Alheimurinn

Nýr róbóti á að finna líf á tungli Satúrnusar

Enceladus, tungl Satúrnusar er umlukið íshellu sem er margra kílómetra þykk en þarna telja vísindamenn að leynst gætu ummerki lífs.

BIRT: 08/03/2024

Á einu af 146 tunglum Satúrnusar vonast vísindamenn hjá NASA til að finna vatn og mögulega ummerki lífs.

 

Tunglið Enceladus er nefnilega umlukið þykkri íshellu og stjörnufræðingar hafa lengi talið að undir henni gætu leynst lífverur í miklu hafi.

 

Nú vinna vísindamenn hjá NASA og Tæknistofnun Kaliforníuríkis hörðum höndum að gerð sérstæðrar vitvélar sem geti brotið sér leið niður í gegnum ísinn til að sannreyna hvað hæft sé í tilgátunni.

 

Þessi róbóti er nærri 5 m langur, tæp 100 kg að þyngd og minnir helst á vélslönguarm úr hryllingsmynd frá níunda áratugnum.

 

Róbótinn kallast áll eða „EELS“ (Exobiology Extant Life Surveyor) sem kalla má við hæfi, þar eð tækið notar svipaða hreyfitækni og álar og slöngur.

 

EELS-ormurinn er samsettur úr tíu einingum sem geta snúist og skekkst á alla kanta á liðamótum sem að utan eru varin liðahlífum með skrúfgangi.

Vísindamennirnir láta frumgerð af höfði EELS vélmennisins síga niður í sprungu Athabasca-jökulsins í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þetta er einn þeirra staða á jörðinni sem minnir helst á umhverfið á tungli Satúrnusar, Enceladus þar sem stjörnufræðingar vonast til að finna ummerki um vatn og líf.

Skrúfgangurinn gerir EELS kleift að hreyfa sig á mjög hálu og bröttu yfirborði eins og í íssprungum á yfirborði Enceladusar.

 

Rannsóknir sýna að íshellan er að meðaltali um 12 km þykk. Við suðurpólinn er þykktin þó innan við 3 km.

 

Verkfræðingar NASA ætla EELS það hlutverk að skrúfa sig niður í sprungu og áfram í gegnum íshelluna til að ganga úr skugga um hvort þar sé í rauninni fljótandi haf undir niðri.

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Með þúsundum mynda, innblæstri frá klassískri dægradvöl og svo auðvitað þolinmæði, hafa stjörnufræðingar fundið tugi áður óþekktra tungla við Satúrnus.

Þegar vélormurinn hefur náð niður úr ísnum á hann að beita ýmsum mælitækjum til að kanna aðstæður í mögulegu hafi.

 

Í fremstu einingunni er tækjabúnaður til að mæla rakastig, þrýsting, hitastig og rafleiðni. Tækið getur líka sent myndskeið til jarðar. Í augunum eru sem sé þrívíddarmyndavélar sem senda upptökur í rauntíma.

 

Vonast er til að mælingarnar geti aukið skilning manna á því hvort einhverju sinni hafi verið líf á Enceladusi.

 

Enn á tilraunastigi

Enn á þó eftir að líða talsverður tími þar til unnt verður að senda EELS af stað út í geiminn. Tækið er enn á tilraunastigi en menn vonast til að það verði tilbúið á árinu 2024.

 

Að því loknu tekur svo við um 12 ára bið áður en ormurinn nær á sinn ískalda áfangastað við Satúrnus.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© NASA/JPL-CalTech.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.