Læknisfræði

Rafóður í heila koma blindum til að sjá stafi

Nú geta blindir greint mynstur sem teiknað er með rafóðum beint á yfirborð sjónstöðvar heilans.

BIRT: 16/05/2023

Með nýrri tækni sem örvar sjónstöðvar heilans geta blindir nú greint bókstafi og önnur einföld mynstur. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að beintengja upptökubúnað við sjónstöðvar heilans.

 

Tækninni má líkja við tilfinningaskyn okkar og það eru vísindamenn hjá Baylor-læknaháskólanum í BNA sem hafa þróað hana. Ef við finnum fyrir bókstafnum N í lófanum, greinum við ekki formið en ef það er í staðinn teiknað í lófann, skynjum við greinilega að þetta er N.

Blindir geta „séð“ bókstaf (t.v.) þegar rafóðurnar eru virkjaðar hver á fætur annarri, líkt og ef stafurinn væri teiknaður í lófann (t.h.).

Á sama hátt geta rafóður sem græddar eru á sjónstöðvar heilans, skapað form sem við þekkjum ef þær eru virkjaðar í ákveðinni röð.

 

Ástæðan er sú að yfirborð sjónstöðvanna er eins konar kort þar sem hver punktur samsvarar tilteknum punkti í sjónsviðinu.

 

Eins og að sjá lýsandi punkta

Vísindamennirnir prófuðu aðferðina á bæði blindu og sjáandi fólki sem fengið hafði ígræddar rafóður við sjónstöðvarnar í tengslum við meðferð gegn flogaveiki.

Rafóður á yfirborði sjónstöðvanna teikna einföld form sem sá blindi getur svo endurteiknað á snertiskjá.

Báðir hóparnir gátu afkóðað mynstrin sem rafóðurnar teiknuðu og teiknað þau síðan á snertiskjá. Fólkið lýsti tilfinningunni þannig að það sæi punkta sem mynduðu formið.

 

Enn takmarkast upplausn formanna af fjölda rafóða.

 

Á yfirborði sjónstöðvanna eru um hálfur milljarður taugafrumna og tilraunin örvaði ekki nema lítið brotabrot af þeim fjölda.

 

Vísindamennirnir álíta þess vegna að upplausnina megi bæta til muna með ígræðslum sem innihalda mörg þúsund örsmáar rafóður sem sitji þéttar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

© Ken Ikeda Madsen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is