn samræmi milli umframerfðaaldurs og raunaldurs.

 

Ofangreindir kvillar hrjáðu ekki síðasta fjórðung kvennanna þegar þær urðu níutíu ára og mælingar leiddu í ljós að umframerfðaaldur þeirra var talsvert lægri en við átti um raunaldurinn sem táknar að frumur þeirra hafi líkamlega verið allnokkuð yngri en fæðingarvottorð þeirra bar vitni um.

 

Rannsóknin leiddi að sama skapi í ljós að konurnar sem tilheyrðu þessum síðasta hópi höfðu að öllu jöfnu stundað heilsusamlegra líferni en konurnar sem dóu fyrr: Þær reyktu og drukku minna, hreyfðu sig meira og áttu í færri tilvikum við offitu að etja. Heilbrigt líferni þeirra virtist með öðrum orðum hafa hægt á öldrun þeirra.

Mýsnar tvær á myndinni eru báðar 16 mánaða gamlar en sá músaaldur samsvarar aldri miðaldra manns. Músin hægra megin eldist hins vegar hraðar en hin vegna skemmda í erfðaefninu.

Í annarri rannsókn sem gerð var árið 2019 sýndi Horvath fram á að ekki er einvörðungu hægt að hægja á öldrunarferlinu, heldur jafnvel að snúa því við. Í þessari tilteknu rannsókn fylgdi hann eftir tíu körlum um sextugt í heilt ár á meðan þeim var gefið lyf sem örvaði ónæmiskerfi þeirra.

 

Þegar árið var liðið hafði umframerfðaaldur þeirra lækkað um eitt og hálft ár. Rannsóknin sýndi einnig fram á að yngingaráhrifin jukust eftir því sem líða tók á tilraunatímabilið og áður en yfir lauk var aldur karlanna farinn að lækka á hraða sem samsvaraði 6,5 árum á ári.

 

Matur styttir lífið

Umframerfðaaldur Bryans Johnson var um 2,5 árum hærri en aldur hans í árum talinn þegar hann breytti um lífsstíl. Á einungis sjö mánuðum tókst honum, ef marka má lækna hans og vísindamenn, að hægja á líkamsklukkunni sem nemur rösklega fimm árum.

 

Niðurstöður hans hafa ekki fengist staðfestar af óháðum vísindamönnum en geta þó samt sem áður mæta vel átt við rök að styðjast. Ýmsar af aðferðunum sem Johnson beitir byggja nefnilega á aðferðum sem sannaðar hafa verið með vísindalegum hætti. Með þessu er m.a. átt við strangt mataræðið sem sér honum fyrir færri hitaeiningum en hann í raun hefur þörf fyrir og sem neyðir hann til að fasta í hartnær 18 af 24 stundum sólarhringsins.

 

Fasta og svokölluð hitaeiningatakmörkun hafa í ýmsum tilraunum reynst lengja lífaldur ýmissa tilraunadýra um 20-40 af hundraði. Ástæðan er m.a. sú að orkuver frumnanna, hvatberarnir, mynda færri skaðleg úrgangsefni, þ.e. sindurefni, þegar þær hafa úr færri hitaeiningum að moða til brennslu.

Bandarískir og kínverskir vísindamenn hafa reiknað út að tvær tegundir tilfinninga virðast auka öldrun hraðar en reykingar.

Johnson ræðst enn fremur til atlögu við sindurefnin með annarri aðferð, þ.e. með andoxunarefnum. Þessi efni vega upp á móti skaðlegum úrgangsefnum og Bandaríkjamaðurinn tekur þau inn í töfluformi alla morgna. Hvað þetta snertir er raunar ekki vísindalega sannað að efnin geri gagn.

 

Þó svo að andoxunarefni séu gagnleg fáum við nefnilega ofgnótt af þeim úr fæðunni. Aukaleg andoxunarefni í formi fæðubótarefna virðast nefnilega ekkert gagnast heilsunni.

Vísindamenn gera tilraunir með vinsæl fæðubótarefni

Þó svo að tiltekið efni skipti sköpum fyrir hraustan líkama er ekki þar með sagt að ráðlegt sé að taka það inn sem fæðubótarefni. Í sumum tilvikum gera fæðubótarefnin nefnilega ekkert gagn.

Staðhæfing: Kreatín eykur vöðvastyrk

Kreatín er náttúrulegt efni sem safnast fyrir í vöðvum og gagnast þeim við að nýta orkuna í eldsneyti frumnanna, ATP. Líkaminn framleiðir sjálfur u.þ.b. helming af þörf sinni fyrir kreatín – afganginn fáum við úr fæðunni. Vísindin: Til eru sannanir fyrir því að kreatín sem fæðubótarefni auki sprengikraft vöðvanna, t.d. í spretthlaupi og lyftingum. Hins vegar gætir ekki mikilla áhrifa á úthald. Niðurstaða vísindamanna: Staðfest áhrif.

Staðhæfing: Andoxunarefni hefta krabbamein

Andoxunarefni eru efni sem vernda frumurnar gegn skaðlegum úrgangsefnum sem m.a. eiga rætur að rekja til orkuframleiðslu líkamans. Andoxunarefni sem fást sem t.d. C- og E-vítamín í fæðunni, eiga þátt í að fyrirbyggja sjúkdóma í líkingu við krabbamein, svo og hjarta- og æðasjúkdóma. Vísindin: Mýmargar vísindalegar rannsóknir sýna að andoxunarefni sem fæðubótarefni hafi afar væg eða engin áhrif á heilsuna. Niðurstaða vísindamanna: Vafasöm áhrif.

Staðhæfing: Lýsi viðheldur heilbrigðum heila

Feitur fiskur og skeldýr innihalda hátt hlutfall af ómega-3-fitusýrum sem m.a. eru hluti af byggingarefninu í frumuveggjum og tilteknum hormónum. Fitusýrurnar gegna mikilvægu hlutverki fyrir getu heilans til að læra og muna, auk þess að fyrirbyggja hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting og æðakölkun. Vísindin: Vísindalegar rannsóknir gefa til kynna að fæðubótarefni sem innihalda ómega-3-fitusýrur hafi smávægileg jákvæð áhrif á heila og hjarta. Niðurstaða vísindamanna: Hugsanleg áhrif.

Aðrar töflur sem Johnson tekur inn gætu aftur á móti átt þátt í að hægja á öldrun hans. Lyfin metformín og acarbóse sem að öllu jöfnu eru notuð gegn sykursýki, hafa sýnt sig að geta lengt lífdaga bæði músa og annarra tilraunadýra og fyrir vikið er líklegt að þau geti einnig lengt líf mannsins.

 

Vísindamenn vita ekki fyrir víst hvers vegna efni þessi virðast lengja lífið en telja skýringuna hugsanlega vera þá að þau vinni gegn þrálátum sýkingum og hafi jákvæð áhrif á þarmaflóruna.

 

Þrátt fyrir allar þessar gæfulegu niðurstöður vara flestir vísindamenn og læknar þó við því að fólk fari að dæmi Johnsons, því aðferðirnar sem hann beitir, þar með talin stíf fasta, hitaeiningatakmörkun og hin ýmsu lyf, geta jafnframt verið skaðleg líkamanum og þar til þau hafa verið rannsökuð frekar gæti falist hætta í notkun þeirra.

 

Sama máli gegnir um ýmsar af enn róttækari aðferðum sem hafa sannað gildi sitt á tilraunadýrum á undanförnum árum.

 

Ungt blóð lengir lífið

Ein þeirra aðferða við að hægja á öldrun sem gefið hafa hvað besta raun en sem er að sama skapi ákaflega umdeild, felst í því að sprauta í sig blóði ungmenna. Samsetning blóðsins breytist eftir því sem árunum fjölgar og þar sem gamalt blóð felur í sér efni sem hraða öldrun hefur ungt blóð að geyma efni sem hægja á henni.

 

Tilraunir með dýr hafa þegar leitt í ljós að hugmyndin er ekki úr lausu lofti gripin. Í mörgum tilraunum sem gerðar voru á músum gat stofnfrumufræðingurinn Amy Wagers við háskólann í Harvard t.d. sýnt fram á að blóð ungra músa léði gömlum músum 62% meira úthald, bætti blóðstreymið til heilans um 50% og jók námsgetuna svo um munaði.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að heilsufar okkar er nátengt blóðflokki okkar. Sumir blóðflokkar hafa í för með sér aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, svo og minnisglöpum, á meðan blóðlokkur O ver okkur gegn krabbameini.

Meðferð Wagers á músum er þó ekki hægt að yfirfæra beint á menn. Í því skyni að tryggja gömlum músum stöðugt nýjar birgðir af ungu blóði saumuðu bandarísku vísindamennirnir ungar og gamlar mýs saman þannig að blóðstreymi þeirra sameinaðist.

 

Tilraunirnar hafa engu að síður leitt til þess að vísindamenn gera nú tilraunir á mönnum sem felast í því að rannsaka hvort blóðgjafir frá ungmennum geti læknað heilsufarsvanda þeirra sem eldri eru. Enn sem komið er hafa vísindamennirnir ekki haft erindi sem erfiði. Þetta virðist þó ekki stöðva Bryan Johnson og aðra „lífhakkara“.

 

Mörg fyrirtæki bjóða nú upp á blóðgjafir frá ungu fólki og margir „lífhakkarar“ eru tilbúnir til að greiða þúsundir Bandaríkjadala fyrir slíka meðferð.

 

Sjálfur hefur Johnson valið talsvert ódýrari lausn, þ.e. blóðgjafir frá syni sínum. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort auðkýfingurinn á eftir að verða jafnaldri sonar síns einn góðan veðurdag. Hvað sem öðru líður eiga öfgakenndar aðferðir hans hugsanlega eftir að leiða í ljós hvað unnt sé að gera og að sama skapi forðast, í baráttunni við ellikerlingu.

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

© Bryan Johnson,© Claus Lunau,© David Sinclair/Harvard Medical School,© Shutterstock

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

5

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

6

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Tækni

Hver uppgötvaði bakteríur fyrstur allra?

Maðurinn

Yfir milljarður ungs fólks er í hættu á að verða fyrir heyrnarskerðingu

Glæpir

Hvaða sakamaður var fyrst tekinn af lífi með notkun eitursprautu?

Maðurinn

Hvers vegna stamar sumt fólk?

Maðurinn

Nálægt því að deyja út: Fyrir tæpum milljón árum vorum við einungis 1.300 á jörðinni

Heilsa

Þess vegna er gott að gráta

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Bandarískir vísindamenn hafa fyrir tilviljun uppgötvað smágerðan þátttakanda sem þó gæti haft afgerandi áhrif varðandi dreifingu krabbafrumna.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is