Heilsa

Sjö venjur geta dregið verulega úr hættu á þunglyndi

Stór rannsókn á nærri 300.000 manns sýnir að sjö heilsuvenjur minnka hættuna á þunglyndi um 57 prósent.

BIRT: 26/05/2024

Þunglyndi er flókið ástand sem stjórnast bæði af líffræðilega arfgengum þáttum og lífsstíl.

 

Þó svo að erfðafræðilegur bakgrunnur geti gert suma viðkvæmari fyrir því að þróa með sér þunglyndi eru nú vaxandi vísbendingar um að heilbrigður lífsstíll geti haft veruleg áhrif á hættuna á að þróa með sér þennan alvarlega sjúkdóm.

 

Í yfirgripsmikilli rannsókn á 290.000 manns hafa vísindamenn frá háskólanum í Cambridge og Fudan háskólanum komist að því að fólk sem lifir heilsusamlegu lífi er í um helmingi minni hættu á að fá þunglyndi en þeir sem ekki gera það.

 

Hlaupið, borðið og talið

Vísindamenn greindu sjö heilbrigða lífsstílsvenjur sem tengdust minni hættu á þunglyndi.

 

Þetta fól í sér hollt mataræði, reglubundna hreyfingu, nægan svefn, hóflega áfengisneyslu, reykleysi, lágmarks kyrrsetu og góðan félagsskap.

 

Svefn, hreyfing og félagsleg samskipti við annað fólk höfðu mest áhrif á hættuna á þunglyndi. Hver þessara þátta tengdist um 20 prósent minni líkum á þunglyndi.

 

„Sumir þessara lífsstílsþátta eru eitthvað sem við höfum vissa stjórn á, þannig að ef við reynum að finna leiðir til að bæta þá – til dæmis með því að tryggja að við fáum góðan nætursvefn og fara út að hitta vini – gæti það skipt sköpum í lífi okkar,“ segir Barbara Sahakian, meðhöfundur rannsóknarinnar og prófessor í taugavísindum við háskólann í Cambridge.

Heilsuvenjurnar sjö

1. Sofðu sjö til átta tíma hverja nótt.

 

2. Hreyfðu þig reglulega t.a.m. hlaup, lyftingar og sund.

 

3. Ræktaðu sambandið við vini og fjölskyldu.

 

4. Drekktu í hófi.

 

5. Vertu reyklaus.

 

6. Borðaðu hollt.

 

7. Forðastu að sitja kyrr tímunum saman yfir daginn.

Vísindamenn rannsökuðu einnig strúktur heilans í hópnum með segulómun og skannanir frá tæplega 33.000 þátttakendum sýndu að rúmmál heilavefs var mest þegar farið var eftir þessum sjö heilsuvenjum.

 

Rúmmál heilavefs er mælikvarði á heildarmagn heilans af gráu efni (taugafrumum og tengingum þeirra) og hvítu efni (taugaþráðum). Rúmmál heilavefs getur meðal annars haft áhrif á vitræna starfsemi okkar eins og minni og getu til að takast á við áskoranir.

Í fyrsta sinn hafa verið mældar breytingar í heilanum sem eru undanfari þunglyndis og einkenna þess. Skoskir vísindamenn telja að með þessu verði hægt að spá fyrir um sjúkdóminn.

Venjurnar höfðu mest áhrif á heilastöðina dreka (hippocampus) sem gegnir mikilvægu hlutverki í námi og minni og á heilabotnskjarnann bleikhnött (globus pallidus) sem vinnur úr og lærir kosti og galla hegðunar okkar.

 

„Þetta bendir greinilega til þess að lífsstíll hefur áhrif á líffræði heilans, sem gæti hugsanlega útskýrt tengslin milli heilbrigðs lífsstíls og minni líkum á þunglyndi,“ segir Sahakian.

 

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) upplifa um 5 prósent fullorðinna þunglyndi á heimsvísu og ástandið er veruleg byrði á lýðheilsu heimsins.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Jörðin

Jörðin eftir manninn

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is