Nýtt efni gerir það ódýrara að binda koltvísýring

Geymsla koltvísýrings kann að verða óumflýjanleg lausn á loftslagsvanda jarðarinnar en tæknin sem þá þyrfti að nýta reynist hins vegar vera allt of dýr. Nú hefur sjálfmyndandi silfurþynna vakið nýjar vonir.

BIRT: 18/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Losun koltvísýrings er helsta ástæða loftslagsbreytinga og hnatthlýnunar. Óháð því hvernig á málin er litið, þá er nauðsynlegt að draga úr losuninni.

 

Þetta fæst þó ekki einvörðungu með því að fljúga minna, keyra sjaldnar né heldur að borða minna kjöt.

 

Ein áhrifamesta aðgerðin í grænu byltingunni er svonefnd koltvísýringsbinding og -geymsla, það sem á ensku kallast Carbon Capture and Storage, skammstafað CCS, þar sem koltvísýringurinn er síaður frá þeirri losun sem á sér stað af völdum iðnaðar og geymdur neðanjarðar sem lofttegund eða vökvi.

 

Sjáðu hvernig koltvísýringur er bundin í jörðu:

Sífellt verður brýnna að þróa slíkar aðferðir, því neysla, fólksflutningar og framleiðsla aukast stöðugt.

 

Sjálfmyndandi þynna

Vandamálið er að nauðsynlegur búnaður krefst mikilla fjárfestinga af hálfu iðnframleiðendanna.

 

Nú hafa vísindamenn við háskólann í Newcastle University þróað nýtt efni sem ætti að geta lækkað kostnaðinn við koltvísýringsbindinguna svo um munar.

 

Vísindamenn hafa þróað þynnu sem gegnir hlutverki eins konar kaffisíu sem hleypir skaðlausum lofttegundum, á borð við köfnunarefni, út í andrúmsloftið en bindur koltvísýring.

 

Þynnan hleypir koltvísýringi einkar hæglega inn í sig og fyrir vikið á hann auðveldara með að hreyfast í þynnunni en við á um önnur efni.

 

Lækkar kostnað umtalsvert

Slíkar þynnur hafa áður verið þekktar en voru áður fyrr alfarið gerðar úr silfri sem er að sjálfsögðu mjög dýr kostur. Fyrir bragðið tóku vísindamennirnir ákvörðun um að útbúa þynnu úr áloxíði sem safnað var saman í litlum pípum og kúlum. Þeir bættu því næst svolitlu silfri við og létu búnaðinn komast í snertingu við súrefni og koltvísýring sem gerði það að verkum að silfrið stækkaði í þynnunni.

 

Með þessu móti varð þynnan sjálfmyndandi og hana unnt að framleiða þar og þegar ætlunin var að nota hana.

 

Þá má einnig geta þess að framleiðsluferli þetta minnkar silfurnotkunina sem að sama skapi lækkar verðið á þynnunni án þess að afköst hennar líði fyrir.

BIRT: 18/05/2023

HÖFUNDUR: SOEREN HOEGH IPLAND

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shuttersock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is