Stirðir og stífir liðir eru meðal þess sem hrjá mannfólkið þegar líður á ævina. En það virðist ekki vera bara líkaminn sem hrörnar.
Stofnfrumur í hársekkjum verða líka tregari til starfa og það bitnar á hárvextinum en það þarf virkar hárstofnfrumur til að mynda nýtt hár.
Nú hafa vísindamenn, m.a. hjá bandaríska Northwesternháskólanum, fundið aðferð til að mýkja upp hárstofnfrumur og koma hárvextinum á skrið á gömlum músum á tilraunastofu.
Lykilinn að þessari uppgötvun er m.a. að finna í nokkrum míkró-RNA-sameindum en þær eiga hlut að stjórn virkni gena líkamans og ráða því nánar hvort tiltekið gen framleiðir of lítið, of mikið eða hæfilega mikið af prótínum.
Losaðu þig við gömlu stofnfrumurnar
Í þessari músatilraun uppgötvuðu vísindamennirnir að þeir gátu örvað stofnfrumur í hársekkjum með því að auka framleiðslu lítillar sameindar sem kallast MiR-205.
Vísindamennirnir segja það sérstakt við þessar sameindir að þær örvi stofnfrumur sem þegar eru til staðar í hársekkjunum og eiga að sjá um hárvöxtinn. Sameindin gerir sem sé ekki annað en að vekja þessar gömlu stofnfrumur af eins konar dvala.
Í rannsóknastofunni lét árangurinn ekki á sér standa:
„Hárið byrjaði að vaxa á 10 dögum,“ sagði Rui Yi, prófessor í húðsjúkdómafræði við læknadeild Northwesternháskólans, í fréttatilkynningu.
Hárið fellur af eftir fimm ár
Hárin á höfði þínu hafa „best fyrir“-dagsetningu. Þau vaxa í 5 ár en hætta svo og falla af.

1. Stofnfrumur byggja hárið upp frá grunni
Hárvöxtur byrjar þegar hárstofnfrumur færa sig niður á botn hársekksins, þar sem þær ná tengslum við blóðrásina, skipta sér og hárið tekur að vaxa.

2. Aðflæði súrefnis og næringar stöðvast
Eftir 3-5 ár rýrnar hársekkurinn og hárinu berst ekki lengur næring og súrefni til að vaxa. Hárið heldur sér í 2-3 vikur.

3. Hársekkurinn losar sig við hárið
Að lokum losnar hárið úr hársekknum og fellur af. Eftir 3-4 mánuði vakna stofnfrumur í hársekknum og tengja sig við blóðrásina. Nýtt hár tekur að vaxa.
Strax eftir tíu daga tókst vísindamönnum að kveikja líf í óvirkum hársekkjum gamalla tilraunamúsa.
Nú verður aðferðin reynd á mönnum.
Sólþiljurnar geta breytt nánast hvaða yfirborði sem er í straumgjafa.