Lifandi Saga

Ronald Reagan: Leikarinn sem braut niður kommúnisma

Ronald Reagan var kallaður „babblandi bjáni“ þegar hann varð forseti BNA árið 1981. En þessi fyrrum leikari átti drjúgan þátt í að rífa niður járntjaldið í Evrópu og binda þannig enda á kalda stríðið.

BIRT: 06/09/2022

HVER VAR RONALD REAGAN?

Ronald Reagan var 40. forseti BNA frá 1981 til 1989.

 

Þegar hann steig inn í Hvíta húsi varð þessi fyrrum Hollywoodleikari að aðhlátursefni í bæði BNA og Evrópu þar sem einkum vinstri sinnaðir töluðu um þennan repúblikanska pólitíkus sem „babblandi bjána“ og „skotglaðan kúreka“.

 

Núna er afstaðan til Ronalds Reagan mun blæbrigðaríkari.

 

Hörð andstaða hans gegn Sovétríkjunum leiddi til afvopnunar sem endaði í falli múrsins árið 1989 og batt þannig enda á kommúnisma í Evrópu.

 

Það blasti þó ekki við að Ronald Reagan myndi verða einn af kunnustu bandarísku forsetum á 20. öldinni.

 

Ólst upp við fátækt

Ronald Reagan fæddist í Tampico, Illinois, árið 1911. Fjölskyldan var fátæk og flutti margsinnis um landið. Þegar Ronald Reagan var 9 ára gamall hafði hann þá þegar búið á sjö mismunandi stöðum.

 

Faðir hans vann sem skósölumaður og alkóhólisti. Aðeins barn að aldri fann Ronald Reagan föður sinn eitt sinn dauðadrukkinn í snjónum fyrir framan húsið og þurfti að draga pabba sinn inn í hlýjuna. Frá þeim tímapunkti var Ronald Reagan í raun húsbóndinn á heimilinu.

 

Ríflega tvítugur fékk Ronald Reagan vinnu sem íþróttafréttamaður hjá WHO Radio í Des Moines, Iowa. Árið 1937 ferðaðist hann til Kaliforníu til þess að lýsa leik með Chicago Cubs í útvarpi og þarna sá hann færi á því að fara í leikprufu í Hollywood.

 

Þetta varð upphafið að starfsferli í kvikmyndum og sjónvarpi og átti sinn þátt í að ryðja brautina til Hvíta hússins.

LEIKARINN RONALD REAGAN

Frá B-kvikmyndastjörnu til formanns

Næstu 25 árin lék Ronald Reagan fyrir framan kvikmyndavélina sem leikari í 52 myndum.

 

Hann sló helst í gegn með kvikmyndinni „Knute Rokne: All American“ frá 1940 þar sem hann lék frægan íþróttamann, kappann Georg Gibb.

 

Ronald Reagan sló þó aldrei raunverulega í gegn sem leikari og kallaði sjálfan sig „svar B-kvikmyndanna við Errol Flynn“.

 

En upp úr miðri síðustu öld fann hann sinn rétta stað í Hollywood sem formaður fyrir verkalýðsfélag leikara – Screen Actors Guilt. Hann barðist einkum gegn meintum áhrifum kommúnista í Hollywood.

Ronald Reagan lék í 52 kvikmyndum en á sjöunda áratug síðustu aldar færði hann sig í stjórnmálin. Eitt frægasta hlutverk hans er var í myndinni "Knute Rockne: All American" frá árinu 1940. Þar lét hann ruðningshetjuna George Gipp

Í starfi þessu sem formaður Screen Actors Guilt var hann afar upptekinn og árið 1948 var fyrri konu hans, Jane Wyman, nóg boðið og hún krafðist skilnaðar. Þau áttu þrjú börn saman en því miður dó eitt þeirra í fæðingu.

 

Fjórum árum síðar hitti Ronald Reagan leikkonuna Nancy Davis og þau giftust þann 4. mars 1952. Þau eignuðust tvö börn saman .

Ronald Reagan var giftur Nancy Reagan í 52 ár. Nancy Reagan var sjálf leikari og sem forsetafrú var hún einkum þekkt fyrir að hefja herferðina „Just say no“ gegn eiturlyfjum.

Á þessum tímapunkti hafði Ronald Reagan hætt í kvikmyndum en stýrði sjónvarpsþætti fyrir fyrirtækið General Electric.

 

Þar gat hann betrumbætt ræðumennsku sína sem síðar átti eftir að færa honum mikinn frama í bandarískri pólitík.

HVENÆR VARÐ RONALD REAGAN FORSETI?

Reagan varð aldursforseti

Ronald Reagan var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 1980. Þessi fyrrum leikari var þá 69 ára gamall og á þeim tíma elsti maðurinn til að verða kosinn forseti BNA.

 

Leiðin í Hvíta húsið hófst fyrir alvöru árið 1964. Þá sló Ronald Reagan í gegn sem stjórnmálamaður þegar hann hélt ræðu í sjónvarpinu fyrir forsetaframbjóðanda repúblikana, Barry Goldwater.

 

Eftir það færðist hann í fremstu röð þeirra sem íhaldssamir repúblikanar bundu miklar vonir við og árið 1966 var Ronald Reagan kosinn ríkisstjóri Kaliforníu.

 

Ronald Reagan var ríkisstjóri þessa fjölmennasta ríkis BNA í 8 ár en metnaður hans stefndi hærra.

 

Árið 1968 og 1976 bauð hann sig fram sem mögulegan forseta fyrir repúblikana án þess að vera valinn.

 

Það var fyrst fjórum árum síðar sem hann var valinn forsetaframbjóðandi repúblikana og árið 1981 hóf hann sinn embættisferil sem forseti BNA.

Aðdáandi Jodie Foster reyndi að myrða Ronald Reagan

Forsetatíð Ronalds Reagans lauk næstum áður en hún hófst.

 

Þann 30. mars 1981 gerði söngvarinn John Hinckley tilraun til að drepa Reagan, sem var þá nýorðinn forseti. Hann skaut sex skotum að Ronald Reagan við Hilton hótelið í höfuðborginni Washington.

 

John Hinckley sagði síðar að morðið hefði verið tilraun til að heilla leikkonuna Jodie Foster, sem hann var ástfanginn af og hafði sent henni fjölmörg ástarbréf.

 

Reagan var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann sagði við lækninn í gamansömum tón; “Ég vona svo sannarlega að þú sért repúblikani.”

 

Ári eftir morðtilraunina var John Hinckley úrskurðaður óskahæfur og komið fyrir á meðferðarstofnun. Árið 2016 var honum sleppt með því skilyrði að hann flytti inn til móður sinnar og færi eftir ströngum reglum.

Grínistinn Bob Hope spurði einu sinni Ronald Reagan hvernig það væri að vera forseti og sitja í Hvíta Húsinu. Reagan svaraði: „Í raun er það er ekkert frábrugðið því að vera leikari, fyrir utan það að ég þarf að skrifa handritið sjálfur.“

 

En handrit hans var nokkuð ljóst frá upphafi.

 

Sem fyrsti forsetinn frá New Deal upp úr 1930 hafði Reagan það helst á stefnuskránni að afnema velferðarríkið.

 

Efnahagsleg pólitík hans sem var kölluð „Reaganomics“ fólst helst í miklum lækkunum skatta og niðurskurði á opinberum útgjöldum. Þá var hann víðfrægur fyrir utanríkispólitík sína sem fólst í að stemma stigu við framrás kommúnisma og harðri línu sinni, einkum gagnvart Sovétríkjunum.

Fimm frægar tilvitnanir Ronalds Reagan.

  • „Kommúnismi er hvorki hagfræðilegt eða pólitískt kerfi. Þetta er eins konar brjálæði, tilfallandi frávik sem mun dag einn hverfa af yfirborði jarðar, því hann stríðir gegn eðli mannkyns.“

 

  • „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr!“

 

  • „Í núverandi krísu er ríkisstjórnin ekki lausn vorra vandamála. Ríkisstjórnin er vandinn.“

 

  • „Frelsi er aldrei meira en einni kynslóð frá því að verða útrýmt.“

 

  • „Skelfilegustu orð í ensku tungumáli eru: „Ég er kominn frá ríkisstjórninni og ég er hér til að hjálpa.“

Árið 1986 var erfitt fyrir stjórnartíð Ronald Reagans þegar í ljós kom að Bandaríkin höfðu selt Írönum vopn þrátt fyrir vopnasölubann á landið.

 

Hin opinbera skýring var sú að Bandaríkin væru að liðka til fyrir lausn bandarískra gísla í haldi hryðjuverkamanna í Líbanon.

 

Í raun og veru var ágóðinn af vopnasölunni notaður til að styðja kontraskæruliða í Níkaragva sem hafði það að markmiði að steypa þáverandi ríkisstjórn í landinu af stóli.

LESTU EINNIG

Betur gekk þegar Ronald Reagan hélt fræga ræðu sína við Berlínarmúrinn 12. júní 1987.

 

Þar sagði Reagan þessi táknrænu orð: „Hr. Gorbachev, rífðu niður þennan múr”.

 

Tveimur árum síðar fékk Ronald Reagan ósk sína uppfyllta þegar múrinn féll og járntjaldið sem klauf Evrópu var rifið niður.

 

MYNDSKEIÐ: Fræg ræða Reagans

„Herra Gorbatchev, rífðu þennan vegg!“ þrumaði Ronald Reagan frá Brandenborgarhliðinu í Berlín 12. júní 1987 til Sovétleiðtogans, Mikhail Gorbatchevs. En þessi táknræna setning var reyndar nálægt því að vera aldrei sögð í ræðunni. Nokkrir ráðgjafar höfðu ráðlagt Ronald Reagan frá því að nota setninguna í ræðu sinni, af ótta við að það yrði gæti talist óþarflega ögrandi.

EFTIR FORSETATÍÐ RONALD REAGANS

Alzheimer varð Reagan að falli

Þegar Ronald Reagan lauk síðara forsetatímabili sínu árið 1989 dró hann sig í hlé í ríkmannlegu hverfi Los Angeles, Bel Air. En eftirlaunatími hans stóð ekki lengi.

 

Í ágúst 1994 var Ronald Reagan greindur með alzheimer og þann 5. nóvember ritaði þessi fyrrum forseti bréf um sjúkdóm sinn sem var birt í blöðum.

 

Ronald Reagan lést þann 5. júní 2004 úr sýkingu í lungum. Við fráfall hans streymdu inn samúðarkveðjur frá öllum leiðtogum heims.

 

Þáverandi bandaríkjaforseti George Bush sagði þá m.a.: „Þetta er sorgardagur í sögu BNA. Ronald Reagan skilur eftir sig þjóð sem hann endurreisti og heim sem að hann bjargaði“.

 

Ronald Reagan var frægur fyrir kímnigáfu sína og hæfileika við að ná sambandi við bandaríska alþýðu sem leiðtogi landsins. Þó voru ekki margir sem vissu hvað leyndist á bak við brosið.

 

Eins og sagnfræðingurinn Edmond Morris skráði í tengslum við útgáfu á ævisögu Ronalds Reagan var hann í raun ráðgáta flestum:

 

„Hann er ein dularfyllsta manneskja sem hefur verið uppi. Ég skil ekki ennþá persónuna Ronald Reagan. Enginn skilur Ronald Reagan. Jafnvel Nancy eiginkona hans til 52 ára hefur sagt mér að hún sé innst inni í vafa um hver hann var í raun og veru“.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Af Andreas Ebbesen Jensen

© Wikimedia Commons, © Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is