Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Yngri líffæri, meira hár og styrkari líkami. Þetta voru meðal niðurstaðna úr nýrri rannsókn þar sem vísindamönnum tókst að fresta öldrun músa með genagræðslu.

BIRT: 26/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Af hverju eldist sumt fólk hraðar en annað? Og hvernig getum við frestað öldruninni og komist hjá þeim sjúkdómum og öðrum ákomum sem fylgja ellinni?

 

Þetta eru meðal spurninga sem vísindamenn leitast nú við að svara.

 

Í nýrri tilraun virðist þeim hafa tekist að finna hluta svaranna, er þeim lánaðist að lengja músarævina um heilt 41%.

 

Frumurnar stjórna aldrinum

Til að skilja hvernig vísindamennirnir slógu öldrun músanna á frest, þurfum við að leita alveg inn í kjarna frumnanna.

 

Þar liggur erfðaefnið, DNA, í löngum samanvöfðum litningum. Á endum litninganna sitja sérstakir verndarþræðir sem kallast telómerar. Þessir þræðir hafa úrslitaáhrif á hraða öldrunarinnar.

Litningarnir (blátt X) í kjarna frumunnar innihalda öll genin okkar. Í enda litninganna eru svokölluð telómerar (appelsínugul) sem styttast örlítið í hvert sinn sem fruman skiptir sér.

Í hvert einasta skipti sem fruma skiptir sér og erfðamassann er afritaður, styttast þessir verndarþræðir örlítið. Þeir virka þannig svipað og klippikort þar sem götin segja til um hve mikið er eftir af gildistímanum. Að lokum eru telómerarnir uppurnir og þá getur fruman ekki skipt sér oftar. Þetta eru svonefnd „Hayflick-endimörk“ og þau segja fyrir um hve oft fruman getur skipt sér, oft um 50-70 sinnum.

 

Þegar margar frumur ná þessum mörkum á sama tíma veldur það öldrunarummerkjum, svo sem hrukkum og líkaminn verður viðkvæmari fyrir sjúkdómum.

 

Veira fer inn í frumurnar

Hér kemur þó til sögunnar sérstakt ensím, telomerase sem hefur verið nefnt ódauðleikaensímið.

 

Fyrir þessu ensími kóðar genið TERT (telomerase reverse transcriptase).

 

Í þessari rannsókn notuðu vísindamennirnir veiruna cytomegalovirus til að ferja meira af TERT-geninu inn í erfðamengi músanna. Það reyndist hafa afgerandi áhrif á ævilengd þeirra.

Fylgdu fimm ráðleggingum og bættu 13 árum við líf þitt

Stór bandarísk rannsókn sýndi fram á að fimm lífsstílsþættir hafa mikil áhrif á hversu langt líf 50 ára einstaklingur gæti horft upp á. Að meðaltali lifa þeir sem fara eftir öllum fimm ráðleggingunum 13,1 ári lengur en þeir sem hundsa þennan lífstíl.

Ráðleggingarnar fimm eru:

 

  • Ekki reykja

 

  • Borðaðu hollt

 

  • Æfðu þig reglulega (að minnsta kosti 30 mínútur á dag)

 

  • Passaðu upp á þyngdina (BMI ætti að vera á milli 18,5-24,9)

 

  • Drekktu áfengi í hófi

Vísindamennirnir sáu m.a. hvernig telómerar í nýrum músanna lengdust. Þeir gátu líka séð hvernig dró úr hártapi ásamt því hvernig hreyfanleiki jókst og samhæfingarhæfni batnaði.

Og æviskeið músanna lengdist um allt að 41 prósent miðað við ómeðhöndlaðar mýs.

Genagræðslan jók ekki krabbameinsáhættu músanna en það hefur annars valdið áhyggjum í tengslum við breytingar á lengd telómeranna. Vísindamennirnir eru nú þeirrar skoðunar að ef unnt reynist að yfirfæra niðurstöður rannsóknarinnar á menn, geti það haft afgerandi áhrif bæði á lífsgæði og heilsufar.

BIRT: 26/10/2022

HÖFUNDUR: Nanna Vium

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Claus Lunau

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is