Árið 1916 fékk uppfinningamaðurinn Arthur Gibson einkaleyfi á nýrri gerð „sjálfkeyrandi farartækis“ í BNA. Gibson nefndi það Autoped og eins og sjá má er það harla líkt sjálfkeyrandi hlaupahjólum samtímans sem núna – 106 árum síðar – má finna í öllum borgum.
Ólíkt núverandi rafknúnum hlaupahjólum ók Autoped á bensíni en annars er munurinn ekki mikill. Hámarkshraðinn var að sögn 50 km/klst. en þegar hraðinn var meiri en 30 km/klst., var hlaupahjólið nokkuð óstöðugt.
Rafhlaupahjólið í dag og áður fyrr
Þetta vélvædda hlaupahjól varð afar vinsælt í BNA og náði einnig inn á evrópska markaði. Snjallir sölustjórar nefndu það m.a. farartækið sem hentaði vel ungum konum í stórborgum.
Vinsældir þess döluðu skjótt þar sem hlaupahjólið reyndist hættulegt bæði ökumanni og vegfarendum og árið 1921 lokaði Gibson verksmiðju sinni.