Nýtt eldsneyti gert úr lofti og sólargeislum

Vísindamönnum í Sviss hefur tekist að vinna jarðefnalaust eldsneyti úr loftinu.

BIRT: 08/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Flug- og skipaflutninga þarf að gera vistvænni og hindra losun koltvísýrings en lausnir hafa ekki verið á hverju strái. Vísindamenn við ETH í Zürich hyggjast breyta þessu með tækni sem umbreytir lofti og sólarorku í kolefnishlutlaust eldsneyti.

 

Í tvö ár hafa vísindamennirnir gert tilraunir á þaki háskólans. Þar hefur lítil tilraunastöð knúin sólarorku safnað koltvísýringi og vatni úr loftinu og umbreytt þessu tvennu í gas úr vetni og kolsýringi.

Diskurinn á þaki svissneska háskólans notar sólarorku til að breyta lofti í eldsneyti.

Úr þessu gasi hefur tilraunastöðin svo unnið bensín, metanól og önnur kolvetni sem unnt er að nota sem eldsneyti í flugvélar og skip.

 

Þegar eldsneytinu er brennt í afkastamiklum vélum myndast nákvæmlega jafnmikill koltvísýringur og upphaflega var unninn úr loftinu. Það er þetta sem skapar kolefnishlutleysið. 

Hvernig virkar sólarofninn?

Sólarknúna smáhreinsunarstöðin sameinar þrjú varmaefnafræðileg umbreytingarferli:

 

  • CO2 og vatn er dregið úr lofti.
  • CO2 og vatn er hitað upp í 1500 °C og skipt í syngas.
  • Syngasið er unnið í fljótandi kolvetni.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa nú verið birtar í vísindaritinu Nature og samkvæmt þeim er framleiðslan nógu stöðug við algengar veðuraðstæður til að unnt sé að framleiða eldsneytið í miklu magni.

 

Vísindamennirnir áætla að vinnsluver sem næði yfir um 1% af eyðimerkursvæðum jarðar dygði til að uppfylla heildarþörfina fyrir jarðefnalaust eldsneyti. Lítraverðið fyrir flugvélabensín unnið úr lofti og sólskini er áætlað um kringum 200 krónur.

Í núverandi mynd framleiðir sólkljúfurinn um einn desilítra af fljótandi eldsneyti á dag. ??? translate

BIRT: 08/11/2022

HÖFUNDUR: DENIS RIVIN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © ETH Zürich/Alessandro Della Bella

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is