Það kannast flestir við þegar þegar blóð sest á tannburstann og það er blóð í munnvatninu.
Níu af hverjum tíu eru með tannholdsbólgu að einhverju marki, samkvæmt nýjustu tölum.
Það eru samt líklega mjög fáir sem hafa áhyggjur af sársauka annars staðar í líkamanum þrátt fyrir bólgið tannhold.
En kannski ættu liðagigtarsjúklingar að gera það.
Bandarískur gagnalíffræðingur hefur fundið óvænta tengingu tannholdsbólgu og gigtarkasta með því að fara ítarlega í gegnum skýrslur tilrauna sem hafa verið afskrifaðar af öðrum fræðimönnum, samkvæmt nýlegri skýrslu í tímaritinu Science Translational Medicine.
Tölvur endurskoða niðurstöður fræðimanna
Þegar Vicky Yao gekk til liðs við rannsóknteymi sem rannsakaði liðagigt hóf hún vinnuna á að fara yfir umfangsmikil gagnasöfn sem safnað hafði verið af líffræðingum við Rockefeller háskólann.
Í nokkur ár höfðu líffræðingarnir kannað hvaða gen eru sérstaklega virk hjá gigtarsjúklingum þegar sjúkdómurinn herjar.
Þeir höfðu gert ítarlegar rannsóknir á vefjasýnum sem voru á víð og dreif í tölvuskjalasafninu.
Með hjálp reiknirita Yao fundu vísindamenn svo tengsl sem þeim hafði yfirsést.
Sérstök ónæmisbaktería sem annars er að mestu þekkt fyrir tengsl við tannholdsbólgu, virtist skipta miklu máli hvað varðar gigtarköst. Þetta sýndi greining tölvunnar á hinu miklu magni gagna.
Ónæmiskerfið í munni getur flutt bólgu í liðina
Fræðimenn eru ekki enn vissir um hvernig tannholdsbólga og liðagigtarverkir tengjast en eru þó með hugmyndir.
Tannholdsbólga eru viðbrögð ónæmiskerfisins við því að sérstakar bakteríur eða mikið magn þeirra hafa safnast fyrir á tönnum og í tannholdi.
Ónæmiskerfið bregst skjótt við með því að senda svokallaðar daufkyrninga utanfrumugildrur (eða svokallaðar NET) á svæðið.
Gildrurnar sem samanstanda af trefjum hvítra blóðkorna, fanga og gera skaðlegu bakteríurnar óvirkar eða hlutlausar.
LESTU EINNIG
Þegar NET-trefjarnar hafa fangað óæskilegar lífverur, merkir ónæmiskerfið þær með einhvers konar sameindaauðkenni, svo kerfið viti hvaða mótefni það á að framleiða ef sjúkdómurinn kemur upp aftur.
Kenning rannsakenda er sú að bakteríurnar geti með þessu auðkennismerki komist í inn í líkamann ef bólgan í tannholdinu gerir gat á slímhúð munnsins.
Ónæmiskerfið þekkir nú bakteríurnar og framleiðir strax mótefni til að berjast gegn þeim.
Mótefnin koma af stað nýjum bólgum sem herja einkum á vefina í kringum liðamótin og veldur það liðverkjum.