Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita lífs við málmsnauðar stjörnur

Jörðin og sólin gefa ákveðna fyrirmynd að því hvar vænlegast kynni að vera að leita að lífi á framandi plánetum.

BIRT: 21/12/2023

Það eru ekki margir áratugir síðan stjörnufræðingar fundu í fyrsta sinn plánetu í öðru sólkerfi.

 

Frá því upphafi hafa nú fundist meira en 5.000 fjarplánetur og um leið hefur skapast þörf fyrir að geta ákvarðað hvar vænlegast er að leita ef ætlunin er að finna líf.

 

Nú hefur hópur vísindamanna hjá Max Planck-stofnuninni í Þýskalandi reynt að þrengja leitarskilyrðin eins og unnt er.

 

Greiningar hópsins sýna að kannski væri skynsamlegt að leita helst á plánetum sem svipar til jarðarinnar og við málmsnauðar sólstjörnur líkar sólinni. Þessi hugmynd virðist reyndar í upphafi stríða gegn skynseminni, þar eð málmsnauðar stjörnur senda frá sér meira af útfjólublárri geislun sem m.a. getur skaddað erfðaefni lífvera.

 

Engu að síður var þetta meðal niðurstaðnanna þegar stjörnufræðingarnir skoðuðu hvaða þættir hafi áhrif á útfjólubláa geislun frá stjörnum, áþekkum sólinni, ásamt því hvaða áhrif geislunin hefur á jarðlíkar plánetur á brautum um slíkar stjörnur.

 

En skýringin er þessi: Reiknilíkön stjörnufræðinganna sýndu að málminnihald stjörnunnar væri mikilvægara en hitinn varðandi lífsmöguleika á plánetu við stjörnuna – það væru sem sagt meiri líkindi á að finna líf kringum málmsnauðar stjörnur.

Ástæðuna er að finna í því hvernig útfjólublá geislun og gufuhvolf virka saman. Sé t.d. súrefni í gufuhvolfinu, eins og er hér, skapar samspil gufuhvolfs og geislunar betri skjöld til varnar því að geislunin berist niður á yfirborðið, að sögn vísindamannanna.

 

„Við höfum komist að því að yfirborð plánetu á braut um málmríka stjörnu verður fyrir meiri útfjólublárri geislun en ef stjarnan er málmsnauð,“ segja vísindamennirnir í niðurstöðum sínum og bæta svo við:

 

„Þess vegna eru plánetur í lífbelti málmsnauðra stjarna besti kosturinn í leitinni að þróuðum lífverum á þurrlendi.“

 

Stjörnufræðingarnir telja þó enn sem komið er ekki rétt að útiloka plánetur í lífbelti málmríkra stjarna.

 

En þeir gera sér vonir um að rannsóknir framtíðar á gufuhvolfi fjarplánetna, m.a. með heimsins öflugasta geimsjónauka, James Webb, geti skorið úr um hvort þeir séu á réttri leið.

Hitastigið er svo hátt að blý bráðnar. Af hnöttum sólkerfisins er einna ólíklegast að finna lífverur á Venusi – en það gæti þó hugsanlega leynst í þessu glóandi heita víti. Bandarískt geimfar á nú að leita þar að lífverum.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Kona fann stein í læk, sem reyndist vera 120 milljón króna virði

Heilsa

Viðamikil rannsókn: Tvennt getur tvöfaldað líkurnar á að lifa af krabbamein

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Maðurinn

Læknar færa til mörkin milli lífs og dauða

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Nýleg uppgötvun: Vinsælar fæðutegundir geta hraðað öldrun

Náttúran

Gætu hafa haft rangt fyrir sér: Leyndarmál einnar hættulegustu köngulóar heims

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is