Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Yngri líffæri, meira hár og styrkari líkami. Þetta voru meðal niðurstaðna úr nýrri rannsókn þar sem vísindamönnum tókst að fresta öldrun músa með genagræðslu.

BIRT: 26/10/2022

Af hverju eldist sumt fólk hraðar en annað? Og hvernig getum við frestað öldruninni og komist hjá þeim sjúkdómum og öðrum ákomum sem fylgja ellinni?

 

Þetta eru meðal spurninga sem vísindamenn leitast nú við að svara.

 

Í nýrri tilraun virðist þeim hafa tekist að finna hluta svaranna, er þeim lánaðist að lengja músarævina um heilt 41%.

 

Frumurnar stjórna aldrinum

Til að skilja hvernig vísindamennirnir slógu öldrun músanna á frest, þurfum við að leita alveg inn í kjarna frumnanna.

 

Þar liggur erfðaefnið, DNA, í löngum samanvöfðum litningum. Á endum litninganna sitja sérstakir verndarþræðir sem kallast telómerar. Þessir þræðir hafa úrslitaáhrif á hraða öldrunarinnar.

Litningarnir (blátt X) í kjarna frumunnar innihalda öll genin okkar. Í enda litninganna eru svokölluð telómerar (appelsínugul) sem styttast örlítið í hvert sinn sem fruman skiptir sér.

Í hvert einasta skipti sem fruma skiptir sér og erfðamassann er afritaður, styttast þessir verndarþræðir örlítið. Þeir virka þannig svipað og klippikort þar sem götin segja til um hve mikið er eftir af gildistímanum. Að lokum eru telómerarnir uppurnir og þá getur fruman ekki skipt sér oftar. Þetta eru svonefnd „Hayflick-endimörk“ og þau segja fyrir um hve oft fruman getur skipt sér, oft um 50-70 sinnum.

 

Þegar margar frumur ná þessum mörkum á sama tíma veldur það öldrunarummerkjum, svo sem hrukkum og líkaminn verður viðkvæmari fyrir sjúkdómum.

 

Veira fer inn í frumurnar

Hér kemur þó til sögunnar sérstakt ensím, telomerase sem hefur verið nefnt ódauðleikaensímið.

 

Fyrir þessu ensími kóðar genið TERT (telomerase reverse transcriptase).

 

Í þessari rannsókn notuðu vísindamennirnir veiruna cytomegalovirus til að ferja meira af TERT-geninu inn í erfðamengi músanna. Það reyndist hafa afgerandi áhrif á ævilengd þeirra.

Fylgdu fimm ráðleggingum og bættu 13 árum við líf þitt

Stór bandarísk rannsókn sýndi fram á að fimm lífsstílsþættir hafa mikil áhrif á hversu langt líf 50 ára einstaklingur gæti horft upp á. Að meðaltali lifa þeir sem fara eftir öllum fimm ráðleggingunum 13,1 ári lengur en þeir sem hundsa þennan lífstíl.

Ráðleggingarnar fimm eru:

 

 • Ekki reykja

 

 • Borðaðu hollt

 

 • Æfðu þig reglulega (að minnsta kosti 30 mínútur á dag)

 

 • Passaðu upp á þyngdina (BMI ætti að vera á milli 18,5-24,9)

 

 • Drekktu áfengi í hófi

Vísindamennirnir sáu m.a. hvernig telómerar í nýrum músanna lengdust. Þeir gátu líka séð hvernig dró úr hártapi ásamt því hvernig hreyfanleiki jókst og samhæfingarhæfni batnaði.

Og æviskeið músanna lengdist um allt að 41 prósent miðað við ómeðhöndlaðar mýs.

Genagræðslan jók ekki krabbameinsáhættu músanna en það hefur annars valdið áhyggjum í tengslum við breytingar á lengd telómeranna. Vísindamennirnir eru nú þeirrar skoðunar að ef unnt reynist að yfirfæra niðurstöður rannsóknarinnar á menn, geti það haft afgerandi áhrif bæði á lífsgæði og heilsufar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock,© Claus Lunau

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Vinsælast

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Náttúran

Greindustu hundarnir og þeir heimskustu

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Ég tók verulega á því í ræktinni í fyrradag og núna tveimur dögum síðar eru vöðvarnir stífir og aumir. Hvers vegna finn ég meira fyrir vöðvunum í dag en strax eftir æfinguna?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is