Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Strax eftir tíu daga tókst vísindamönnum að kveikja líf í óvirkum hársekkjum gamalla tilraunamúsa. Nú verður aðferðin reynd á mönnum.

BIRT: 26/03/2024

Stirðir og stífir liðir eru meðal þess sem hrjá mannfólkið þegar líður á ævina. En það virðist ekki vera bara líkaminn sem hrörnar.

 

Stofnfrumur í hársekkjum verða líka tregari til starfa og það bitnar á hárvextinum en það þarf virkar hárstofnfrumur til að mynda nýtt hár.

 

Nú hafa vísindamenn, m.a. hjá bandaríska Northwesternháskólanum, fundið aðferð til að mýkja upp hárstofnfrumur og koma hárvextinum á skrið á gömlum músum á tilraunastofu.

 

Lykilinn að þessari uppgötvun er m.a. að finna í nokkrum míkró-RNA-sameindum en þær eiga hlut að stjórn virkni gena líkamans og ráða því nánar hvort tiltekið gen framleiðir of lítið, of mikið eða hæfilega mikið af prótínum.

 

Losaðu þig við gömlu stofnfrumurnar

Í þessari músatilraun uppgötvuðu vísindamennirnir að þeir gátu örvað stofnfrumur í hársekkjum með því að auka framleiðslu lítillar sameindar sem kallast MiR-205.

 

Vísindamennirnir segja það sérstakt við þessar sameindir að þær örvi stofnfrumur sem þegar eru til staðar í hársekkjunum og eiga að sjá um hárvöxtinn. Sameindin gerir sem sé ekki annað en að vekja þessar gömlu stofnfrumur af eins konar dvala.

 

Í rannsóknastofunni lét árangurinn ekki á sér standa:

 

„Hárið byrjaði að vaxa á 10 dögum,“ sagði Rui Yi, prófessor í húðsjúkdómafræði við læknadeild Northwesternháskólans, í fréttatilkynningu.

Hárið fellur af eftir fimm ár

Hárin á höfði þínu hafa „best fyrir“-dagsetningu. Þau vaxa í 5 ár en hætta svo og falla af.

1. Stofnfrumur byggja hárið upp frá grunni

Hárvöxtur byrjar þegar hárstofnfrumur færa sig niður á botn hársekksins, þar sem þær ná tengslum við blóðrásina, skipta sér og hárið tekur að vaxa.

2. Aðflæði súrefnis og næringar stöðvast

Eftir 3-5 ár rýrnar hársekkurinn og hárinu berst ekki lengur næring og súrefni til að vaxa. Hárið heldur sér í 2-3 vikur.

3. Hársekkurinn losar sig við hárið

Að lokum losnar hárið úr hársekknum og fellur af. Eftir 3-4 mánuði vakna stofnfrumur í hársekknum og tengja sig við blóðrásina. Nýtt hár tekur að vaxa.

Strax eftir tíu daga tókst vísindamönnum að kveikja líf í óvirkum hársekkjum gamalla tilraunamúsa.

 

Nú verður aðferðin reynd á mönnum.

Sólþiljurnar geta breytt nánast hvaða yfirborði sem er í straumgjafa.

Lesa grein

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Shutterstock & Malene Vinther. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is