Þrívíddarprentaðar bakteríur hreinsa vatn

Í Sviss hafa vísindamenn þróað nýtt prentefni með lifandi bakteríum. Úr efninu má prenta lítil, lífefnahreinsiver.

BIRT: 25/09/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Húðfrumur og pítsudeig hafa lengi verið notuð í þrívíddarprentun. Nú er röðin komin að bakteríum. Efnasérfræðingar hjá ETH tæknistofnuninni í Zürich hafa þróað lifandi prentefni, sem þeir nefna Flink.

 

Bakteríum og næringarefnum er blandað í vatnshlaup, sem notað er til að halda öllu saman.

 

Úr efninu má prenta hvaða þrívíddarlögun sem er og í hverri útprentun geta verið allt að fjórar bakteríutegundir og eiginleikarnir því afar mismundandi.

 

Í tilraun einni sýndu vísindamennirnir fram á tvenns konar möguleg not af efninu. Þeir prentuðu lítið net með bakteríum, sem geta brotið niður fenól, efni, sem m.a. er í eiturefnum sem ógnað geta ám og vötnum.

 

Það er reyndar þekkt aðferð að nota bakteríur til að brjóta niður fenól og fleiri mengandi efnasambönd, en því fylgja líka ákveðnir veikleikar. Það er erfitt að fylgjast með því hvar í vatninu bakteríurnar halda sig og bakteríurnar þurfa næringu, sem ekki er alltaf til staðar.

 

En með þessu nýja prentefni er hægt að setja endurnýtanlegt net í vatnið og bakteríurnar fá m.a.s. matarpakka með sér í vinnuna.

 

Vísindamennirnir prentuðu líka sérhæfðan plástur með bakteríum sem framleiða græðandi sellulósa. Í stað margra plástra, sem t.d. passa illa á olnboga eða höfuð, er nú hægt að prenta plástur í nákvæmlega réttu formi.

Þrívíddarprentað mót með bakteríum hreinsar olíu úr vatni. Hægt er að nota tæknina við olíuleka.

Þannig prentast bakteríurnar

Fyrst eru valdar réttar bakteríur.

 

1. Bakteríurnar fá næringu og fjölga sér í glasi.

 

2. Vatnsgeli er bætt við og prentefnið myndað.

 

3. Þrívíddarprentarinn prentar hið rétta form.

 

Sjáðu prentunina:

BIRT: 25/09/2023

HÖFUNDUR: ANTJE GERD POULSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © MANUEL SCHAFFNER/PATRICK A. RÜHS

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is