Maðurinn

Þess vegna er sumt fólk svona kulsækið?

Sumir finna fyrir meiri kulda en aðrir? Hvers vegna er það? Sérfræðingur svarar því hér í greininni.

BIRT: 12/03/2024

Ferð þú í ullarsokkana og lopapeysuna um leið og dagatalið fer að nálgast haustið? Og ert þú oft fyrstur til að finnast þú vera að frjósa í hel á skrifstofunni í vinnunni?

 

Það getur verið góð ástæða fyrir því. Talið er að um 10 prósent fólks sé verulega kulsækið, án þess að vitað sé um nákvæmar tölur.

 

Þetta útskýrir prófessor emeritus við hjarta- og æðarannsóknahópinn við Arctic háskólann í Noregi, James Mercer.

 

Hann hefur varið síðustu 50 árum í að rannsaka blóðrásina og hitastýringu líkamans – fyrst meðal dýra og svo síðar meðal manna. Hann hefur séð ótal mörg dæmi um hóp fólks sem „frýs“ meira en aðrir og er sérlega kalt á höndum og fótum.

 

„Við þekkjum það öll þegar við tökum í hendur fólks að sumir hafa kaldari hendur en aðrir. Þetta er ekki vegna sjúkdóma en okkur grunar að orsökin geti verið erfðafræðileg þar sem við sjáum oft nokkra „frostpinna“ innan sömu fjölskyldunnar,“ segir hann.

James Mercer hefur í rannsóknum sínum m.a. notað varmamyndavélar til að fylgjast með hitastigi húðarinnar. Hitastigið er algjörlega háð blóðflæðinu sem getur ýmist aukist eða dregið úr.

Skilvirkt samgöngukerfi

James Mercer útskýrir að æðar í líkama okkar virki sem skilvirkt flutningskerfi sem stjórnar líkamshita okkar með því að beina meira og minna heitu blóði upp á yfirborð húðarinnar.

 

Ef það er kalt og líkaminn vill forðast að missa meiri hita, lokar hann ystu æðunum – sérstaklega í höndum og fótum. Ef það er hins vegar hlýtt opnast æðarnar þannig að hlýja blóðið getur streymt upp á yfirborðið og þannig horfið úr líkamanum.

 

Verulega kulsæknir hafa nákvæmlega sama kerfi til að stjórna líkamshita. En æðar þeirra við ytri brún líkamans hafa tilhneigingu til að lokast fyrr og hraðar þegar lofthitinn í kringum þær lækkar – við vitum ekki hvers vegna.

Uppbygging trefjanna – eins og til dæmis í ullinni – skapar loftrými í ullarefninu og gerir það að verkum að hitaeinangrun verður til.

En ekkert fataefni stjórnar hitastigi þínu fullkomlega

 

Mörg náttúruleg efni og gerviefni hafa góða hitastillandi hæfileika – en ekkert efni er fullkomið.

 

  • 1.  Dúnn
  • Kostur: Skapar stórt loftrými.
  • Ókostur: Dúnn dregur í sig raka, klessist saman og tapar hitagetu sinni.

 

  • 2. Pólýester/flísefni
  • Kostur: Mikil einangrunargeta.
  • Ókostur: Of mikil öndun.

 

  • 3. Silki
  • Kostur: Þéttofnar trefjar halda hita en draga í sig og losa raka.
  • Ókostur: Venjulega aðeins fáanlegt sem mjög þunnt textílefni.

 

  • 4. Ull
  • Kostur: Getur tekið í sig og losað raka og hefur bestu einangrunargetu miðað við þyngd vegna uppbyggingar ullartrefjanna sem mynda náttúrulegt loftrými.
  • Ókostur: Þung – sérstaklega ef ullin blotnar.

Sumir hermenn frusu meira en aðrir

James Mercer hefur gert ótal rannsóknir á getu okkar til að stjórna líkamshita í gegnum árin.

 

Hann gaf út eina þeirra árið 2018, þar sem hann og samstarfsmenn skoðuðu 255 nýliða í norska hernum á fyrstu dögum herskyldu þeirra.

Á myndinni má sjá hendur ýmissa hermanna í norska hernum eftir kuldapróf í potti með vatni. Rannsakendur tóku myndir af höndum með hitamyndavélum. T1 sýnir myndir sem teknar voru fyrir kuldaprófið, T2 er rétt eftir kuldaprófið. Bilið á milli þeirra mynda sem eftir eru er ein mínúta. Um 10 prósent þátttakenda (neðri röð) voru það sem prófessor James Mercer kallar „frostpinna“.

Þar voru þátttakendur beðnir um að framkvæma klassískt kuldapróf þar sem þeir stinga annarri hendi ofan í ofurþunna plastpoka og láta hana í kaf ofan í pott með 20 gráðu vatni í eina mínútu.

 

Rannsakendur fylgdu síðan hendinni í sex mínútur með innrauðri myndavél. Ein uppgötvunin var að um 10 prósenta hópur var bæði kaldari áður en hann setti höndina í pottinn og átti um leið mun erfiðara með að koma hitanum aftur í höndina á sér.

 

Eftir fjórar mínútur höfðu um 70 prósent hermannanna náð hita aftur en 20 prósent að hluta til. Síðustu 10 prósent þátttakenda voru enn með kaldar hendur fjórum mínútum eftir prófið. Samkvæmt James Mercer voru það líka þeir sem sögðu sjálfir að þeir frjósi oft – þ.e.a.s verulega kulvísir, klassískir „frostpinnar“.

LESTU EINNIG

Shutterstock,© James Mercer,© CSIRO,© Arne Johan Norheim, Einar Borud, Tom Wilsgaard, Louis De Weerd & James B. Mercer

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Áhugaverð kenning: Vísindamenn hugsanlega búnir að finna hvað veldur Alzheimer

Maðurinn

Nú geta læknar meðhöndlað svitalykt

Náttúran

Megalodon – stærsti hákarl allra tíma

Maðurinn

Er hægt að gleypa tunguna?

Lifandi Saga

Nú vitum við meira um hvers vegna víkingar hröktust skyndilega frá Grænlandi

Náttúran

Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is