Alheimurinn

Nýr róbóti á að finna líf á tungli Satúrnusar

Enceladus, tungl Satúrnusar er umlukið íshellu sem er margra kílómetra þykk en þarna telja vísindamenn að leynst gætu ummerki lífs.

BIRT: 08/03/2024

Á einu af 146 tunglum Satúrnusar vonast vísindamenn hjá NASA til að finna vatn og mögulega ummerki lífs.

 

Tunglið Enceladus er nefnilega umlukið þykkri íshellu og stjörnufræðingar hafa lengi talið að undir henni gætu leynst lífverur í miklu hafi.

 

Nú vinna vísindamenn hjá NASA og Tæknistofnun Kaliforníuríkis hörðum höndum að gerð sérstæðrar vitvélar sem geti brotið sér leið niður í gegnum ísinn til að sannreyna hvað hæft sé í tilgátunni.

 

Þessi róbóti er nærri 5 m langur, tæp 100 kg að þyngd og minnir helst á vélslönguarm úr hryllingsmynd frá níunda áratugnum.

 

Róbótinn kallast áll eða „EELS“ (Exobiology Extant Life Surveyor) sem kalla má við hæfi, þar eð tækið notar svipaða hreyfitækni og álar og slöngur.

 

EELS-ormurinn er samsettur úr tíu einingum sem geta snúist og skekkst á alla kanta á liðamótum sem að utan eru varin liðahlífum með skrúfgangi.

Vísindamennirnir láta frumgerð af höfði EELS vélmennisins síga niður í sprungu Athabasca-jökulsins í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þetta er einn þeirra staða á jörðinni sem minnir helst á umhverfið á tungli Satúrnusar, Enceladus þar sem stjörnufræðingar vonast til að finna ummerki um vatn og líf.

Skrúfgangurinn gerir EELS kleift að hreyfa sig á mjög hálu og bröttu yfirborði eins og í íssprungum á yfirborði Enceladusar.

 

Rannsóknir sýna að íshellan er að meðaltali um 12 km þykk. Við suðurpólinn er þykktin þó innan við 3 km.

 

Verkfræðingar NASA ætla EELS það hlutverk að skrúfa sig niður í sprungu og áfram í gegnum íshelluna til að ganga úr skugga um hvort þar sé í rauninni fljótandi haf undir niðri.

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Með þúsundum mynda, innblæstri frá klassískri dægradvöl og svo auðvitað þolinmæði, hafa stjörnufræðingar fundið tugi áður óþekktra tungla við Satúrnus.

Þegar vélormurinn hefur náð niður úr ísnum á hann að beita ýmsum mælitækjum til að kanna aðstæður í mögulegu hafi.

 

Í fremstu einingunni er tækjabúnaður til að mæla rakastig, þrýsting, hitastig og rafleiðni. Tækið getur líka sent myndskeið til jarðar. Í augunum eru sem sé þrívíddarmyndavélar sem senda upptökur í rauntíma.

 

Vonast er til að mælingarnar geti aukið skilning manna á því hvort einhverju sinni hafi verið líf á Enceladusi.

 

Enn á tilraunastigi

Enn á þó eftir að líða talsverður tími þar til unnt verður að senda EELS af stað út í geiminn. Tækið er enn á tilraunastigi en menn vonast til að það verði tilbúið á árinu 2024.

 

Að því loknu tekur svo við um 12 ára bið áður en ormurinn nær á sinn ískalda áfangastað við Satúrnus.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© NASA/JPL-CalTech.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is