Lifandi Saga

Saga barskápsins: Allt á floti alls staðar

Getum við freistað ykkar með Göring-snaps? Eða andkommúnískum vodka? Nú eða rommi sem erkióvinir Fidels Castró brugga? Mörg áfengismerki eiga sér vafasama fortíð sem er lituð af styrjöldum, uppreisnum og auglýsingabrellum.

BIRT: 01/08/2022

Í þúsundir ára hefur maðurinn kunnað að breyta gerjuðum drykkjum í áfengi. Eiming var orðin iðngrein í Evrópu á miðöldum þegar byrjað var að framleiða vínanda í klaustrunum, þó aðallega með það fyrir augum að útbúa lyf.

 

Framleiðslan tók kipp á 18. öld og fyrstu þekktu áfengistegundirnar litu dagsins ljós. Margar þeirra eru til enn þann dag í dag.

 VODKA (Smirnoff)

Kommúnistar dæmdu eiganda Smirnov-fyrirtækisins til dauða í rússnesku byltingunni.

Keisarinn drakk bændabrennivín

Bóndi að nafni Pyotr Smirnov opnaði vodkabrugghús í Moskvu árið 1864. Pyotr þessi auglýsti drykk sinn stíft í dagblöðunum og mútaði kirkjunnar mönnum í Rússlandi svo þeir legðu af gagnrýni sína. Kirkjan var mótfallin vodkadrykkju sökum þess að allt of margir Rússar drukku frá sér ráð og rænu. Velgengni fyrirtækisins var nú alger en þess má geta að meira að segja keisarinn og hirð hans voru farin að drekka Smirnov-vodka undir lok 19. aldar.

 

Adam var hins vegar ekki lengi í Paradís. Pyotrs, sonur Vladimirs, tók við rekstri fyrirtækisins eftir andlát föðurins og þegar fyrri heimsstyrjöld braust út árið 1914 bannaði Nikolaj 2. keisari framleiðslu og sölu á vodka. Vladimir hlýddi keisaranum og var honum trúr, með þeim afleiðingum að kommúnistar tóku hann fastan að stríðinu loknu og dæmdu hann til dauðarefsingar. Honum tókst að flýja og eftir að hafa flakkað um hingað og þangað settist hann loks að í frönsku borginni Nice.

 

Vodka-framleiðslan hófst á nýjan leik, að þessu sinni undir heitinu Smirnoff og þegar svo áfengisbanninu lauk í Bandaríkjunum árið 1933 flutti Vladimir vestur um haf. Í Bandaríkjunum var Smirnoff markaðssett sem „hvítt viskí – lyktarlaust og bragðlaust“ og barþjónarnir kepptust við að nota drykkinn í hanastélin sín. Í dag lætur nærri að opnaðar séu sex flöskur af Smirnoff á hverri sekúndu, víðs vegar um heim.

ROMM (Bacardi)

Sögusagnir herma að Bacardi-fjölskyldan hafi varið þúsundum Bandaríkjadala í áform um að ráða Castró af dögum, eftir að hann lét leggja hald á brugghús þeirra.

Heillagripur endaði sem þekkt vörumerki

Þekktasta romm veraldar á rætur að rekja til Kúbu. Facundo Bacardi Masso, brugghúseigandi, gældi við þá hugmynd frá árinu 1862 að framleiða það sem hann kallaði „siðfágað romm“.

 

Útkoman varð mjúkt, bragðmikið, dökkt romm sem geymt var í eikartunnum. Margir Kúbverjar voru ólæsir og fyrir vikið stakk eiginkona hans upp á að hann útbyggi merkimiða sem minnti á leðurblökurnar sem héldu til undir þakskegginu á brugghúsinu. Leðurblökur eru heilladýr á gjörvallri Kúbu og rommið hans Bacardis öðlaðist vinsældir um alla eyna.

 

Adam var hins vegar ekki lengi í paradís, því syni brugghúseigandans, Emilio, var vísað úr landi árið 1879 og hann fluttur í fangabúðir í Afríku fyrir að hafa stutt uppreisn gegn spænska nýlenduveldinu.

 

Facundo þurfti því að sinna fyrirtækinu aleinn og óstuddur og átti í mesta basli með að gera það einn. Til allrar hamingju var syninum sleppt lausum tveimur árum síðar, áður en til þess kom að faðirinn þyrfti að leggja upp laupana.

 

Þegar Fidel Castró komst til valda árið 1959 var fyrirtækið þjóðnýtt. Bacardi-fjölskyldan flýði til Bermúda og hélt fyrirtækisrekstrinum áfram þar. Í dag er Bacardi-romm selt í ríflega 170 löndum víðs vegar um heim.

VISKÍ (Johnnie Walker)

Borgin Kilmarnock varð sannkölluð háborg viskíunnenda í Skotlandi á fyrri hluta 19. aldar.

Skelfilegur drykkur sankaði að sér auði

Eftir andlát föðurins árið 1820 varði hinn fimmtán ára gamli John Walker arfi sínum í að koma sér upp kaupmannsbúð í Kilmarnock í Skotlandi. Auk þess að selja matvörur og te, seldi hann jafnframt viskí sem fjárbændur héraðsins höfðu bruggað. Allt það sem kindurnar ekki átu af byggi bændanna var notað í viskí.

 

Framleiðslan var skattlögð og heimabruggað viskí var fyrir bragðið bruggað í leyni til að forðast skattheimtumennina. Útkoman var skelfilegt viskí. Walker hafði næga þekkingu til að vita að gott væri að blanda tei saman við drykkinn og notaði framúrskarandi gott þef- og bragðskyn sitt til að blanda viskídrykkina þannig að útkoman yrði drykkjarhæf. Ekki leið á löngu áður en viðskiptavinirnir stóðu í röðum til að kaupa viskí hjá John Walker.

 

Árið 1841 hóf kaupmaðurinn að flytja drykk sinn suður á bóginn með eimreið. Hægt var að flytja flöskurnar alla leið til Lundúna á aðeins einni nóttu og þá náði salan nýjum hæðum. Sonurinn Alexander fékk þá stórgóðu hugmynd að láta framleiða fyrir sig ferhyrndar flöskur til þess að flöskurnar hreyfðust sem minnst meðan á flutningunum stóð og þannig fækkaði brotnum flöskum verulega.

 

Í kringum 1909 ákvað barnabarn Johns, að nafni George, að vískíið skyldi hér eftir kallað Johnnie Walker, afanum til heiðurs.

KONÍAK (Hennessy)

Koníak frá Hennessy er geymt í eikartunnum, smíðuðum úr viði sem vex í skógunum um miðbik Frakklands.

Írskur hermaður bruggaði þekkt koníak

Þegar liðsforinginn Richard Hennessy yfirgaf Írland árið 1743 í því skyni að freista gæfunnar sem leiguliði í Frakklandi hafði þessi írski aðalsmaður varla séð framtíðina sem koníak-framleiðandi fyrir sér. Þegar til Frakklands kom, hreifst Írinn mjög svo af drykk einum frá austurhluta Frakklands. Þökk sé mildu loftslaginu og kalkríkum jarðveginum tókst bændum í borginni Cognac að rækta sætar þrúgur sem þeir eimuðu í sterkt áfengi sem þeir nefndu eftir borginni.

 

Hennessy keypti upp bestu framleiðsluna og hellti í eikartunnur til að laða fram fágaðra bragð. Sagt er að Írinn hafi varið tíu árum í að finna hagstæðasta kjallarann sem var nægilega djúpur og svalur fyrir áralanga geymslu drykkjarins.

 

Hennessy starfaði frá borginni Cognac og þaðan sá hann kaupendum sínum í London og New York fyrir áfenginu sínu. Stórborgaraðallinn fékk ekkert betra en þetta framandlega „koníak“ og drjúg salan gerði það að verkum að Hennessy var brátt orðinn helsti koníak-útflytjandi heims. Þrátt fyrir að vera titlaður sem aðalsmaður slapp Hennessy með höfuðið áfast við búkinn í frönsku byltingunni 1789, fyrir þær sakir einar að hann átti rætur að rekja til Írlands.

 

Fyrirtækið selur nú um 50 milljón koníaksflöskur árlega sem samsvarar 40 hundraðshlutum allrar koníaksframleiðslu í dag.

ROMM (Captain Morgan)

Þekktasta rommtegundin sem ber heitið Morgan er sennilega „Original Spiced Gold“ sem er í raun réttri blanda af rommi og öðru áfengi sem kryddi hefur verið blandað í.

Alræmdasti sjóræningi Karíbahafsins drukknaði í rommi

Kanadíska brugghúsið Seagram setti á markað nýja tegund af rommi árið 1983 með mynd af drykkfelldasta sjóræningjanum í gjörvöllu Karíbahafi á miðanum: Morgan skipstjóra. Sjónarvottar frá dögum Morgans skipstjóra staðhæfðu að þessi ógnvænlegi sjóræningi, Henry Morgan frá Wales (1635-1688), gæti svolgrað í sig meira rommi en nokkur annar, án þess svo mikið sem að finna á sér.

 

Á tímum Morgans skipstjóra var vinsælasti drykkur Karíbahafsins ódýrt áfengi bruggað úr sykurreyr á svæðinu. Á þessum tíma var algengt að blanda rommi saman við drykkjarvatnið um borð í skipum. Útkoman var það sem kallaðist „grogg“ en drykkurinn var kallaður eftir liðsforingja sem gekk undir heitinu „gamli grogg“. Sá maður var einkum þekktur fyrir að ganga ætíð í sérkennilegri yfirhöfn, ofinni úr grófu silki, grosgrain sem hljómaði líkt og „grogg“.

 

Á Karíbahafi úði og grúði af sjóræningjum í leit að spænskum skipum, hlöðnum gulli og silfri á leið frá námunum í Suður-Ameríku. Einn þeirra var téður Morgan skipstjóri. Skipstjóratilnefninguna hlaut hann hjá ensku hirðinni í þakklætisskyni fyrir að ræna spænsk skip og að stunda rán í spænsku nýlendunum.

 

Spánverjar óttuðust þennan síðhærða sjóræningja sem bar ávallt barðastóran hatt og gekk í eldrauðum frakka en árið 1688 gafst lifur mannsins hins vegar endanlega upp á líferni hans. Hann lést með gulleit augu og drykkjumannsvömb sem hvort tveggja voru einkennismerki ofdrykkjumanna.

GIN (Plymouth gin)

Sjóliðarnir í breska sjóhernum gátu ekki fengið nóg af gininu frá munkum dómíníkureglunnar. 

Munkar sáu sjóhernum fyrir kraftaverkalyfi

Allar götur frá árinu 1793 hafa munkar í hafnarborginni Plymouth framleitt einn vinsælasta áfenga drykkinn í Englandi, nefnilega gin. Plymouth Gin sem er bruggað í svartbræðrareglunni, hefur notið mikilla vinsælda meðal sjóliða í breska sjóhernum allt frá 19. öld en aðalbækistöðvar sjóhersins var að finna í borginni Devonport sem er í grennd við Plymouth.

 

Vínandamagnið nam 57% sem var það mikið að púðrið brann þrátt fyrir að gintunna færi óvart að leka og bleytti upp í púðrinu. Áður en siglt var á brott með áfengið kannaði áhöfnin styrkleika áfengisins með því að úða nokkrum dropum úr hverri tunnu á púður og kveikja í því. Ef ekki logaði glatt, þá þótti sannað að seljandinn hefði þynnt áfengið út.

 

Skipum konunglega sjóhersins var siglt hringinn í kringum jörðina með ginið frá Plymouth. Einhvern tímann á 19. öld tóku breskir liðsforingjar á Indlandi upp á því að blanda tóník út í ginið og setja sítrónu- eða súraldinsneið í glasið. Tóníkvatnið innihélt kínín sem vitað var að unnið gat bug á malaríuveikinni sem smitaðist með moskítóflugum.

 

Útkoman varð ferskleg og eilítið beisk áfengisblanda sem í dag er þekkt sem gin og tóník.

Bitter-brennivín (Fernet Branca, Jägermeister & Von Oosten)

Beiskir drykkir áttu að gagnast gegn alls kyns vanda.

Öldum saman voru lystaukandi drykkir, beiskt brennivín og líkjörar seldir sem kraftaverkalyf sem unnið gætu bug á sjúkdómum. Bróðurpartur slíkra drykkja var borinn á borð eftir matinn til að gagnast meltingunni.

Ítalskur drykkur vann bug á kóleru

Jurtalíkjörinn Fernet Branca kom fyrst á markað í Mílanó árið 1845 sem lyf gegn kóleru og tíðaverkjum. Hvort heldur sem fólk trúði á lækningamátt drykkjarins eður ei, þá var hann alltént til sölu í apótekum í Bandaríkjunum á bannárunum, þar sem þyrstir Bandaríkjamenn komust upp á lag með að drekka þennan töfradrykk.

Snafsinn hans Görings varð að veisludrykk

Árið 1934 hlotnaðist Hermanni Göring heiðursnafnbótin „Reichsjägermeister“. Bitterdrykkurinn Jägermeister sem Þjóðverjar kölluðu „snafsinn hans Görings“, kom á markað ári síðar. Drykkurinn varð mjög vinsæll meðal ungs fólks á árunum upp úr 1980, þó einkum í Bandaríkjunum.

Vinsæll drykkur fluttist í norður

Beiski drykkurinn Von Osten er upprunalega hollenskur en verksmiðjan var flutt til Hamborgar árið 1841. Verksmiðjan var sprengd í loft upp í síðari heimsstyrjöld en haldið var áfram að framleiða drykkinn samkvæmt hartnær 200 ára gamalli uppskrift í útibúi verksmiðjunnar í Danmörku.

TEQUILA (Jose Cuervo)

Aðalinnihaldsefnið í tequila er bláa eyðimerkurliljan sem þrífst einmitt vel í þurru loftslagi.

Kúrekar drukku sterkan guðadrykk

Í augum innfæddra í Mexíkó táknaði eyðimerkurliljan (agave-plantan) gyðjuna Mayahuel en um var að ræða gyðju með 400 brjóst, öll sneisafull af áfengri mjólk. Þeir innfæddu suðu blöðin niður í brennivín og drukku svo gyðjunni til heiðurs.

 

Þegar Spánverjar höfðu lagt undir sig Mexíkó á 16. öld skipulögðu þeir ræktun á eyðimerkurliljum og lögðu grunn að brennivínsframleiðslu í borginni Tequila, þar sem einkar auðvelt var að rækta eyðimerkurliljur, sökum þurrs loftslagsins. Áfengið var nefnt í höfuðið á borginni og náði miklum vinsældum.

 

Kúrekarnir í Mexíkó ferðuðust með tequila í graskerum sem þeir höfðu holað að innan og bundið við hnakknefið. Sagt er að þeir leiknustu þeirra hafi getað hellt einum sopa í holt nautshorn og skellt því svo í sig á harðastökki, án þess að svo mikið sem einn dropi færi til spillis. Þjóðsagan segir að tequila geti læknað sár, linað kvalir af völdum joðsóttar og deytt innyflaorm.

 

Undir lok 18. aldar framleiddi brugghúseigandinn Jose Antonio Cuervo fyrsta tequila-drykkinn sinn. Uppskrift hans naut mikilla vinsælda og fyrirtækið dafnaði. Árið 1880 byrjaði Cuervo-fjölskyldan að tappa tequila á flöskur áður en nokkrum öðrum hafði hugkvæmst það og í dag selst drykkurinn þeirra betur en nokkurt annað tequila.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Natasja Broström og Andreas Abildgaard

© Skjold Burne & Shutterstock. © Photo 12/Getty Images & Shutterstock. © NBC/Getty Images & Shutterstock. © Carstor & Shutterstock. © SEAN DRAKES/Imageselect & FORGET Patrick/SAGAPHOTO.COM/Imageselect. © Look and Learn/Bridgeman Images & Shutterstock. © Lanmas/Imageselect & Shutterstock. © Shutterstock. © Stan Shebs & Shutterstock.

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Vinsælast

1

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

6

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

1

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

2

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

3

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Þegar ég skoða laufblöð trjáa tek ég eftir því hversu ólík þau eru í raun og veru. Er það tilviljun eða hefur lögun blaðsins hlutverk?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is