Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Ég fór nýlega til New York og á Manhattan-eyju, þar sem búa 28.000 manns á hverjum ferkílómetra. En hvaða eyjar á hnettinum eru þéttbýlastar?

BIRT: 20/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Ilet a Brouee

125.000 íbúar á km2.

Það búa ríflega 500 manns í 83 húsum á Ilet a Brouee í Karíbahafi og þar eð þessi sandeyja undan suðurströnd Haiti er aðeins 4.000 fermetrar er hún þéttbýlasta eyja heims. Eyjan er svo lág – og í þjóðbraut fellibylja – að íbúarnir þurfa oft að flýja til annarra eyja.

 

2. Santa Cruz del Islote

102.000 íbúar á km2.

Eyjaklasinn Archipelago de San Bernardo undan strönd Kólumbíu er níu kóralrif ásamt manngerðu eyjunni Santa Cruz del Islote. Eyjan er 200 m löng og 120 m á breidd en þar búa samt 1.250 manns.

 

3. Bonacca

83.000 íbúar á km2.

Bonacca er þekkt sem Feneyjar Hondúras, vegna margra díkja og er í rauninni sandhaugur ofan á kóralrifi, rétt hjá dálítið stærri eyju, Guanaja. Frumbyggjar á Bonacca kynntu kakóbaunir fyrir Kristófer Kólumbus 1502.

 

4. Ap Lei Chau

66.755 íbúar á km2.

Ap Lei Chau eða Aberdeeyja telst hluti Hong Kong. Þétt háhýsabyggð lyftir íbúafjöldanum á þessari 1,3 ferkílómetraeyju yfir 85.000. Lögun eyjarinnar fékk henni þetta nafn sem eiginlega þýðir Andatungueyja.

 

5. Migingo-eyja

65.500 íbúar á km2.

Migingo-eyja er ekki úti í sjó, heldur í Viktoríuvatni í Afríku. Hún er aðeins um 2.000 fermetrar og á landamærum Kenya og Úganda, þar sem ráðamenn koma sér ekki saman um eignarhaldið. Á eyjunni búa meira 130 fiskimenn.

BIRT: 20/07/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Jenny Barker, © Getty Images, © Shutterstock, © Recep Canik/Anadolu Agency/Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is