Flöt, löng, breið, stór og smá eða svonefnd kónganef.
Neflögun okkar er af fjölmörgum toga og nef fólks eru afar breytileg um allan heim.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytnin stafar m.a. af erfðum og aðlögun að hitastigi og loftraka.
Nú afhjúpar fjölþjóðlegur hópur vísindamanna enn eina skýringu, allavega varðandi þau okkar sem eru áberandi nefstór.
Bæði stærð og lögun nefsins kynni nefnilega að ákvarðast af genum sem rekja má allt aftur til Neandertals manna.
Sérstakt gen vakti forvitni
Rannsóknin byggist á gögnum frá meira en 6.000 manns í Suður-Ameríku og þetta fólk er ýmist af indíánaættum eða á sér evrópskar eða afrískar ættir.
Vísindamennirnir báru saman andlitsmyndir og erfðaupplýsingar hvers einstaklings. Þannig var unnt að ákvarða samhengi milli tiltekinna andlitsdrátta og ákveðinna erfðavísa.
Samanburður á lögun nefs Neanderdalsmanns og nútímamanns.
Einkum var það eitt gen sem vakti athygli. Þetta gen kóðar fyrir hærra nefbeini og er að sögn vísindamannanna komið frá Neandertalsmönnum sem dóu út fyrir nálægt 40.000 árum.
Genarannsóknir hafa áður fært okkur heim sanninn um einhverja blöndun kynþáttanna og við berum enn í okkur örlítinn hluta af genum þeirra.
Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?
Því hefur oft verið fleygt að eyru okkar og nef haldi áfram að stækka alla ævina. Á þetta við rök að styðjast?
Vísindamennirnir álíta nú að þetta tiltekna nefgen hafi komið sér vel eftir að nútímamaðurinn yfirgaf Afríku og flutti sig á kaldari slóðir.
Nefið á sinn þátt í því að hafa stjórn á hita- og rakastigi loftsins sem berst niður í lungun og mismunandi nef geta því hentað við mismunandi aðstæður.